Frá ársþingi USAH. Mynd: FB/USAH
Frá ársþingi USAH. Mynd: FB/USAH
Fulltrúi Snarfara og UMF Hvatar taka við viðurkenningum. Mynd: FB/USAH
Fulltrúi Snarfara og UMF Hvatar taka við viðurkenningum. Mynd: FB/USAH
Golfklúbburinn “s fékk hvatningarverðlaunin. Mynd: FB/USAH
Golfklúbburinn “s fékk hvatningarverðlaunin. Mynd: FB/USAH
Gunnar Þór Gestsson var gestur þingsins fyrir hönd UMFÍ. Mynd: FB/USAH
Gunnar Þór Gestsson var gestur þingsins fyrir hönd UMFÍ. Mynd: FB/USAH
Fréttir | 21. mars 2024 - kl. 11:16
Golfklúbburinn Ỏs hlaut hvatningarverðlaun Ungmennasambands Austur-Húnvetninga

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hélt ársþing sitt nýverið. Næstum fullt hús var á þinginu en af 36 þingfulltrúum frá aðildarfélögum mættu 35. Átta tillögur voru lagðar fyrir þingið og voru þær allar samþykktar með smávægilegum breytingum. Snjólaug Jónsdóttir var kosin áfram formaður USAH. Eyþór Franzson Wechner gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem varaformaður USAH og tók Brynhildur Erla Jakobsdóttir við sæti hans.

Hvatningarverðlaun USAH voru veitt á þinginu og fóru þau til Golfklúbbsins Óss fyrir öflugt kvennastarf. Tvö aðildarfélög USAH eiga stórafmæli á árinu, Hestamannafélagið Snarfari verður 50 ára og Ungmennafélagið Hvöt verður 100 ára. Fengu félögin viðurkenningu af því tilefni.

Skagfirðingurinn Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, var gestur þingsins fyrir hönd UMFÍ, ásamt Viðari Sigurjónssyni frá ÍSÍ. Gunnar hélt ávarp á þinginu og ræddi þar um svæðastöðvar íþróttahreyfingarinnar ásamt því að hvetja til þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ, Landsmóti UMFÍ 50+ og fleiri viðburðum UMFÍ.

Nýkjörin stjórn USAH
Snjólaug M. Jónsdóttir, formaður
Brynhildur Erla Jakobsdóttir, varaformaður
Ingvar Björnsson, gjaldkeri
Baldur Magnússon, ritari
Guðmann Jónasson, meðstjórnandi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga