Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 20. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 17:39 0 0°C
Laxárdalsh. 17:39 0 0°C
Vatnsskarð 17:39 0 0°C
Þverárfjall 17:39 0 0°C
Kjalarnes 17:39 0 0°C
Hafnarfjall 17:39 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 21. apríl 2018 - kl. 22:58
“ánægja með kostnaðarþátttöku
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Hrósið fær hið afskaplega fagmannlega og færa starfsfólk Landspítalans. En það vill þannig til að ég hef fengið að kynnast störfum margra þeirra af eigin raun frekar náið á undaförnum tæplega fimm árum. Jafnvel betur en ég hefði svo sem kosið.

Er ég þá að tala um þjónustu og viðmót, hlýju, áhuga og velvild. Bæði lækna og hjúkrunarfræðinga sem og sjúkraliða, fólks í móttöku, meinatækna, starfsfólks geisladeildar, þvagfæra- og krabbameinsdeilda og bara nefndu það.

Um er að ræða sérfræðinga sem starfa undir miklu álagi og mörg við heldur erfiðar aðstæður. Því er í raun algjörlega ótrúlega magnað hvað allt gengur oftast vel fyrir sig og í hversu miklu jafnvægi þessir bráðnauðsynlegu þjónar okkar yfirleitt eru. Þjónar sem þurfa jafnvel að vera að greina fólki frá því daginn inn og daginn út að það hafi greinst með ólæknandi lífsógnandi sjúkdóma. Fólk sem færir góðar fréttir og slæmar. Sérfræðingar sem sjá góðan árangur en verða einnig í of mörgum tilvikum að tilkynna að meðferðir séu ekki að skila tilætluðum árangri. Og verða jafnvel líka bara að reyna að lina þjáningar svo lokaspretturinn verði sem bærilegastur.

Það fagfólk sem í slíkum stormi stendur þarf líka á utan um haldi og umönnun að halda svo það haldi ferskleika sínum og metnaði og brenni ekki út langt fyrir aldur fram. Gleymum því ekki.

Kostnaðarþátttökukerfi í molum

Í síðasta mánuði hitti ég hinsvegar langveikan mann á Landspítalanum með ólæknandi lífsógnandi sjúkdóm sem sagðist hafa greitt á einni viku fyrir lyf og læknisþjónustu um kr. 50.000.- Inni í þeirri upphæð voru samt engar myndrannsóknir sem hann hefur reyndar á undanförnum árum margoft þurft að fara í gegnum.

Það er því eins og kostnaðarþátttöku kerfið okkar sé ekki alveg að virka eins og það þyrfti með góðu móti að gera. Langveikt fólk með lífsógnandi sjúkdóma getur átt mjög erfitt með að reiða slíkar fjárhæðir og hvað þá hærri fram reglulega.

Er ekki rétt að vekja athygli ráðamanna á þessu núna þar sem ég er ekki viss um að fólk sé almennt að átta sig á þessu.

Lífið er núna, gleymum því ekki. Það er gott fólk þarna úti sem hefur ekki þolinmæði þar til í lok kjörtímabils og hvað þá fram í það næsta. Ég veit ekki um neinn sem vill hafa þetta svona. Nú þurfa okkar ágætu ráðamenn að bretta upp ermar. Því var lofað fyrir kosningar að á þessu yrði tekið.

Koma svo! Sýnum raunverulegan metnað í verki. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!

Nýr spítali

Þá má ljóst vera að aðstaða bæði starfsfólks og þeirra skjólstæðinga sem þjónustu og aðstoð þurfa að sækja á Landspítalann við Hringbraut er orðin mjög bágborin. Má nefna aðstöðu þeirra sem þurfa að skjóta sér inn í þrönga klefa til að afklæðast fyrir geislameðferð en þó enn frekar fyrir myndrannsóknir. Þetta getur nefnilega eðli máls samkvæmt verið fólk farið af kröftum og eða í misjöfnum þyngdarflokkum sem á erfitt með að athafna sig við slíkar aðstæður.

Einnig má benda á aðstöðu þeirra sem koma á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga. Ekki síst þegar kemur að því að bíða eftir því að fá þar til gerðan vökva í æð. Þá þarf starfsfólkið þolinmóða í sífellu að vera að skauta framhjá skjólstæðingum sínum sem sitja eða standa eins og illa gerðir hlutir um alla ganga. Einnig er afar athyglisvert að jafnvel á kaffistofu starfsfólksins sitja skjólstæðingar sem bíða eftir að komast að. Þetta er náttúrulega engan veginn boðlegt, það ætti öllum að vera ljóst.

Við þurfum því nýjan spítala eins og um hefur verið talað og áætlanir gera ráð fyrir. Nema hvað að við þurfum hann strax. Slík bygging þarf að rísa með sama hraða og hótel í miðbænum hafa verið að gera og bankar. Þetta verður að vera forgangs verkefni. Þetta mál þolir enga bið.

 Sjálfum finnst mér ekki góð hugmynd að reisa nýjan spítala við Hringbraut þar sem akstursleiðir og aðgengi að því svæði verða vart við unandi nema með verulegu raski og tilfæringum. Nefnd hafa verið svæði með betra aðgengi eins og Vífilsstaðir og jafnvel enn frekar í Keldnaholtinu sem mér finnst mjög áhugaverður kostur. Ég geri mér þó grein fyrir að skoðanir um þetta kunna að vera skiptar. Aðal málið er að hefjast handa strax og láta framkvæmdina ekki taka of langan tíma. Þetta er búið að velkjast allt of lengi í allskyns vangaveltum og þrætum sem takmörkuðum árangri hafa skilað.

Brettum nú upp ermar. Það þarf þjóðar átak. Setjum málið í forgang. Stöndum saman og verum stolt af.

Eru ekki annars bara allir í stuði? :-)

Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið