Spaugið | 05. febrúar 2010 - kl. 13:16
Þau geta verið hættuleg þessi rauðu ljós!!!

Þegar vörubílstjóri nemur staðar á rauðu ljósi rennir lítil Nissan Micra up að hlið hans.
 
Úr Micrunni hoppar ljóska, hleypur að vörubílnum og bankar á hurðina. Bílstjórinn vindur rúðuna niður og ljóskan segir: Hæ ! Ég heiti Gunna og ég vil bara láta þig vita að farmurinn er að renna af pallinum hjá þér.
Vörubílstjórinn lætur sér fátt um finnast en þegar hann stansar við næstu ljós rennir Micran aftur upp að hlið hans.
Ljóskan hoppar út, hleypur að vörubílnum og bankar. Bílstjórinn vindur niður rúðuna og ljóskan segir aftur: Hæ ! Ég heiti Gunna og ég vil bara láta þig vita að farmurinn er að renna af pallinum hjá þér.

Vörubílstjórinn hristir höfuðið og ekur áfram götuna.
Við þriðja ljósastoppið gerist aftur það sama, ljóskan hoppar úr Micrunni til að vekja athygli bílstjórans á því að farmurinn sé að renna af pallinum hjá honum.
Þegar ljósið verður aftur grænt gefur vörubílstjórinn í og er kominn að næsta rauða ljósi vel á undan Micrunni. Í þetta sinn hoppar hann úr vörubílnum og hleypur á móti Micrunni. Hann bankar í gluggann á framhurðinni og þegar ljóskan opnar segir hann:
Hæ, ég heiti Eiríkur, það er núna janúar, hávetur og ég er að salta götuna!


Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga