Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 17:42 0 0°C
Laxárdalsh. 17:42 0 0°C
Vatnsskarð 17:42 0 0°C
Þverárfjall 17:42 0 0°C
Kjalarnes 17:42 0 0°C
Hafnarfjall 17:42 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 01. júlí 2019 - kl. 07:35
Tíminn og eilífðin
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Tíminn stöðugt tifar áfram líkt og tímasprengja sem komið hefur verið fyrir í tilveru okkar og farangri, líkama, náttúru og andrúmslofti. Hann nartar sig smám saman inn að beini og tærir okkur upp svo við megum okkur lítils.

Til að nýta tímann sem best í okkar allra þágu hver sem við erum og hvar sem við búum held ég að það sé því afar mikilvægt að verja honum vel og láta eitthvað gott af okkur leiða og eftir okkur liggja svo að okkur farnist vel sem manneskjum hér á jörð.

Til dæmis með sameiginlegri hugsjón og sameiginlegu átaki í náttúruvernd og í loftslagsmálum. Þar sem náttúran og andrúmsloftið fá að njóta vafans með skynsamlegri nýtingu fyrir mannkynið. Að ég tali nú ekki um með því að rækta okkur sjálf andlega dag frá degi, kvölds og morgna, þannig að við komumst nær tilgangi okkar og kjarna lífsins. Og með því að koma upp kærleiksríkri og lífvænlegri stefnu í að hlúa að börnum þessa heims svo við sem mannkyn náum að fóta okkur betur á þeim lífsins torfæra velli sem ævi allt of margra er.

Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er klárlega það að vanda okkur í  samskiptum og leggja áherslu á að rækta samskipti með samtali og virkri hlustun, heilbrigðum, jákvæð og uppörvandi skoðanaskiptum. Því við getum gert svo miklu betur í þeim efnum. Auka þannig skilning á stöðu hvert annars, uppruna, skoðunum og trú. Í þeim augljósa tilgangi að leggja okkar sameiginlega af mörkum til að gera jörðina lífvænlegri og byggilegri, enn um sinn, á meðan við höfum eitthvað um það að segja. Hægja þannig ef til vill örlítið á tímanum ef svo má segja sem getur meðal annars falist í því að breyta um orkugjafa og endurskoða neysluvenjur.

Við þurfum nefnilega að huga vel að því hvernig við eyðum tímanum svo hann eyði okkur ekki fyrr en við vildum.

Horfum til himins

Svo er alltaf gott að horfa bara til himins og finna friðinn streyma í hjartað. Það er nefnilega svo gott að vita til þess að við erum ekki ein í þessari veröld og að við munum ekki lokast hérna inni, brenna upp, drukkna eða kafna sem mannkyn.

Við eigum nefnilega eilífan frelsara að. Höfund og fullkomnara lífsins, gleymum því ekki. Skaparann sjálfan, Guð almáttugan sem andaði í okkur lífi og vill okkur vel. Frelsara alls sem lifir, sem elskar okkur út af lífinu. Frelsara sem vill fá að umvefja okkur sínum lífsins anda og englum sem styðja okkur og styrkja á ævinnar holóttu götu til góðra verka. Til að gera heiminn lífvænlegri og betri fyrir okkur öll. Frelsara sem býðst svo til að bera okkur inn til ljóssins og lífsins eilífa þegar að því kemur og við getum ekki meir. Felum okkur honum á vald, því þá verður allt eitthvað svo ekki bara heldur skárra heldur miklu betra.

Jesús sagði: "Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða." Höfum það hugfast.

Ég á mér draum

Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur, vonbrigði, vonleysi og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð.

Þó við eigum aðeins eitt líf þá heldur það áfram hvernig sem allt fer. Því er mikilvægt að við látum ekki fylla okkur af neikvæðni og vonleysi. Höldum áfram að leitast við að leggja okkur fram og gera okkar besta. Lifa í trú, von og kærleika. Því kærleikurinn, vonin og trúin bera okkur alla leiðina heim að lokum.

Með kærleiks- samstöðu- og friðarkveðju.

Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið