Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 07:42 0 0°C
Laxárdalsh. 07:42 0 0°C
Vatnsskarð 07:42 0 0°C
Þverárfjall 07:42 0 0°C
Kjalarnes 07:42 0 0°C
Hafnarfjall 07:42 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 20. janúar 2020 - kl. 09:12
Ég á líf
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Það eru ekki alltaf jólin. Að þeim tíma loknum tekur við árstími sem sumir eiga erfitt með að höndla í myrkrinu. Að þreyja þorrann og góuna fram á vorið reynist sumum erfitt. Kvíði magnast hjá mörgum eftir hátíðarnar af því að fólk veit ekki hvað verður eða hverju það má eiga von á.

Mundu þá að innra með þér býr lítið ljós. Veikburða logi sem þó aldrei verður slökktur, sama hvað. Mundu líka að í augum Guðs ert þú ekki eitthvað sem var. Heldur verðmæti sem eru og munu verða. Eilífðar verðmæti.

Ævigangan er eitthvað svo ófyrirsjáanleg. Það er þó gott að geta horft á lífið sem spennandi framhaldssögu, þótt við vitum ekki hvert það leiði okkur. Lífið er nefnilega svalt ævintýri sem oft tekur óvænta stefnu. Þar sem skuggar, dimma og kuldi takast á við ljósið, vonina og birtuna, væntingar og vorið.

Lífið getur sannarlega á sundum verið nokkuð svalt. Jafnvel býsna napurt og oft æði kalt. En þótt suma daga það kunni að vera ferlegt púl, heldur napurt og lundin fúl. Þá koma sannarlega líka dagar sem það er bara alveg ferlega hipp og kúl.

Lífið er nefnilega eins og gimsteinn okkur af Guði gefinn. Partur af auðlegð himinsins. Eilíf perla sem okkur er ætlað að annast af nærgætni, pússa og gæta dag hvern uns yfir lýkur.

Ég held að málið sé nefnilega að uppgötva og átta sig á því að við höfum verið valin í lið lífsins. Og hefur þú gert þér grein fyrir að þú ert í sigurliðinu?

Í því hlýtur að vera fólgin ögrun sem hefur á okkur mótandi áhrif sem fá okkur til að leggja okkur fram til að þjóna lífinu og liðinu sem við höfum verið í. Áskorun sem leiðir til þakklætis í kærleika, friðar og aga. Höfum hins vegar hugfast að við eru kölluð í lið lífsins sem leikmenn en ekki sem dómarar.

Hvað veist þú annars merkilegra en það að vera valin í lið lífsins og fá að spila með til sigurs? Og þótt einstaka viðureignir kunni að tapast, mun liðið að lokum standa uppi sem sigurvegari.

Látum því lífið ekki úr greipum okkar renna eins og sand sem fýkur út í loftið og verður viðskila við sjálfan sig og tilgang sinn.

Lof sé Guði fyrir lífið, óendanlega elsku hans og trúfesti sem nær langt út yfir gröf og dauða. Já, dýrð sé Guði sem kom til að frelsa okkur og gera okkur að erfingjum eilífðarinnar.

Með hjartans þakklæti, kærleiks- og friðarkveðju.

- Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið