Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 20:52 0 0°C
Laxárdalsh. 20:52 0 0°C
Vatnsskarð 20:52 0 0°C
Þverárfjall 20:52 0 0°C
Kjalarnes 20:52 0 0°C
Hafnarfjall 20:52 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Vatnsnes
Vatnsnes
Pistlar | 10. janúar 2018 - kl. 10:59
Stökuspjall Já, einhvern daginn!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Enginn veit sína ævina . . . skreppur stundum upp úr okkur þegar einhverju óvæntu bregður fyrir og einlægt eru á förum vinir og frændur yfir móðuna miklu – svona til að minna á orðtakið.

Jón í Ártúnum tók að sér söngstjórn í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á örlagastundu haustið 1952. Fráfarandi söngstjóri, sem var Jónas bróðir hans, afsagði með öllu að bæta við vetri og tvítugur kórfélagi og efnismaður, Óskar Eyvindur á Eiríksstöðum, skoraðist eindregið undan því að takast þennan vanda á hendur. Og Jón dróst á að stjórna kórnum en aðeins þennan eina vetur. Þeir urðu reyndar 35. En Jón hafði tekið fram að ekki færi hann með kórinn út úr sveitinni, þeir gætu haft sínar samkomur heima í sveitinni eins og verið hefði, þær voru í gamla þinghúsinu í Bólstaðarhlíð, en forlögin tóku af honum ráðin eins og verða vill. Þetta var líka árið sem ungprestar fóru að sækja í dalina okkar, sá sem kom ´52 – eða í byrjun næsta árs – hét Birgir Snæbjörnsson og kom strax í kórinn.

Hólmfríður Daníelson fæddist út á Kaldrana 1899, flutti ársgömul vestur um haf með foreldrum sínum og enginn spurði hana, en þökk sé Húnavöku, ársriti USAH og Jakobi Þorsteinssyni að þar má finna ljóð þessa skáldmælta Íslendings, þýtt úr ensku af Þorsteini Valdimarssyni og birt í Húnavöku 1976. Hólmfríður lýsir vel draumunum sem okkur langar að klæða veruleikann í. Já, svona einhvern daginn!:

Ég vinn það afrek, er vænti ég lengst
einhvern daginn.
En fjölbreytt önn kallar að um sinn
mér endist naumlega dagurinn
allt hugsanlegt kallar huga minn
út í bláinn.

En er ekki kórstarf í dreifðum byggðum að stórum hluta á draumum byggt. Líklega í borginni líka. En kórinn fór út úr sveitinni með söngstjórum sínum: Jóni, Gesti, Sveini og Skarphéðni og var að syngja fyrir heiminn, bæði þá og áður. Margir báðu líka um söng þeirra við útfarir. Sá kafli hófst 1930 með útför sr. Stefán á Auðkúlu. En karlakórinn hreppti stóran vinning 2017 þegar þeir fóru í sína síðustu ferð fyrir jólin. Áfangastaðurinn var myndver Stöðvar 2 á Suðurnesjum og sungu þar fyrir landsmenn í beinni útsending. Og heimurinn valdi þennan kór bestan og sýndi með vali sínu hvað söngur karlakóra er okkur hjartfólginn:

Ég yrki ljóðið, sem lengst mín beið
einhvern daginn.
En engið glitrar af dögg í dag
mér dvelst við lækjarins báruslag
og sofna meðan hann sönglar lag
út í bláinn.

Fyrrum voru kórmennirnir innan marka hreppsins nema Pétur á Höllustöðum sem flutti vestur yfir Blöndu til Huldu konu sinnar en kom gjarnan austur yfir á æfingar. Þá var líka talsvert ferðalag að fara vestur til Svínvetninga til að halda söngskemmtun. Elísabet á Gili segir í bréfi til systur sinnar 30. maí 1937:

„Piltarnir eru vestur í Samkomuhúsi Svíndælinga að syngja þar, fá 70 krónur kr. fyrir túrinn, þeir sungu í Hlíð á sunndaginn var og tókst langt fram yfir það sem ég bjóst við. Við höfum nú öll frítt héðan og eins frá Tungu fyrir það að æfingarnar hafa verið á þessum bæjum.“

En áfram heldur kórinn að syngja, fyrir heiminn og fyrir sveitungana sem studdu hann vel í síðustu ferð. Þeir ætla suður í vetur að syngja fyrir borgarbúana og sveitunga sína sem þar búa og síðan til Ítalíu er sumrar. Og hefðbundið kaffikvöld verður í Húnaveri á laugardaginn. En þar er orðið þröngt þegar allur kórinn er kominn á sviðið í þessu stóra félagsheimili. Félagssvæðið nær nú vestan af Ásunum, út á Strönd, norður á Krók og Varmahlíð. Og kórinn fær ekki betra tækifæri næstu hundrað árin til finna sér liðlegura nafn, en verður að sjálfsögðu að leggja að það gamla varlega frá sér því vel hefur það dugað söngflokknum, eins og Elísabet á Gili kallaði kórinn stundum – eða bara piltana. Blöndukórinn, Karlakórinn Bláinn eða Húnar, voru nöfn sem komu upp í kvöldrabbi nokkurra Húnvetninga í suðurbyggðum á sunnudagskvöldið. Og frænka mín í Garðinum, hún Unnur Björk þurfti einlægt að fá fréttir af gamla kórnum sínum, þó hún flytti unglingur úr dalnum og er nú alflutt héðan en fær kannski fréttir enn. Sama gildir um fjölmarga tryggðavini kórsins.

Já, einhvern daginn gerist það!

Af Snæbirningaætt úr Grímstungu er Sigrún frá Litladal sem yrkir um blámann á Húnaflóa:

Bára á fleti tiplar tær
tindrar sólargljái
hrifning mína fangað fær
flóinn himinblái.

Og vísan sú eignaðist frænku:

Öldufaldur tognar tær,
tindrar sjávargljái,
Haraldsdóttur heillað fær
Húnaflóinn blái.

Ljúkum spjallinu með lokavísu konunnar og skáldsins góða sem fæddist á Kaldrana í lok 19. aldar: Ó, dagar, komnir og horfnir hjá:

Og skuggar Laufdala lengjast brátt
hinsta daginn.
Ó, svipir morgna er hurfu hjá
sem hind á kvöldskóga, vængjaðir þrá.
Nú stendur Heiðmörkin hélugrá.
Ó, dagar, komnir og horfnir hjá
út í bláinn.

Dægraflug: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5598
Húnavaka 1976: http://timarit.is/files/35255868.pdf#navpanes=1&view=FitH
Sigrún Haraldsdóttir: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=26082  

​Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið