Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 18. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:11 0 0°C
Laxárdalsh. 05:11 0 0°C
Vatnsskarð 05:11 0 0°C
Þverárfjall 05:11 0 0°C
Kjalarnes 05:11 0 0°C
Hafnarfjall 05:11 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 23. október 2019 - kl. 10:31
Sögukorn: Baðstofukytran varð að dýrðlegri höll
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Meðal stórbýla á Laxárdal var Mörk, ysti bær í Bólstaðarhlíðarhreppi og átti sókn til Bólstaðarhlíðarkirkju. Merkurhús og grænar hlíðar upp frá túninu horfðu til suðvesturs og þangað fluttu vorið 1867 hjónin Steinunn og Guðmundur vestan yfir Blöndu, foreldrar Erlendar rithöfundar frá Mörk, sem þá var á barnsaldri, ólst upp þar á Laxárdal og reisti síðar bú með konu sinni út á Hallárdal.

Erlendur gaf sýslungum sínum æviminningar í ritsmíð sinni, Heima og heiman með mögnuðum lýsingum af búskap, ferðalögum og félagslífi ungs fólks heima í dölunum á liðinni öld. Erlendur lýsir gömlum, stórum og niðurníddum bæ þar á Mörk sem foreldrar hans endurbyggðu strax árið eftir. En í þessum bæ hafði oft verið mannmargt, og þar fæddist fáum árum fyrr snáði sem hlaut hið myndarlega nafn Árni Frímann. Hann var langyngstur systkina sinna, Anna systir hans - síðar húsmóðir í Köldukinn - var 10 árum eldri en Árni og uppkomnu systkinin, Ragnheiður og Friðgeir voru komin á fertugsaldur og höfðu eignast sínar eigin fjölskyldur. Ragnheiður var í nábýli við föður sinn á Mörk en Friðgeir í Hvammi, örstutta bæjarleið frá nýfædda frænda sínum.

Faðir þessara systkina, Árni Jónsson, kallaður hvítkollur eða Árni stutti hlýtur að hafa verið snjall og úrræðagóður og þótti allvífinn, en átti lengst af sömu konu, Ketilríði Ketilsdóttir sem varð öryrki eftir barnsburð. Ketilríður var móðir Ragnheiðar og hafði síðan athvarf á Geitaskarði hjá Vorm sveitarhöfðingja. En Árni bjó upp á dalnum hvíta með ráðskonum og börn hans áttu aðeins hálfsystkini. Árni hvítkollur hélt saman fjölskyldunni meðan honum entist aldur og var tryggur hlutskipti bóndans og dalnum grösuga. Árni bjó seinustu áratugina á Mörk, giftist þar öðru sinni ungri konu, tveggja barna móður, sem eignaðist sitt fyrsta hjónabandsbarn með þessum öldungi, sveinbarnið Árna Frímann Árnason, auknefndur gersemi, síðar bóndi í Skyttudal, þrjár bæjarleiðir frá Mörk.

Skáldið Sveinn frá Elivogum rifjar upp komu Árna gersemis, þá er Sveinn var barn á Gvendarstöðum: „Þegar kaffið var drukkið stendur Árni upp og hefur að kveða úr Númarímum:

Svefninn býr á augum ungum
eru þau hýr þótt felist brá
rauður vír á vangabungum
vefur og snýr sig kringum þá. Sig. Breiðfjörð

Sveinn heldur áfram:„Aldrei man ég eftir að ég hafi orðið fyrir sterkari áhrifum. Baðstofukytran með moldargólfi, kulda og myrkri varð að dýrlegri höll. Nú var kvæðamaðurinn, ekki flakkarinn og drykkjusvolinn Árni gersemi heldur listamaður sem átti þúsundfaldan hróður skilið. Með því að kveða eina ferskeytlu hafði hann á svipstundu hitað og lýst umhverfi sem áður var kalt og dauflegt. Ég býst við að um þetta leyti hafi Árni verið nær fertugu. Næstu tíu árin var hann á stöðugu ferðalagi og hélt þá uppteknum hætti með óreglu á hæsta stigi um vínnautn. En alltaf voru hljóðin jafnfögur."

Þessi vísa Breiðfjörðs, Svefninn býr á augum ungum, er vinsæl meðal Iðunnarfélaga og gjarnan kveðin á fundum við stemmu Árna gersemis. Iðunn gaf út mikið safn af stemmum með safnbókinni Silfurplötur Iðunnar. Þar fylgja 4 hljómdiskar og þangað er safnað 200 mismunandi stemmum, getið höfunda, kvæðamanna og rifjuð upp saga kvæðamanna og listar þeirrar. Mörg nöfn Húnvetninga er þar að finna og þrjú fyrstu númer bókarinnar eru úr fórum Árna gersemis Árnasonar.

Hverfum nú aftur til æsku Árna: „Ég trúi að við í Hlíðarhreppi eigum þessa gersemi!" svaraði Guðmundur á Bollastöðum spurningunni um hver ætti vandræðadrenginn Árna Frímann sem hafði verið komið til hans, kannski til að hann gæti kennt honum undir fermingu. Þannig eignaðist tilvonandi kvæðamaður viðurnefni sitt. Einhver hefði nú kannski svarað: Æi, þetta er hreppsómagi ofan af Laxárdal, en sveitarhöfðinginn í Blöndudalnum gaf sig ekki að slíkri orðræðu.

Á þeirri öld áttu Blöndælingar sína eigin kirkju og prestsetur í Hólum og mynduðu einingu með Blöndudalshólasókn sem fór að trosna 1880 þegar henni var skipt milli þriggja nærliggjandi sókna og Bergsstaðaprestur fékk dalinn austan ár, fremri hlutann til Bergsstaðakirkju en ytri hlutann að Bólstaðarhlíð.  

Að prestsetrinu í Blöndalshólum völdust iðulega prestar sem sagan átti eftir að gera fræga, þar ólst upp barnið Einar Kvaran rithöfundur til tíu ára aldurs, þar predikaði sr. Þorlákur Stefánsson, afi Jón verkfræðings og stjórnmálaforingja Íhaldsflokksins og systur hans dr. Bjargar C. Þorláksson að ógleymdum sr. Sveini Níelssyni og Auðuni presti, föður Björns sýslumanns í Hvammi Blöndal og fleiri systkina. Lengst var þar prestur Ólafur Tómasson, móðurfaðir Önnu Árnadóttur í Köldukinn og eiginmaður Helgu Sveinsdóttur formóður minnar, en Jón Árnason á Stóru-Giljá, fyrri maður hennar náði ekki 25 ára aldri svo Helga varð ung ekkja.

Erlendur segir frá messuferð þeirra Merkurmanna 1878 og þá þjónaði þar síðasti prestur Blöndælinga, sr. Markús Gíslason sem flutti að Bergsstöðum tveim árum síðar þegar Hólaprestakall var lagt niður og sókninni tvístrað:

Erlendur skrifar:„Það var sumarið 1878 að foreldrar mínir og við systkinin fórum snemma á sunnudagsmorgun fram að Blöndudalshólum og vildum geta tafið fyrir messu. Var tekið á móti okkur eftir bestu föngum og leitaðist prestur við að skemmta okkur  en sem best. . . .  Svo var gengið til kirkju. Ekki man ég hver var forsöngvari en meðhjálpari var Guðmundur bóndi á Bollastöðum. Séra Markús var snjallur í máli og tónaði með fögrum og háum hljóðum. Ekkert man ég úr ræðunni en þetta vers hafði hann fyrir niðurlagsorð hennar:

Vors herra Jesú verndin blíð
veri með oss á hverri tíð.
Guð huggi þá sem hryggðin slær
hvort þeir eru nær eða fjær
kristnina efli og auki við
yfirvöldunum sendi lið
hann gefi oss öllum himnafrið.

Að fluttu þessu versi sté prestur úr stól og byrjaði sálmlagið hátt og sköruglega og svo hélt messan áfram til enda. Svo héldum við heim og höfðum mikið yndi af ferðinni. Það skemmdi heldur ekki er Jón dró upp marglit skólakort sem höfðu verið höfð við landafræði Munthes í Latínuskólanum um 1860. Hafði Jón keypt þau af Guðmundi á Bollastöðum  fyrir kr. 2,60 en kortin hafði áður átt Gísli sonur Guðmundar er nú hafði drukknað við háskólann í Kaupmannahöfn.Þetta var með fyrstu litmyndunum er komu á heimilið og nú var hverri stundu eytt sem hægt var til að rýna í kortin."

Guðmundur Gíslason tók við hreppsstjórn 1866 ásamt nokkrum sjóði sem rýrnaði á næstu árum en þrem árum síðar skilaði Guðmundur af sér hreppsstjórn í hendur Hannesar Gíslasonar á Fjósum, langafa Þórunnar á Auðólfsstöðum. Lýsir Jónas Illugason Guðmundi svo: „Guðmundur var að eðli ekki nítjándu aldar maður. Hann var að afli og anda frá söguöld, höfðingi, drottnunargjarn og ráðríkur, en stórtækur og lét mikið að sér kveða, ef hann snerist til hjálpar. Ef eitthvert verk þurfti að vinna í samvinnu eða með samtökum, lét hann aldrei sitt eftir liggja, tók oft að sér erfiðasta hlutverkið og leysti þar af höndum skörulega og með höfðingsskap."

En vindum okkur nú fram á Bollastaðahlað þar sem nágranninn spurði Guðmund óðalsbónda um hver ætti hvern og Árni hvítkollur átti þau nokkur börnin. Mynd föðurins skýrist út á Tungubakka þar sem hann giftist Ketilríði sinni, móður Ragnheiðar, en hin vinnukonan, móðir Friðgeirs Árnasonar, flytur þá vestur yfir Blöndu. Árni birtist síðar í Manntali 1840 í tvíbýli á Litla-Vatnsskarði, í Mt. 1845 í húsmennsku á Refsstöðum hjá Pétri og Ragnhildi sem þar bjuggu með börn sín, en svo varð Árni bóndi á annan áratug í þéttsetna bænum á Mörk/Stóru-Mörk og eignaðist þar soninn Árna Frímann á síðustu misserum ævi sinnar. Móðir Árna gersemis og seinni kona Árna var Guðrúnu Magnúsdóttur af Snæbirningaætt.  

Guðrún kom að Mörk til Árna sem ráðskona eða vinnukona og giftist síðan þessum öldungi og atkvæðamanni. Og flutti vestur yfir Blöndu - að Gafli í Svínadal þegar Árni eldri dó frá skammvinnu hjónabandi þeirra. Árni Frímann, ungbarnið fór í fóstur – og á sveitina.

Kvæðamaðurinn Árni Frímann sem leit dagsins ljós á Mörk 14. sept.1861, var orðinn föðurlaus á miðju sumri næsta árs, munaðarlaus áður en hann varð ársgamall og náði ekki fjöðrum sínum í bændasamfélaginu fyrr en hann kom aftur heim í sveitina sína 1909. Þá var Árni búinn að kveða marga stemmuna, ganga nokkrar bæjarleiðirnar og súpa margan sopann. Hann kom síðar eftir nokkurra ára dvöl í byggðum Skagfirðinga vestur á Laxárdalinn, orðinn nær fimmtugur, hafði eignast konu og son og setti saman bú í Skyttudal, jörð að baki Hlíðarfjallsins. Þar þótti notalegt býli og Árni Frímann varð þar bóndi í skjóli Bólstaðarhlíðarmanna. Klemens Klemensson í Hlíð, hafði verið skírnarvottur Árna gersemis á Mörk forðum daga, daginn eftir fæðingu hans en sonur Klemensar, Guðmundur í Bólstaðarhlíð, leigði honum nú Skyttudal. Árni var talinn húsmaður fyrstu tvö árin, en síðan bóndi þar.

Bakkusarleiðangrar kvæðamannsins voru að baki og sonurinn Friðgeir ungi óx þar upp eins og fífill í túni. Og við vitum að frægðin tyllti sér hjá Árna gersemi meðan hann stundaði flakk meðal sveitunga og nágranna á fyrstu áratugum ævinnar. Þar við bættist listafrægðin er á leið ævina. Konu sinni hefur Árni kynnst í Sæmundarhlíðinni í Skagafirði eða kannski á samkomum úti á Sauðárkróki þar sem Erlendur sá einnig fyrst konu sína húnvetnska, þá sem fór síðar með hann til Ameríku.

Árni Frímann lést þremur dögum fyrir jól 1918. Heilabólga segir prestur í kirkjubókinni. Ekkjan, 35 ára, flutti þá aftur til Skagafjarðar með soninn 12 ára og síðar til Siglufjarðar. Hann hét Friðgeir Árnason var bílstjóri og vegaverkstjóri á Siglufirði, alnafni sveitaskáldsins snjalla og föðurbróðurins á Laxárdalnum, Friðgeirs Árnasonar, í Hvammi.

Meiri upplýsingar:
Sveinn Hannesson frá Elivogum HEB 2006 4 - 5 tbl. bls 169
Erlendur Guðmundsson Heima og heiman bls. 77
Troðningar og tóftarbrot/Jónas Illugason Eitt ár
Sveinn frá Elivogum um Árna gersemi: http://stikill.123.is/blog/2008/03/21/223022/
Um nokkra Snæbirninga: http://stikill.123.is/blog/2015/11/24/740226/
Frá Bollastaðabændum: http://stikill.123.is/blog/record/492507/
Síðustu Hólaprestar: http://stikill.123.is/blog/2014/07/16/siustu-holaprestar/
Bændaríma Friðgeirs í Hvammi: http://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=2202
Björg C Þorláksson: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=61540

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið