Áhorfendur skemmtu sér vel
Áhorfendur skemmtu sér vel
Jón Karl opnaði dagskrána
Jón Karl opnaði dagskrána
Kári ásamt Ara Kvaran efnilegum trompetleikara
Kári ásamt Ara Kvaran efnilegum trompetleikara
Selkórinn undir stjórn Jóns Karls
Selkórinn undir stjórn Jóns Karls
Lúðrasveit Tónlistarskóla A-Hún undir stjórn Skarphéðins
Lúðrasveit Tónlistarskóla A-Hún undir stjórn Skarphéðins
Tveir efnilegir spilarar
Tveir efnilegir spilarar
Karlakórinn flutti lag eftir Skarphéðinn við texta “skars Sigfinnssonar og lag eftir Kára við texta Einars heitins
Karlakórinn flutti lag eftir Skarphéðinn við texta “skars Sigfinnssonar og lag eftir Kára við texta Einars heitins
Stórsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness
Stórsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness
Stjórnendur, undirleikarar ásamt Immu og Rakel dóttur Immu og Einars
Stjórnendur, undirleikarar ásamt Immu og Rakel dóttur Immu og Einars
Fréttir | 29. mars 2009 - kl. 20:42
Tónleikar í minningu Einars Guðlaugssonar frá Þverá

Þrátt fyrir leiðindaveður á Blönduósi var nær fullt út úr dyrum í Blönduóskirkju á tónleikum í minningu Einars Guðlaugssonar frá Þverá. Tvær lúðrasveitir komu fram, önnur héðan af svæðinu og hin af Seltjarnarnesi, Selkórinn söng, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps tók nokkur lög og stórsveit af Seltjarnarnesi spilaði í lokin. Dagskráin var fjölbreytt, skemmtileg og áhorfendur skemmtu sér vel. Ágóði skemmtunarinnar rennur í orgelsjóð Blönduósskirkju. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar í kirkjunni. Við látum myndirnar tala sínu máli.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga