Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Vettvangsliðar á Skagaströnd fengu fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum

Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.

Á facebooksíðunni segir að vettvangsliðar sé samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Björgunarsveitarinnar Strandar, „sem tryggja fyrstu hjálp þegar útköll berast og annast einstaklinga þangað til annað viðbragð, svo sem lögregla eða sjúkralið mætir á vettvang.“

Fram kemur að rannsóknir hafi sýnt að ofbeldi í nánu sambandi er algengara en gögn lögreglu gera ráð fyrir og því er lögð áhersla á fræðslu til þeirra sem ætla má að komi fyrstir á vettvang sé óskað aðstoðar lögreglu eða sjúkraliðs.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga