Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Fréttir | 18. mars 2024 - kl. 15:45
Rúmar 17 milljónir úr húsfriðunarsjóði til Húnavatnssýslna

Húsfriðunarsjóður úthlutaði nýverið styrkjum til 176 verkefna, samtals að upphæð 297,6 milljónum króna. Fjölmörg verkefni í Húnavatnssýslum fengu styrki. Í flokki friðlýstra kirkna fengu  m.a. Auðkúlukirkja, gamla kirkjan á Blönduósi, Holtastaðakirkja og Þingeyraklausturskirkja styrk. Í flokki friðaðra húsa og mannvirkja fengust styrkir m.a. til gamla sæluhússins á Hveravöllum, gamla læknisbústaðarins á Blönduósi og gamla Spítalans á Blönduósi. Í flokknum rannsóknir og húsakannanir fékk verkefnið Torfhús í Húnavatnssýslum styrk að fjárhæð 2,5 milljónir króna.

Hæsta styrkinn fékk Sýslumannshúsið á Aðalgötu 6 á Blönduósi eða 3 milljónir króna en um er að ræða hluta af nýuppgerðu Hótel Blönduósi.

Hér má sjá verkefni í Húnavatnssýslum sem fengu styrk:

Friðlýstar kirkjur

Auðkúlukirkja kr. 900.000.
Gamla kirkjan Blönduósi kr. 500.000.
Holtastaðakirkja kr. 2.000.000.
Þingeyraklausturskirkja kr. 500.000.

Friðuð hús og mannvirki

Gamla sæluhúsið Hveravöllum kr. 1.400.000.
Gamli læknabústaðurinn Blönduósi kr. 1.000.000.
Gamli Spítali Blönduósi kr. 1.200.000.
Kúlukvíslarskáli Auðkúluheiði kr. 900.000.
Pétursborg, Brimslóð 2-6 Blönduósi kr. 1.500.000.
Sýslumannshúsið, Aðalgata 6 Blönduósi kr. 3.000.000.

Önnur hús og mannvirki

Hús Sigurðar Pálmasonar, Brekkugata 2 Hvammstanga kr. 1.000.000.
Norðurbraut, vegasjoppa Hvammstanga kr. 800.000.

Rannsóknir og húsakannanir

Torfhús í Húnavatnssýslum kr. 2.500.000.

Hér má sjá úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði 2024

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga