Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 28. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 19:35 0 0°C
Laxárdalsh. 19:35 0 0°C
Vatnsskarð 19:35 0 0°C
Þverárfjall 19:35 0 0°C
Kjalarnes 19:35 0 0°C
Hafnarfjall 19:35 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Bókakaffi í Varsjá. Ljósm: Ingimundur G. Axelsson.
Bókakaffi í Varsjá. Ljósm: Ingimundur G. Axelsson.
Pistlar | 06. nóvember 2017 - kl. 11:42
Stökuspjall: Með allan heim að baki
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Að mér læðast hlýtt og hljótt
hugðar kæru efnin.
Þessi varð mér vökunótt
verðmætari en svefninn.

Höfundurinn Björn Leví Gestsson bjó á Refsstöðum, alinn upp á Björnólfsstöðum og bróðir Bjarna bónda þar. Um búskap Björns Leví á Laxárdal segir: Björn er mikill dugnaðarmaður og stórhuga, húsaði bæinn að nýju og reisti mikil peningshús. Gerði og fleiri jarðarbætur. Björn Leví flutti suður og seinasti bóndi á Refsstöðum var Sveinn Hannesson skáld frá Elivogum. Björn Leví er langafi Heiðrúnar Dóru bókavarðar á Selfossi og nafni hans og afkomandi er Björn Leví Gunnarsson, sem var þingmaður fyrir pírata. Björn á Refstöðum orti:

Ég finn hvergi gullin gull,
gremju fergjast málin.
Lífsins ergifullu full
friðlaus bergir sálin.

Engum glaður uni stað
ógnir skaðakjara.
Hugann laða leiðum að
lífsins svaðilfara.

Björn Leví hampar hringhendunni að vonum:

Hugann yngir að ég ber
ást á hringhendunni.
Hún óþvinguð þykir mér
þæg og slyng í munni.

Búferli til borgarinnar eru allt annað og minna fyrirtæki en vesturfarirnar fyrir 1900 en strangt hefur þó verið að hverfa frá húsum sínum og lendum sem lítt seldust og þá lágu verði og eins þeim sem eftir dvöldu að sjá á eftir góðum vinum og grönnum. Gunnar prestur á Æsustöðum sem skrifaði ágætan þátt af búskap og menningu á Laxárdal og vitnað er til hér að ofan, hann sá byggðina grisjast og flutti eftir nær þrjátíu ára þjónustu í dölunum suður til Kópavogs, en hélt áfram að hlúa að Sögufélaginu og fleiri menningarmálum Húnvetninga þrátt fyrir að þjóna bæði Kópavogs- og Bústaðasóknum.

Á ferð um slóðir Einar Ben í Herdísarvík kvað prestur:

Hér við ystu úthafsströnd
með allan heim að baki
rétti skáldi Herrann hönd
hinsta flugs í taki.

Lára á Botnastöðum, öldungur úr Hlíðarhreppi lést 4. okt. á 102 ári og vinir og vandamenn minntust hennar eins og maklegt var á jarðarfarardegi í Mbl. 20. okt. Söngvarinn og fóstursonur hennar, Stefán Hilmarsson, ritaði eftir ömmu sína:„Amma átti óvenju langa ævi, naut ágætrar heilsu lengst af og hugurinn var skarpur fram á lokasprettinn. Það leit þó ekki alltaf út fyrir langlífi, á unglingsárunum veiktist hún af berklum, en sá sjúkdómur lagði marga í gröfina. Föður sinn missti hún á áttunda árinu en hann lést úr lungnabólgu. Greip þá skiljanlega um sig örvænting í torfbænum á Botnastöðum hvar amma og fjögur systkini hennar fæddust, en tvö voru látin, eins árs og fimm ára drengir, sem báðir hétu Stefán. En með góðra vina hjálp hélt búskapurinn áfram."

Frá Stefáni í Vatnshlíð f. 1820, afa Stefáns Sveinssonar ráðsmanns á Botnastöðum og fornbókasala, langafa Láru heitinnar og afa Péturs í Vatnshlíð eru Stefánsnöfnin komin, þar fóru bókhneigðir, greindir, skemmtilegir og skapandi húmanistar. Stefán söngvari sýnist þar enginn ættleri fremur en Lára amma hans.

Margrét organistadóttir frá Bergsstöðum, hún Gréta Gísla, var fermingarsystir Láru og gaman var að heyra Láru rifja upp ferð þeirra stallsystra til prestsins út að Æsustöðum til spurninganna, sem nú er kallað fermingarundirbúningur. Komið var fram á vor, Hlíðaráin í vexti og búið að brúa hana. En í galsaskap unglingsins beina þær hestunum að ánni langt fyrir neðan brúna og komast þar klakklaust yfir.

Í síðasta mánuði tók ritari þátt í 8 daga kúltúrferð til Varsjár, Vilníus og Vítebsk en þar fæddist málarinn og gyðingurinn Marc Chagall. Myndir hans voru sýndar í Reykjavík á Listahátíð 1988 og þá var gefin út bók með málverkum hans og sögu. Í Varsjá eiga þeir bókakaffi eins og finna má í Árborg. Á Selfossi er Bjarni Harðar bóksali að gefa gömul merkisrit eins og Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu og sögu Monika á Merkigili.

Fundalota í Húnabúð/Skeifunni 11 þann 15, 22. og 29. nóv.
mi. 15.11 kl. 17  Tómas R Einarsson bassaleikari segir frá afa sínum og nafna og ömmu á Blönduósi, fer með ljóð og vísur eftir þau og flytur eigin tónlist af diskum og myndskjá.
mi. 22.11 kl. 17 dr. Vilhelm Vilhelmsson fjallar um nýja bók sína, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. 
mi. 22.11 kl.17  Hvar er ljóðið mitt? Nokkrir ljóðaunnendur lesa uppáhaldsljóð sitt.

Kaffisopi og kökuflís í fundarlok.  Ætli við leggjum ekki 1000 kall í kaffisjóð! 

Tilvísanir:
Björn á Refsstöðum: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=30296
Stökuspjall um sr. Gunnar á vondu ferðalagi: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12589
Sr. Gunnar í Herdísarvík: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=24989
Eldra stökuspjall, m. a. Um Láru Gunnarsdóttur og Stefán söngvara, sem ber nafn ömmubræðra sinna: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=14138
Málarinn Marc Chagall: https://en.wikipedia.org/wiki/Marc_Chagall
Bókakaffið á Selfossi: https://www.facebook.com/bokakaffid/

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið