Alltaf stuð í leikskóla. Ljósm: Af vef leikskólans
Alltaf stuð í leikskóla. Ljósm: Af vef leikskólans
Fréttir | 06. febrúar 2008 - kl. 11:34
Haldið upp á dag leikskólans í dag á Barnabæ
Eftir Jóhönnu G. Jónasdóttur leikskólastjóra

Kynningarnefnd Félags leikskólakennara hefur að undanförnu unnið að því í samvinnu við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og samtökin Heimili og skóla að einn dagur á ári hverju verði sérstaklega tileinkaður leikskólanum og því starfi sem þar fer fram. Þann 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og þess vegna varð þessi dagur fyrir valinu. Einkunnarorð dagsins í ár eru: „Við bjóðum góðan dag – alla daga.“

Kynningarnefnd FL hefur verið starfandi frá árinu 2005 en tilgangur hennar er að auka jákvæða og áhugaverða umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara. Einn liður í þeirri fyrirætlun er að tileinka leikskólanum einn dag ársins.

Við á Barnabæ, Blönduósi bjóðum foreldra velkomna til okkar í tilefni dagsins. Starfið verður með hefðbundnu sniði, foreldrar geta stoppað stutt eða lengi! Einnig er fræðslunefnd, fræðslustjóra og bæjarstjórn boðið að líta við í tilefni dagsins. Á Barnabæ er mikið líf og fjör, 60 börn á aldrinum 9 mánaða – 6 ára og 17 starfsmenn.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga