Fréttir | 07. júní 2007 - kl. 11:14
Húnvetningar gera það gott á Smáþjóðarleikum í Mónakó

Nú standa Smáþjóðarleikarnir sem hæst í Mónakó og Húnvetningar voru á ferðinni á fyrsta keppnisdegi þeirra. Húnvetningarnir náðu sér vel á strik í frjálsíþróttakeppninni og kastaði Guðmundur Hólmar Jónsson spjóti 63,64 metra og hafnaði í 6. sæti. Helga Margrét Þorsteinsdóttir kastaði spjótinu 42,41 metra og gerði betur en Guðmundur því hún nældi sér í bronsverðlaun og bætti sig um rúmlega 1 meter. Sigurbjörg Ólafsdóttir hljóp síðan 100m hlaup og hafnaði í 4. sæti.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga