Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 01:41 0 0°C
Laxárdalsh. 01:41 0 0°C
Vatnsskarð 01:41 0 0°C
Þverárfjall 01:41 0 0°C
Kjalarnes 01:41 0 0°C
Hafnarfjall 01:41 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Vatnsdalsfjall
Vatnsdalsfjall
Pistlar | 04. apríl 2016 - kl. 09:01
Stökuspjall - Öxlin gnæfir yfir Þingið
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Vér skulum því öllu angri gleyma
en óðfluga láta gleðina streyma
um sérhverja æð og svo að hún megi
í sífellu streyma uns lýsir af degi
vér yrkjum, kveðum og saman syngjum
og södd og ánægð vér glösum klingjum. RB

Ragnar Böðvarsson tók í mörg ár þátt í starfi fyrir árleg hagyrðingamót/1989-2012 og undirbjó sjálfur Bragaþingið 2009. Versið hér að ofan er hluti af rímaðri setningarræðu hans. Fáum árum síðar orti hann ferðaljóð handa kórnum sem hann kom með norður í Húnaver. Þar voru rifjuð upp ljóðin Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum. Ragnar lýsir því sem ber fyrir augu ferðalangsins:

Laxinn móti straumunum stökkin iðkar létt
stóðið glatt í haganum æfir langan sprett.
Yst á Vatnsdalsfjallinu Öxlin gnæfir yfir Þingið.
Ósköp er gaman að ferðast um Húnaþing. RB

Annar fræðimaður og tengdur Hrútafirði, Torfi Jónsson, safnaði efni til margra bóka. Í eina þeirrar safnaði Torfi úr fórum sínum vísum um róg og söguburð. Þar á margt skáldið snjalla hendingu:

Er lygin um loftið flýgur
og langvegu hæglega smýgur
um byggðir og víðavang,
sannleikur seinn á fæti
um sveitir og borgarstræti
lötrar sinn lestargang. Jakob Ó. Pétursson

Vor er á næsta leiti, tónleikar í kirkjum og sönghúsum, dagarnir lengjast að marki og fréttir berast af farfuglunum. Lítum til ljóða Indíönu Albertsdóttur sem fædd var að Neðstabæ í Norðurárdal og yrkir um sveitina sína:

Hér á ég margan mætan blett,
sem mér eru bernskukærir,
þar sem hoppa um lautir létt
lækir silfurtærir.

Þó eg flytti í fegri sveit
með fríða skógarlundi,
mela, holt og hlíðarreit
harma sárt eg mundi. IA

Um vordýrðina orti Indíana:

Er vorsins blíða varmadís
vekur lýð af dvala,
ein ég tíðum una kýs
uppi í hlíðum dala.

Vísað er til:

Ræðu Ragnars á Hótel Laka 2009: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=r0&ID=4810 Húnaflóavísur/RB: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5105
Nokkur  orð um kjaftasögur/TJónsson: http://bragi.info/hunafloi/vardveisla.php?U=n0&ID=8085
Minningarorð um Torfa Jónsson: http://ornbardur.annall.is/2012-06-18/torfi-jonsson-1919-2012/
Norðurárdalur/Indíana Albertsdóttir: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4612

Eldra stökuspjall:
Standbergshallir: http://www.huni.is/index.php?cid=12672
Lífsgleði njóttu: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=12647
Þeir urðu vinir á vondu ferðalagi: http://www.huni.is/index.php?cid=12589
Rökkrið sveipaði rauðum tjöldum að ranni mínum:http://www.huni.is/index.php?cid=12568
Túngarður í Tungunesi: http://www.huni.is/index.php?cid=12508
Pamfílar lukkunnar: http://www.huni.is/index.php?cid=12482

Organistapistlar á Húnahorninu 2014-2015
Fjöll, hjallar og fell. http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11908
Sól af hafi rís: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11831
Að eiga saman söng í hjarta: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11780
Kossar hríðarélja: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11724
Lindin tær og ljúfur blær: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11698
Á það hiklaust treysti: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11638
Vöktu þeir Jónas um nótt: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11521
Við hálfnað lag: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11508
Að gefa og þiggja gjafir: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11363
Að taka hrúta: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11363
Sjal í mildum faðmi: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11339
Af Blönduóskirkjukór og unglingnum á Bergsstöðum: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11279
Húnaflóabláminn: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=11225
Um páskamessur 2014 og prestsdætur á Auðkúlu: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10859
Æfing uppi á baðstofu á áttræðisafmæli Runólfs í Hvammi og rabb um Halldóru Bjarnad. á Héraðshælinu: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10798
Gæt mildingur mín orti Kolbeinn á Víðimýri: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10760
Ertu hjá mér Guð? spyr Sigurbjörn biskup: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10740
Breiði greinar móti sól, sagði skáldið af Kvennaskólanum, Ingibjörg Benediktsdóttir frá:http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10712
Sigli ég hátt í sólarátt kvað Jónas Tryggvason: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10670
Þá kýs ég að vinda upp voð sagði Páll Kolka: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=10635

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið