Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:10 0 0°C
Laxárdalsh. 00:10 0 0°C
Vatnsskarð 00:10 0 0°C
Þverárfjall 00:10 0 0°C
Kjalarnes 00:10 0 0°C
Hafnarfjall 00:10 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 28. janúar 2018 - kl. 21:17
Er smátt virkilega svo fallegt, er stórt virkilega svo ljótt? Stærð, árangur og lýðræði í sveitarfélögum.
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Það er líklega að bera í bakkafullann lækinn að ræða eða skrifa um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu. Mér vitanlega hefur engin slík umræða farið fram. Það er þá helst að sveitarfélögin hafi látið kanna hagkvæmni sameiningar en KPMG vann skýrslu um þetta fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Seinni part sumars komu fréttir um að sveitarfélögin hafi samþykkt að ganga til viðræðna um sameiningu eða samstarfs sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu en svo heyrðist ekkert frekar. Það er vel þekkt að við svona aðstæður heyrast óstaðfestar fréttir. Undirritaður hefur heyrt að sameiningarferlið hafi gengið svona og svona vegna þess að Skagabyggð, Húnavatns-hreppur eða Skagaströnd hafi dregið lappirnar. Þetta hefur þó ekki  verið staðfest mér vitanlega.

Þann 26. janúar s.l. birtist fréttatilkynning á Húnahorninu um að sveitarfélögin í Austur Húnavatnssýslu hafi gert samning við ráðgjafarfyrirtækið Ráðrík ehf um vinnu við framtíðarskipan sveitarfélaga í sýslunni. Svo virðist sem vinnu ráðgjafafyrirtækisins skuli vera lokið fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og að nýjar sveitarstjórnir munu taka afstöðu til tillagna ráðgjafafyrirtækisins eftir kosningar. Skipta þá sveitarstjórnarkosningarnar í vor litlu eða engu máli? Nei síður en svo. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að þekkja skoðanir þeirra sem bjóða sig fram til sveitarstjórnar. Hingað til hafa fulltrúar listanna tveggja sem boðið hafa fram í Húnavatnshreppi ekki viljað sameiningu við önnur sveitarfélög í Austur Húnavatnssýslu eða ekki talið hana tímabæra en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í vor. Kemur fram listi í Húnavatnshreppi sem vill sameina sveitarfélögin og/eða munu listarnir sem fyrir eru skipta um skoðun?

Ég nefni Húnavatnshrepp sérstaklega enda þekki ég best til þar. Það er gott að almenn og opin umræða fari af stað innan sveitarfélaganna því hingað til hefur hún engin verið. Ef sameiningin verður samþykkt af öllum sveitarfélögum eða 2/3 hluta þeirra getur sameiningarferlið haldið áfram. Það er síðan ráðuneyti sveitarstjórnarmála sem tekur ákvörðun um með hvaða hætti sameiningin verður að fenginni tilllögu stjórnar um undirbúning hins nýja sveitarfélags en þar er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að fram fari almenn kosning til sveitarstjórnar um hið nýja sveitarfélag en hin leiðin er að sveitarstjórn eins hinna sameinuðu sveitarfélaga tekur yfir stjórn þess nýja til loka kjörtímabils. 

Hvað kemur fyrirsögnin öllu því framanrituðu við? Fyrirsögnin er fengin að láni úr grein K. Newton, Háskólanum í Dundee. Ég ætla ekki að þreyta nokkurn með því að gera ítarlega grein fyrir að hverju höfundur komst í greininni og afhverju hann komst að þeirri niðurstöðu heldur láta nægja að greina frá niðurstöðum. Niðurstöður höfundar eru að virkni í stærri sveitarfélögum er síst minni og getur verið mun meira en í litlum sveitar-félögum. Jafnframt hallar ekkert á lýðræðið og stærð sveitarfélags og jafnvel er lýðræðið meira í „stórum“ sveitarfélögum en „litlum“.

Það hefur oft komið fram að hagkvæmi stærðar gildir líka í sveitarfélögum. Þetta var helsta niðurstaða KPMG skýslunnar sem unnin var fyrir sveitarfélögin á Austur Húnavatnssýslu og kom út fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðustu. Sveitarfélögin í Austur Húnavatnssýslu eru það lítil að hvert og eitt þeirra hefur ekki bolmagn til að sinna verkefnum sínum eitt og óstutt heldur er það gert í samstarfi við önnur sveitarfélög í sýslunni (byggða-samlög). Er lýðræðishallinn meiri í „stórum“ sveitarfélögum en litlum? Mörg sveitarfélög reka leik- og grunnskóla. Án efa eru þetta stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Hlutverk og verkefni sveitarfélaga er ekki bara að reka leik- og grunnskóla. Nefna má Félags- og skólaþjónustu, Tónlistarskóla og Brunavarnir. Í Húnavatnshreppi eru þessi verkefni leyst með samstarfi við önnur sveitarfélög í sýslunni í byggðasamlögum. Það fara ekki fram kosningar í byggðasamlög heldur ræður meirihlutinn hver er fulltrúi sveitarfélagsins í hinum ýmsu byggðarsamlögum. Fyrir lítið sveitarfélag eins og Húnavatnshrepp er viðbúið að megnið af tekjum hefur þegar verið ráðstafað og sveitarstjórnin hefur í raun mjög lítið fjármagn úr að spila. Að leysa verkefni með samstarfi sem almennur kjósandi hefur engin áhrif á sýnir að það hallar á lýðræði í litlum sveitarfélögum eins og Húnavatnshreppi.

Vonandi gefst  sem flestum kostur á að ræða við fulltrúa ráðgjafafyrirtækisins Ráðríks. Kannski væri ekki úr vegi að halda opin fund um málefnið í sýslunni.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið