Stjórn Styrktarsjóðs A-Hún. ásamt stjórnarmönnum Hollvinasamtaka HSB. Mynd: Hlynur Tryggvason
Stjórn Styrktarsjóðs A-Hún. ásamt stjórnarmönnum Hollvinasamtaka HSB. Mynd: Hlynur Tryggvason
Tilkynningar | 25. mars 2024 - kl. 14:17
Styrkur til Hollvinasamtaka HSB
Frá stjórn Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi
Stjórnarfundur var haldinn þann 21. mars hjá Hollvinasamtökum HSB. Eftir fundinn mættu sannkallaðir gleðigjafar, en það var stjórn Styrktatsjóðs A-Hún. þau Valgarður Hilmarsson formaður, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir. Færðu þau samtökunum rausnarlega gjöf kr: 500.000 upp í kaup á þrekhjóli fyrir skjólstæðinga 3. og 4. hæðar.
 
Við andlát Sigríðar B. Baldursdóttur styrktu ættingjar, vinir og vinnufélagar samtökin 
um tæplega 300.000. Sjúkraþjálfurunum þeim Angelu og Ásdísi Öddu var falið að panta hjólið
hið snarasta og nú geta tveir hjólað saman og horft um leið á fallega staði um víða veröld í nýja sjónvarpinu.
 
Höfum það í huga að Hollvinasamtökin vinna að því að íbúar sýslunnar sem þess þurfa, geti notið góðs af starfseminni. 
 
Við óskum öllum gleðilegra páska og þökkum um leið öllum af alhug fyrir stuðninginn.
 
 
                                Stjórn Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi
 
Minnum á styrktarreikninginn okkar 0307 26 270 kt: 490505 0400
Og alltaf tökum við vel á móti nýjum félögum netfag: sillahemm@simnet.is 
 
Á meðfylgjandi mynd sem Hlynur Tryggvason tók er stjórn Styrktarsjóðsins ásamt stjórnarmönnum Hollvinasamtakanna. Sigríður Eddý, Valgarður, Erla Ísafold, Sigurlaug Þóra, Guðrún og Jóhann. Á myndina vantar Guðmund Finnbogason og Sigríði Stefánsdóttur.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga