Mikið um að vera í föndrinu
Mikið um að vera í föndrinu
Frændsystkinin að þæfa ull
Frændsystkinin að þæfa ull
Feðgarnir Bjartmar og Bergþór vinna vel saman
Feðgarnir Bjartmar og Bergþór vinna vel saman
Jakobína og Jón Ægir samtaka í föndrinu
Jakobína og Jón Ægir samtaka í föndrinu
Framleiðsla á flottu föndri í gangi
Framleiðsla á flottu föndri í gangi
Piparkökur skreyttar
Piparkökur skreyttar
Nú verður maður að vanda sig mikið
Nú verður maður að vanda sig mikið
Skarphéðinn og Benedikt Axel spila saman
Skarphéðinn og Benedikt Axel spila saman
Skólastjórinn, Þóra Karen og Dagmar Ósk skemmta gestum
Skólastjórinn, Þóra Karen og Dagmar Ósk skemmta gestum
Jóhannes og Skarphéðinn góðir saman
Jóhannes og Skarphéðinn góðir saman
Stúlkurnar úr 10. bekk seldu heimabakað bakkelsi og friðarkerti
Stúlkurnar úr 10. bekk seldu heimabakað bakkelsi og friðarkerti
Fréttir | 23. nóvember 2009 - kl. 20:00
Aðventudagur foreldrafélags Grunnskólans á Blönduósi

Aðventudagur foreldrafélags Grunnskólans á Blönduósi var í gær sunnudaginn 22. nóvember og var nokkuð góð mæting. Dagskráin var með nokkuð hefðbundnu sniði en hægt var að kaupa ýmislegt föndur, jólaskraut og piparkökur sem hægt var að skreyta á staðnum með glassúr. Tónlistaratriði voru í boði nemenda í Tónlistarskóla A-Hún.

Aðventudagurinn er dagur fyrir alla fjölskylduna, afa og ömmur og önnur viðhengi. Nemendur 10. bekkjar sáu um kaffisölu til fjáröflunar fyrir bekkinn og spil voru í boði fyrir þá sem ekki voru í föndurstuði. Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Selma H. Svavarsdóttir.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga