Emelíana Lillý. Mynd: Feykir.is/Skjáskot af RÚV.
Emelíana Lillý. Mynd: Feykir.is/Skjáskot af RÚV.
Fréttir | 08. apríl 2024 - kl. 11:08
FNV með sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 á laugardaginn en hún keppti fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi og tóku fulltrúar 25 framhaldsskóla þátt. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Emelíana er frá Sauðárkróki.

Þetta er í fjórða sinn sem Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra sigrar í keppninni en síðast gerðist það árið 2002.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga