Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 20. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:56 0 0°C
Laxárdalsh. 04:56 0 0°C
Vatnsskarð 04:56 0 0°C
Þverárfjall 04:56 0 0°C
Kjalarnes 04:56 0 0°C
Hafnarfjall 04:56 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 11. október 2019 - kl. 10:01
Opinbert spjall um trúmál og lífsskoðanir
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Nú er það löngu orðið svo að við búum í heimi þar sem nálægðin við fjarlæg og framandi menningarsvæði, lífsskoðanir og gildi verður æ meiri og blöndun kynþátta og fólks af ólíkum uppruna æ algengari.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá lifum við flest eftir einhverskonar viðmiðum um hvað sé æskilegt og hvað sé óæskilegt. Hvað teljist rétt og hvað rangt. Hvað megi og hvað ekki Hvernig heppilegast sé að umgangast náungann. Hverju eigum við að trúa og á hvað eigum við að trúa og þá hvers vegna? Eða hvort við eigum yfir höfuð að vera að trúa einhverju eða á eitthvað eða treysta á eitthvert ósýnilegt bakland yfir höfuð?

Feimnismál

Trúmál eru í dag orðin slík feimnismál að margir forðast að ræða þau og eru feimin og full af fordómum og ótta við að vilja fræðast um þau með hlutlausum hætti enda kannski ekki auðhlaupið þar sem boð þess efnis eru verulega af skornum skammti.

Þarna finnst mér að fjölmiðlar, ekki síst ljósvakamiðlar gætu komið sterkir inn og boðið upp á samtal um trúmál og lífsskoðanir yfirleitt.

Flestir hafa einhverjar skoðanir á trúmálum og lífsskoðunum en þora ekki og hefa ekki vettvang til að tjá sig, eiga samtal og fræðast. Það þarf að fræða fólk um trúmál að mínu mati og ræða þau opið.

Áherslur og gildi

Innan kristninnar eru rómversk-kaþólskir, grísk-kaþólskir, lúterskir og fjölbreyttar fríkirkjur, söfnuðir og hópar, hvítasunnukirkjur, babtistar, meþódistar og fleiri. Svo erum við að tala um önnur trúarbrögð eins og íslam, gyðingdóm, búddatrú, hindúisma og vafalaust jafnvel ólík afbrigði og afleggjara þeirra allra og svo auðvitað svo miklu fleiri auk allskyns fjölbreyttra  lífsskoðunarfélaga.

Hverjar eru áherslurnar og gildin? Um hvað snýst þetta allt saman? Hvers vegna aðhyllist ég þetta og þú hitt og hvað varð til þess að svo varð? Af því bara? Arfleifðin? Persónuleg upplifun, reynsla eða trúarafstaða? Er það að velja sér trú eða lífsskoðun bara eins og að velja sér bíltegund eða íþróttafélag til að halda með? Um hvað snýst þetta allt saman? Hvað höfum við að leiðarljósi í lífinu og hvers vegna. Má allt eða ekkert? Hvernig haga þessir hópar sér eða einstaklingar í nafni trúar sinnar og hvers vegna? Hvað eigum við sameiginlegt og hvað sundrar? Getum við lifað saman í sátt og samlyndi með því að taka tillit hvert til annars eða er það bara lífsins ómögulegt?

Er hugmyndafræði tiltekinna hópa hugsanlega svo mannskemmandi og hættuleg að æskilegt væri hreinlega að koma í veg fyrir að þeir geti grasserað? Hver eða hverjir ætla að taka að sér að vita alltaf allt best og telja sig reiðubúna til að hafa endalaust vit fyrir öðrum?

Heiðarleg fræðsla og upplýst umræða

Að mínu mati þurfum við upplýsta fræðslu og kynningu. Heiðarlegt samtal til dæmis í fjölmiðlum, ekki síst sjónvarpi. Hvað liggur fólki á hjarta? Hvers vegna erum við svona óttaslegin og kvíðin? Af hverju má ekki ræða það sem innst inni skiptir fólk jafnvel mestu máli um líðan þess í samfélaginu. Væri ekki bara áhugavert þroska merki að upplýsa fólk svo við getum myndað okkur skoðanir og tekið sjálfstæða upplýsta afstöðu á okkar forsendum án leyndar eða hræðsluáróðurs? Og hallað okkur svo þangað sem andinn og hjartað leiðir okkur.

Eru kannski jafn margar áherslur, hugmyndir og skoðanir innan sömu kirkjunnar eða hópanna eins og fólk er margt? Hvers vegna er það?

Efnum til samtals og fræðslu til að auka skilning og minnka fordóma. Forðumst öfga. Tölum saman. Hjálpumst að við að komast að því hver við erum, hvaðan við komum og hvert við þráum að stefna. Einsleitt pukur í horni er bara til að ala á fordómum í garð annarra. Með uppbyggilegri og vandaðri fræðslu og samtali finnur fólk fljótt hvað er ekta og hvað er hræðsluáróður.

Þetta segi ég ekki og skrifa til að valda sundrung eða til að við getum toppað hvert annað með innistæðulausum gylliboðum. Heldur til að skapa upplýsta heilbrigða umræðu um það sem skiptir okkur máli. Umræðu sem leiðir svo vonandi til skilnings og samstöðu, uppörvunar og kærleika í hræddum og hrjáðum heimi sem virðist einhvern veginn því miður á heljarþröm.

Með einlægri kærleiks- og friðarkveðju.

Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið