Fréttir | 10. febrúar 2012 - kl. 10:34
Gerir athugsemd við nafnið

Stéttarfélagið Samstaða í Húnavatnssýslum gerir athugasemd við nafn nýs flokks Lilju Mósesdóttur sem ber nafnið Samstaða. Á vef stéttarfélagsins kemur fram að þótt ekki sé um lögverndað heiti að ræða, þá hljóti að vera hægt í svo myndauðugu máli sem íslenskan er að velja stjórnmálahreyfingu nafn,  sem ekki sé tekið frá starfandi félagasamtökum.

Stéttarfélagið  Samstaða í Húnavatnssýslum er búið að vera til í 15 ár.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga