Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:26 0 0°C
Laxárdalsh. 05:26 0 0°C
Vatnsskarð 05:26 0 0°C
Þverárfjall 05:26 0 0°C
Kjalarnes 05:26 0 0°C
Hafnarfjall 05:26 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Stofnfélagaskrá.
Stofnfélagaskrá.
Fyrsta skóflustungan tekin að riffilbraut.
Fyrsta skóflustungan tekin að riffilbraut.
Pallarnir sópaðir fyrir NLM-OPEN 2018.
Pallarnir sópaðir fyrir NLM-OPEN 2018.
Riffilbraut
Riffilbraut
Sett upp skilti 2018.
Sett upp skilti 2018.
Unnið við salernisaðstöðu 2014.
Unnið við salernisaðstöðu 2014.
Unnið við skjólveggi 2017.
Unnið við skjólveggi 2017.
Þökulagning 2015.
Þökulagning 2015.
Pistlar | 02. september 2018 - kl. 08:58
Skotfélagið Markviss er þrjátíu ára í dag
Eftir Guðmann Jónasson

Það var þennan dag, annan september 1988 sem nokkrir áhugasamir einstaklingar komu saman á Hótel Blönduósi og stofnuðu Skotfélagið Markviss. Fundarstjóri var Þorsteinn Ásgeirsson formaður Skotíþróttasambands Íslands og honum til aðstoðar Ferdinand Hansen formaður Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Tillaga kom frá Ágúst Sigurðssyni frá Geitaskarði um nafnið Markviss, og var það samþykkt af fundargestum.

Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð að formaður var Arnbjörn Arason,gjaldkeri Vignir Björnsson og ritari Björn Logi Björnsson.

Hafist var handa við að finna hentuga staðsetningu fyrir skotæfingasvæði hins nýstofnaða félags, ýmsir kostir voru skoðaðir en að endingu var félaginu úthlutað svæði austan flugvallarins og hefur verið þar allar götur síðan. Samningur milli Skotf.Markviss og Blönduóssbæjar um afnot svæðisins var undirritaður í nóvember 1989.

Fyrstu árin var mikil starfsemi innan félagsins, haldin voru landsmót , félagið sá um verklega kennslu á skotvopnanámskeiðum og svo mætti lengi telja.

Þegar leið að aldamótum höfðu ýmsir af virkustu félagsmönnum Markviss dregið sig í hlé eða flutt úr heimahögunum og starfsemi félagsins orðin í lágmarki. Árin 2000 til 2004 óx starfsemin jafnt og þétt og það er svo árið 2005 sem fyrsta mótið er haldið á skotsvæði Markviss eftir lagt hlé, þar var um að ræða Norðurlandsmeistaramót í Skeet en það er haldið árlega af skotfélögum hér norðan heiða. 2006 er svo haldið Landsmót STÍ á svæðinu eftir 10 ára hlé, og hefur það verið árviss viðburður æ síðan.

Árið 2009 festi félagið kaup á nýjum kastvélum enda ekki vanþörf á þar sem þær sem fyrir voru höfðu verið fengnar notaðar þegar völlurinn var settur upp um 1990 og voru orðnar úr sér gengnar. Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað á skotsvæði Markviss, byggður var pallur umhverfis félagsaðstöðuna 2013,Byggt var salernishús 2014. Skeet völlurinn þökulagður 2015. Keyptur gámur, settur upp og klæddur að utan árið 2016 og grafin langþráð 300m riffilbraut haustið 2017.

Það sem af er ári 2018 er búið að girða af það landsvæði sem Skotfélaginu er ætlað til iðkunar sinna íþróttagreina, setja upp yfirskotsvörn í riffilbraut og undirbúa byggingu aðstöðu skýlis í enda hennar. Stefnt er að því að vinnu við riffilbraut ljúki árið 2019. Þá er í ferli að koma upp aðstöðu til iðkunar fleiri haglagreina og ber þar fyrst að nefna Norrænt Trap og Compak Sporting en báðar þessar greinar eru tiltölulega nýjar keppnisgreinar innan Skotíþróttasambands Íslands og njóta vaxandi vinsælda hérlendis sem og erlendis.

Skotfélagið Markviss er í dag eitt af virkustu aðildarfélögum STÍ og á keppnisfólk í fremstu röð bæði í hagla- og kúlugreinum. Félagið er eitt af fyrirmyndarfélögum Íþrótta og Ólympíusambands Íslands og var fyrst aðildarfélaga USAH til að hljóta þá nafnbót árið 2016.

Hér hefur aðeins verið drepið á því helsta í sögu félagsins. Stefna félagsins hefur ávallt verið að bjóða félagsmönnum og öðru áhugafólki um iðkun skotíþrótta upp á bestu aðstöðu til æfinga og keppni og mun engin breyting verða þar á.  Með tilkomu aðstöðu fyrir fleiri greinar munu skapast möguleikar á auknu mótahaldi og æfingabúðum fyrir keppendur annarra félaga innlendra sem erlendra

Eins og fyrr greinir er vinna í gangi við lokafrágang riffilbrautar og undirbúningur hafinn við uppsetningu Trap og Compak Sporting vallar, einnig eru uppi hugmyndir um aukna skógrækt umhverfis skotsvæðið.

 Sú uppbygging sem verið hefur á svæðinu og árangur okkar keppnisfólks kemur ekki af sjálfu sér. Félagið hefur notið velvilja ýmissa fyrirtækja og einstaklinga hér í sýslunni  auk þess sem bæjaryfirvöld Blönduóssbæjar hafa staðið þétt við bak félagsins líkt og annarra íþróttafélaga sem starfa innan sveitarfélagsins, þessir aðilar eiga miklar þakkir skildar og  þá einnig  félagsmenn sem lagt hafa hönd á plóg við að gera félagið og aðstöðu þess að  því sem hún er í dag.

F.h. stjórnar Skotf.Markviss

Guðmann Jónasson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið