Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Nýr prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.

Sr. Sigríður er fædd þann 20. júlí árið 1975. Hún varð stúdent frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 1995, og lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2003. Sr. Sigríður vígðist 15. október árið 2006 til afleysinga í Sauðárkróksprestakalli og var síðan sett sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli frá 1.ágúst 2007. Við sameiningu prestakallanna í Skagafirði var hún skipuð sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli frá 1. janúar 2023.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga