Tifsög og hjartastuðtæki. Myndirnar eru frá vefsíðum skólanna.
Tifsög og hjartastuðtæki. Myndirnar eru frá vefsíðum skólanna.
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 14:48
Grunnskólar fá gjafir frá velunnurum

Kvenfélagið Freyja færði nýverið Grunnskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki að gjöf. „Gjöfin mun vonandi aldrei koma að notum en við erum þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans,“ segir á vef hans. Höfðaskóli á Skagaströnd fékk líka gjöf nýverið, frá foreldrafélagi skólans, en það voru tvær tifsagir, „sem munu koma sér vel líkt og styrkurinn til bókakaupa gerði í haust,“ segir á vef skólans.

Til fróðleiks, þá er tifsög hentug sög þegar saga þarf nákvæmt í t.d. tré, plast, járn, plexi gler og gips. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga