Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:42 0 0°C
Laxárdalsh. 04:42 0 0°C
Vatnsskarð 04:42 0 0°C
Þverárfjall 04:42 0 0°C
Kjalarnes 04:42 0 0°C
Hafnarfjall 04:42 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Pistlar | 26. desember 2014 - kl. 12:18
Organistapistill - Við hálfnað lag
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Jólin lifa fram á þrettánda jóladag. Áttidagur jóla er annað nafn á nýársdegi – eitt sinn var tíska í háskólanum, og kannski enn – að efna til áttadagsgleði á nýársnótt svo er gamlársdagur er mikill veislu- og skemmtanadagur meðal landsmanna. En næsta guðsþjónusta í Blönduóskirkju verður kl. 14 á gamlársdag. Þá stígur Húnsstaðamaður og góður húmanisti í stólinn, Jón Benedikt Björnsson að nafni, lærði sálfræði með Þjóðverjum, og starfaði síðan við fag sitt hér heima í mörg ár fyrst sem félagsmálastjóri á Akureyri, síðar í Ráðhúsi Reykjavíkur en lagðist síðan í ferðalög. Jón fór árið 2001 í pílagrímsferð til Santiago de Compostela á Spáni og margar síðan á fleiri forsendum um Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. Stundum var Jón á reiðhjóli, fótgangandi og svo eitthvað í bíl. Jón hefur skrifað bækurnar: Af örlögum manna 1991, Á Jakobsvegi 2002, Skör járntjaldsins 2006, Föðurlaus sonur níu mæðra 2008. Kona Jóns, Stefanía Arnórsdóttir þýskukennari og meinatæknir, á ættir að rekja til sr. Arnórs í Hvammi og Jóns Árnasonar þess sem búskap hóf á Tindum en varð síðar skáldbóndi að Víðimýri. JÁ kvað vetrarvísu:

Góa dustar faldinn flá
frosta gusti meður,
Kári burstum bylur á
bellur á hlustum veður.  http://bragi.info/visur.php?VID=5261

Þau hjón, Stefanía og Jón, efndu til bús við götu í norðurhlíðum Digraness þar sem heitir í Fögrubrekku og þaðan sér yfir Fossvogsdal, Bústaðahverfi og Löndin og svo yfir að tindóttum og skriðurunnum hlíðum Esju.

Víkjum að fleiri markverðum þáttum: Stofnaður var Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fyrir 90 árum. Fundurinn var haldinn 28. des. 1924 og níutíu ár eru liðin frá þeim degi á sunnudaginn. Guðm. Jósafatsson segir frá aðdraganda kórstofnunar sem hófst í haustgöngum þetta ár:

„Veður var hið fegursta og höfðu göngurnar gengið óvenju fljótt . . . Þegar máltíð var lokið var lagið tekið. Er rökkva tók bauðst Jón Espólín á Auðólfsstöðum til að taka að sér fyrstu vökuna einn. Var þetta þegið með þökkum. Þegar hinn ákveðni vökutími var liðinn var ég sendur til að leysa Jón af hólmi. Hann bauðst til að vaka áfram og hlýða á sönginn, sem félagar hans þáðu með þökkum“ og óx þeim hugur til framhalds þegar til byggða kæmi og síðan hittust þeir á samkomu í Bólstaðarhlíð sunnudaginn milli jóla og nýárs sem var 28. des eins og er nú í ár. Þar settu þeir fund og skipuðu í raddir og ákváðu að Þorsteinn Jónsson yrði söngstjóri, en af þessum 9 manna hópi voru 4 barnabörn Gísla Ólafsonar á Eyvindarstöðum. Annar burðarás í kórnum var Tryggvi í Tungu faðir söngstjóranna Jóns í Ártúnum og Jónasar Tryggvasona síðar á Blönduósi. Í kórbókinni, Tónar í tómstundum geymist hluti af ræðu Tryggva á 20 ára afmæli kórsins þar sem kemur fram sterkur vilji hans til láta kórstarf bæta mannlíf og samfélag. Má sjá þar einn þátt þessarar félagsstofnunar. Annan má finna í nafni kórsins þar sem kórmenn kenndu sig við sveitarfélag sitt og vildu bera fram merki þess. Sveitungarnir buðu stundum fram hús sín fyrir söngæfingar og á einum bænum, þ. e. á Skeggsstöðum var æft árum saman á sprengidag og kórmönnum var þá haldin veisla af baunum og saltkjöti.

Jónas Tryggvason á stóran þátt í að varðveita og skrá gögn um karlakórinn. Einn afkomanda Gísla á Eyvindarstöðum, Sigurður Pálmason kaupmaður á Hvammstanga og Steinvör kona hans tóku jafnan kórnum af miklum rausnarskap ef hann kom til Hvammstanga að syngja og gaf félaginu einhverju sinni þykka spjaldabók svo rita mætti sögu kórsins. Bókin er varðveitt í skjalasafninu á Blönduósi. Á síðustu áratugum hefur einn kórfélaga, Guðmundur Valtýsson, komið til liðs og skráð af samviskusemi helstu viðburði í starfi kórsins.

Jónas Tryggvason segir í erfiljóði eftir ungan félaga þeirra og mikinn efnismann, Óskar á Eiríksstöðum:

Hljóðnuð er harpa
við hálfnað lag.
Ríkir þögn - og þó
leika ljúflega
frá lagi því
tónar um tregans sal. http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/

Auðkúlupresturinn Stefán M Jónsson var jarðaður árið 1930 og báðu prestshjónin á Æsustöðum, frú Sigríður Stefánsdóttir og sr. Gunnar kórinn að syngja við útförina. Þeir lögðu talsverða vinnu í undirbúning, æfðu þrisvar auk þess að koma við í Svínavatnskirkju á leið til athafnarinnar þar sem þeir gátu bætt við fjórðu æfingunni. Allir voru þá á hestum. Margar útfarir hafa þeir sungið við síðan.

Jónas Tryggvason segir frá söngferð 1947: http://stikill.123.is/blog/2009/04/28/370751/  

Kórmenn þessa aldna kórs hafa á síðustu árum víða farið með söngstjóra sínum, Sveini Árnasyni. Kórinn hefur samtök með kollegum úti á Norðurlöndum. Stundum bregða þeir sér til Kanarí. Karlakórinn hefur oftast haldið afmælishátíð sína fyrsta sunnudag í sumri en þá hélt kórinn fyrstu söngskemmtun sína vorið 1925.

 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið