Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:23 0 0°C
Laxárdalsh. 13:23 0 0°C
Vatnsskarð 13:23 0 0°C
Þverárfjall 13:23 0 0°C
Kjalarnes 13:23 0 0°C
Hafnarfjall 13:23 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Tjarnarkirkja. Ljósm: kirkjukort.net
Tjarnarkirkja. Ljósm: kirkjukort.net
Pistlar | 06. júlí 2017 - kl. 18:44
Stökuspjall: Sitt hefur hver að vinna
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Sælir verið þér séra minn,
sagði ég við biskupinn.
Ansaði mér þá aftur hinn:
Þú áttir að kalla mig herra þinn.

Húsgangar voru vísur nefndar sem gengu milli húsa og bæja, höfundur löngu týndur, jafnvel búinn að gleyma þessu afkvæmi sínu og það hafði tekið kannski tekið stakkaskiptum, fyrripartur orðin að botni, ný lýsingarorð leyst önnur af hólmi o. s. frv. Tvö byggðarlög í Húnaþingi skáru sig úr með fjölda kvæðamanna og skálda, annað var á Laxárdal en hitt á Vatnsnesi. Þessar sveitir eru svo ólíkar sem verða má, dalurinn umlukinn háum fjöllum og stendur hátt, mátti kalla þar fannasveit en Vatnsnes gengur út í miðjan flóann, flestar jarðir sjávarjarðir og útræði var af bæjum þar. Á Vatnsnesi var prestsetrið Tjörn þar sem Björn Sigfússon alþm. á Kornsá ólst upp og skrifaði – góðu heillu – um eftirminnilegan kirkjugest á uppvaxtarárum sínum, hagyrðinginn og góðbóndann Guðmund Ketilsson á Illugastöðum. Á dögum Fjölnismanna sótti sr. Ögmundur Sívertsen um Tjörn en hafði þó meiri hug á Bægisá sem var líka laus og umsóknarversið hafði komist alla leið til danska kóngsins og ögn af stráksskap með:

Til Præstekaldet Bægisaa
er underdanigst min Attraa,
men kan jeg ikke dette faa
saa beder jeg om lille bitte Tjörn,
som með Sæl og Grönlandsis
kan fodre sine Börn.

Annað skáld Vatnsnesinga, Sigurður Jónsson, bjó á Tjörn og Ásbjarnarstöðum eftir að hann giftist, en flutti að Katadal 1922 þar sem hann bjó síðan:

Reynslu margra og raunir jók, 
að reynast sér í engu tryggur, 
og að vera eins og bók, 
sem opin fyrir hverjum liggur. 

Í minningagrein er honum svo lýst: Sigurður var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og knár, lagvirkur og góður verkamaður. Hann var vel greindur og prýðilega hagorður og kastaði oft fram lausavísum. Hann var gamansamur og glaumur og gleði var venjulega í fylgd með honum.

Sigurður Bjarnason velti einnig fyrir sér samskiptunum við heiminn:

Þegar fjandinn þrætulog
þróar anda svala
það er vandi að þegja og
það er grand að tala.

Önnur og einnig hringhend:

Gamlir skjalavinir vært
vægðartali sinni
ungur halur ei þó skært
orðavalið finni.

Sigurð Bjarnason tók sjórinn áður en hann varð hálfþrítugur, en aðdáunarvert og ótrúlegt er hve margar spildur hann náði að slá í Bragatúni – svo ungur maður:

Kvæðalýti mín ei má
mjög ávíta og lasta
því nú flýt ég yfir á
árið tvítugasta.

Sigurður elsti í Katadal var afi Sig. Bjarnasonar og yrkir magnað saknaðarljóð til konu sinnar, sem hann reyndar átti eftir að fá til baka:    

Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.

En lakar gekk honum að fá til baka höfundarrétt að ofangreindri vísu sem öðlaðist skjótt vængi, rómuð ástar- og saknaðarvísa og var kennd frægri skáldkonu, Rósu Guðmundsdóttur. Hún bjó á Vatnsenda í næstu sveit við höfundinn.       

Í upphafsvísu spjallsins heyrðum við óm frá stéttskiptingu fyrri alda, stundum tölum við um Jón og séra Jón og ólík hlutskipti þeirra. Og enn breyttust siðir þegar komið var á biskupsgarðinn og mætti kveikja langan pistil. Frestum honum en grípum eina stöku frá Hólum, fulla með stráksskap: skólameistarinn að kemba og biskupsfrúin að spinna, þau unnu að tóskap eins og Blönduósingar iðka – í öllum stéttum – þegar skreyta skal bæinn og klæða hlýju kaldan ljósastaur:

Hálfdán kembdi í holunni,
húsfreyjan var að spinna,
biskupinn svaf í sænginni.
Sitt hefur hver að vinna.

PS Ljósmyndarinn á Prjónagleðinni sýnist hafa notað dróna til að ná glæsileika prjónahringsins við Blönduós, munum eftir að stækka myndina með því setja bendilinn yfir hana.

Vísað er til:
Ögmundur Sívertsson http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=16083   
Tjörn á Vatnsnesi  https://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20NL%20tjarnarkirkja_hun.htm   
Björn Sigf./Um GKetilsson http://stikill.123.is/blog/record/514230/    
Af sonum Kvæða-Ketilss http://stikill.123.is/blog/record/508919/   
Lögð var Ögn https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13418     
Sigurður Jónsson í Katadal http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=s0&ID=17580  
Sig.Bjarnason frá Katadal http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=15236 
Vetrarkvíði Sig.Ól. http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5221     
Að lokinni Prjónagleði 2017 https://www.huni.is/index.php?cid=13852   

Fleiri skáld af Vatnsnesi:
Valdimar K. Benónýsson Ægissíðu http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=15241 
Kristján Ívarsson Gjögri http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=k0&ID=17557
Eðvarð frá Stöpum http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=e0&ID=15895
Guðmundur Bergþórsson http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=g0&ID=15247 

Í Tjarnarkirkju verður sumarmessa eftir rúman mánuð, þ. e. sunnudaginn 20. ágúst kl. 14.

Vertu velkominn til kirkjunnar á Vatnsnesi lesari góður! Þar verða líka rifjaðar upp vísur og kveðnar nokkrar stökur.

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið