Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 18. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 19:10 0 0°C
Laxárdalsh. 19:10 0 0°C
Vatnsskarð 19:10 0 0°C
Þverárfjall 19:10 0 0°C
Kjalarnes 19:10 0 0°C
Hafnarfjall 19:10 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Kvennaskólinn. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson.
Kvennaskólinn. Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson.
Pistlar | 30. desember 2016 - kl. 13:17
Starfsemi Þekkingarsetursins á Blönduósi árið 2016
Eftir Katharina A. Schneider

Þekkingarsetrið hefur verið starfrækt í Kvennaskólanum á Blönduósi frá árinu 2012. Markmið setursins er m.a. að efla rannsókna- og þróunarverkefni á sviði textíls, strandmenningar og laxfiska á Norðurlandi vestra og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar- og fræðastarfs. Áhersla hefur verið lögð á verkefni á sviði textíls á árinu. Reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós að einn af helstu styrkleikum svæðisins er textíll og tækifærin á því sviði talsverð.

Unnið var að áframhaldandi uppbyggingu náms í samstarfi við Textílsetur Íslands. Í vor komu nemendur Listaháskóla Íslands í viku starfsnám í Kvennaskólann og fengu kennslu frá Jóhönnu Pálmadóttur og Ragnheiði B. Þórsdóttur, kennara við textíldeild Verkmenntaskólans á Akureyri. Gerð var samstarfsyfirlýsing við Heimilisiðnaðarsafnið um skráningu upplýsinga tengdum munum safnsins í gagnagrunn og aðgengi fyrir listamenn að safninu. Einnig var gerður samstarfssamningur við Textílsetrið varðandi ráðningu Ragnheiðar B. Þórsdóttur í tímabundið verkefni við skráningu vefnaðarmunstra sem varðveitt eru í Kvennaskólanum, ráðningu á sameiginlegum starfsmanni á skrifstofu og eflingu textíllistamiðstöðvarinnar. Listamiðstöðin sem rekin er í Kvennaskólanum á vegum Textílsetursins er á hraðri uppleið.  Listamenn frá öllum heimshornum dvöldu þar á árinu, 64 talsins, og stóðu m.a. fyrir mánaðlegum listsýningum. Þekkingarsetrið hlaut styrk frá Kulturkontakt Nord sem gerði því kleift að veita þremur listamönnum frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum að dvelja í listamiðstöðinni tvo mánuði í senn. Fyrsti styrkhafinn, Baiba Osite frá Lettlandi, kom í nóvember og boðið var upp á námskeið í silkimálun. Aðsóknin í textíllistamiðstöðina er orðin þannig að nauðsynlegt er að bæta vinnuaðstöðu, einnig vegna tækjakaupa. Þekkingarsetrið festi nýlega kaup á stafrænum vefstól frá Noregi. Hann er fyrsti vefstóllinn að þessari gerð sem keyptur er til Íslands. Horft er til þess að m.a. skólar, textílhönnuðir og veflistamenn geti nýtt sér vefstólinn í framtíðinni.

Catherine Chambers, sérfræðingur Þekkingarsetursins á sviði strandmenningar, lauk doktórsprófi við Háskólann í Fairbanks, Alaska þann 22. apríl. Grein eftir Catherine um rannsókn hennar,Thirty years after privatization: A survey of Icelandic small-boat fishermen”, birtist í fræðitímaritinu Marine Policy.  Daniel Govoni, sérfræðingur Þekkingarsetursins á sviði laxfiska, vann að rannsóknarverkefni um líffræðilega fjölbreytni í grunnvötnum, en Háskólinn á Hólum hlaut styrk frá Rannís árið 2014 vegna verkefnisins.

Starfsmenn Þekkingarsetursins voru með dagskrá tengda náttúruvísindum og ullarvinnslu á Háskóladeginum sem haldinn var á Blönduósi í maí. Þau veittu aðstoð við undirbúning Prjónagleði, hátíð fyrir prjónara sem haldin var á Blönduósi í júní á vegum Textílsetursins og samhliða Nes listamiðstöðvarinnar á Skagaströnd tóku þátt í verkefni vegna útgáfu tvítyngds tímarits um listir og listamanna sem ferðast til Íslands.

Starfsmenn hafa einnig haft umsjón með námsverinu í Kvennaskólanum og sátu yfir prófum háskóla- og framhaldsskólanema, samtals 79 próf á árinu. Fyrirlestur um miðaldatextílfræði og ýmiss námskeið á vegum Farskólans voru haldin í Kvennaskólanum á árinu, m.a. námskeið fyrir stuðningsfulltrúa í leik- og grunnskóla.

Fulltrúar frá Þekkingarsetrinu og Textílsetrinu heimsóttu Textiles Zentrum í Haslach í Austurríki í október, en það er öflugt þekkingarsetur á sviði textíls. Heimsóknin var lærdómsrík og sýndi fram á þá möguleika á uppbyggingu hér á svæðinu. Í framhaldi af heimsókninni var hafin vinna um eflingu textíltengdra verkefna á svæðinu.

Starfsmenn Þekkingarsetursins þakka fyrir árið sem er að líða og óskar öllum farsældar á komandi ári!

Fyrir hönd Þekkingarsetursins,
Katharina A. Schneider

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið