Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 20:56
Málstofa um húsnæðis- og kjaramál

Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til málstofu um húsnæðis- og kjaramál, laugardaginn 20. apríl klukkan 09:00 í húsnæði stéttarfélagsins Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi.

Dagskrá:

Húsnæðis- og kjaramál.

Frummælendur

  • Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði.
  • Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Samstöðu og núverandi formaður Félags eldri borgara á Blönduósi.
  • Finnbogi Sveinbjörnsson, form. Verkalýðsfélags Vestfjarða.

Umræðustjóri: Gylfi Þór Gíslason, form. Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga