Tilkynningar | 19. mars 2024 - kl. 16:13
Fróðleiksmolakaffi Landsvirkjunar og vefstreymi

Á morgun, miðvikudaginn 20. mars, verður dagskrá á vegum Landsvirkjunar í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar klukkan 16:30 með kaffi og kleinum, en í framhaldinu koma þrjú 20-30 mínútna erindi tengd náttúrunni við Blöndu. Þau sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með í streymi (https://www.youtube.com/watch?v=nuFIw1MpJcEsem hefst klukkan 17 og líkur um 18:30.

Fróðleiksmolar með kaffinu: Jökull, gróður og fuglar við Blöndu
Félagsheimilið Blönduósi miðvikudagur 20. mars 2024

Rannsóknir og vaktanir eru mikilvægir þættir í ábyrgri orkuvinnslu og er Landsvirkjun engin undantekning í þeim efnum. Um allt land er verið að skoða áhrif af starfsemi okkar og undirbúa verkefni framtíðarinnar. Til verður þekking sem við viljum miðla til almennings og því bjóðum við í kaffi í félagsheimilinu á Blönduósi. Með kaffinu verður bakkelsi og þrír gómsætir molar:

  1. Geta vindmyllur á Blöndusvæði haft áhrif á fugla? – Fuglarannsóknir á Steinárhálsi
    Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands
  2. Virkar þetta? - Uppgræðsla á Eyvindarstaðaheiði
    Ingunn Sandra Arnþórsdóttir héraðsfulltrúi Lands og skógar
  3. Er Blanda að breytast í bergvatnsá? - Jöklarannsóknir á vatnasviði Blöndu 
    Andri Gunnarsson verkefnisstjóri hjá þróun vatnsafls í Landsvirkjun
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga