Fréttir | 09. apríl 2024 - kl. 15:43
Húnaþing vestra - lifandi samfélag

Húnaþing vestra – lifandi samfélag fékk flest atkvæði í könnun á tillögum að slagorði fyrir sveitarfélagið og hefur byggðarráð samþykkt það fyrir sitt leyti. Í síðasta mánuði gátu íbúar valið á milli fimm tillagna að slagorði, sem öll áttu að lýsa kjarna samfélagsins og hægt væri að nota í kynningarskyni. Tillögurnar komu úr íbúakönnun sem framkvæmd var síðastliðið haust. Einnig var hægt að koma með nýjar tillögur.

Tillögurnar voru:

  • Húnaþing vestra - allt til alls
  • Húnaþing vestra - heimkynni hamingjunnar
  • Húnaþing vestra - höfðingi heim að sækja
  • Húnaþing vestra - lifandi samfélag
  • Húnaþing vestra - þar sem gott er að vera

Flest atkvæði í könnuninni fékk tillagan Húnaþing vestra - lifandi samfélag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga