Mynd: Slokkvibill.is
Mynd: Slokkvibill.is
Fréttir | 03. nóvember 2010 - kl. 07:55
Brunamálastofnun með námskeið á Blönduósi

Um síðustu helgi héldu fulltrúar Brunamálastofnunnar námskeið á Blönduósi fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Ásamt slökkviliðsmönnum frá Blönduósi komu slökkviliðsmenn frá Selfossi, Grindavík og Grundarfirði. Farið var yfir þætti vatnsöflunar og reykköfunar og fengu slökkviliðsmenn að spreyta sig á hinum ýmsu æfingum sem kennararnir settu upp.

Frá þessu er sagt á vefnum Slokkvibill.is. Þar segir einnig að eftir lok námskeiðsins séu allar líkur á að 75% af slökkviliðsmönnum hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu verði löggildir slökkviliðsmenn um áramótin en unnir sé að því að löggilda liðsmenn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga