Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 20. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:01 0 0°C
Laxárdalsh. 13:01 0 0°C
Vatnsskarð 13:01 0 0°C
Þverárfjall 13:01 0 0°C
Kjalarnes 13:01 0 0°C
Hafnarfjall 13:01 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Grjóthóll í Blöndudal. Ljósm: stikill.123.is
Grjóthóll í Blöndudal. Ljósm: stikill.123.is
Pistlar | 07. mars 2020 - kl. 16:56
Sögukorn af Jónasi í Brattahlíð
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Það hefur lengi loðað við oss sveitamenn að gera okkur kærar grundirnar heima í dalnum, sögur og vísur sem ömmur okkar rauluðu yfir prjónum sínum og börnum, kóra sem afar okkar stofnuðu en ömmur kvenfélög, en svo má nefna skáldin góðu og fræðimenn: Sjómanninn á Kaldrana, Snædal, Frímann og vísnasafnarann Sigurð frá Selhaga á Akureyri, Eiríksstaðamanninn á Sauðárkróki, Halldóru 108 ára á Héraðshælinu heima á Blönduósi, Nordal, Norland, Brúnar-Sigga og fjölda annarra andans manna sem litu til veðurs er þeir vöknuðu, áttu sitt undir klakavetrum og eigin útsjónarsemi en gleymdu samt ekki hugsjónum sínum. Hugsjóninni - því sem þeir sáu í huganum, hvernig vildu þeir bæta heiminn og færa út túngarðinn.

Af Snæbirningaætt frá Grímstungu voru Bjarni í Blöndudalshólum, Jónas Illugason og Jói í Stapa svo tilnefndir séu nokkrir þeir sem nærri okkur standa og áttu að sjálfsögðu ýmsar ættir fleiri. En ævi Jónasar og arfur hans er merkilegur og gaman að fá að skoða hann.

Á nokkrum vetrarvertíðum réri Jónas á Suðurnesjum og segir af því í grein eftir hann í sögufélagsritinu Hlynir og hreggviðir. Aðra grein skrifaði hann um ár sitt í Finnstungu þegar foreldrum hans var byggt út af Botnastöðum, jarðarþriðjungi og máttu láta frá sér eldri börn sín það ár, en Jónas var yngstur og naut þess. Óðalsbóndinn og jarðeigandinn Klemens Klemensson í Hlíð var þó vinur Illuga söðlasmiðs en frekjan eftir meira jarðnæði var svo áköf að eitthvað varð undan að láta. Og margt bar við þetta ár litlu fjölskyldunnar í Tungu, húsbóndinn Björn Ólafsson, móðurbróðir Jónasar, lést, sættir tókust milli nýja oddvitans og þess sem fyrr var, Guðmundar á Bollastöðum og raunar urðu þessi búferli og yfirgangur til þess að Jónas eignaðist eftirminnilegt ár og við, erfingjarnir, eftirminnilegt lesefni.

Magnús á Syðra-Hóli skrifaði einn af þáttunum sínum um Jónas fræðimann og Hlíðhrepping og nokkrir pistlar af þeim frábæru skrifum eru hér neðan við:

  1. Jónas Illugason var allt frá bernskudögum mjög námgjarn og fróðleiksfús og hvort tveggja í senn, sjónnæmur og stálminnugur. Foreldrar hans voru bókhneigð, einkum móðir hans. Sökum fátæktar gátu þau sjálf ekki eignast nema fátt af bókum og urðu að fá þær að láni og sóttu mest til lestrarfélagsins. Þá var enn í hefð gömul venja íslenskra sveitaheimila, að einn las upphátt en aðrir hlýddu á og unnu að tóskap eða höfðu önnur verkefni handa milli. Svo sagði Jónas að móðir sín hefði löngum lesið fyrir heimilisfólkið og taldi hana einhvern snjallasta lesara, er hann hefði á hlýtt. Snemma var Jónas vaninn við að lesa á kvöldvökum og kvaðst lítið lof hafa af því hlotið, því móðir hans var kröfuhörð um framsetningu og vandaði mjög um lestrarlagið. Það lagaðist brátt til bóta og fékk hann úr því góðan vitnisburð.
     
  2. Þegar Jónas var ellefu ára gamall var hann sendur frá Skyttudal norður yfir fjall til Skagafjarðar að sækja þangað trippi. Það var áhættuför óhörnuðum dreng, er ókunnugur var öllum leiðum og á þeim tíma er allra veðra er von. Þessi litla mynd er tekin úr þætti Magnúsar á Syðra-Hóli um þennan sýslunga og vin sem hann kynntist eftir að Jónas flutti til Blönduóss.
     
  3. Þar byggði Jónas bæ uppi á brekkunni, sunnan við kauptúnið og nefndi Fornastaði.. Bær sá var reistur í nýræktartúni, er hann keypti því illa kunni hann því að flytja á bera möl. Þarna gat hann haft eina kú eða tvær og ef vildi örfáar kindur. En þó Jónas flytti frá Brattahlíð, fargaði hann ekki jörðinni svo fljótt og hafði þar ítök nokkur ár. Hann var þá á sumrum við heyskap þar efra, lengri eða skemmri tíma eftir því sem heilsa hans og þrek leyfði. Þar kom að hann seldi Brattahlíð og er Guðrún fósturdóttir hans  giftist Jóni Benónýssyni járnsmið, fékk hann þeim Fornastaði og dvaldist síðan á þeirra vegum til æviloka, fyrst á Fornastöðum en síðan í húsi því er Jón byggði norðan Blöndu.
     
  4. Margir vinir Jónasar og fornkunningjar sóttu hann heim á Blönduósi og settust á tal við hann. Honum, sem jafnan hafði tíma til að skrafa við gesti meðan hann var iðjusamur og önnum kafinn sveitabóndi, var það mikið gleðiefni í fásinni ellinnar að fá heimsókn góðra gesta. Það voru ekki einungis gamlir sveitungar, heldur og menn lengra að komnir er sóttu hann heim. Mest hátíð mun honum hafa þótt, er Guðmundur Hannesson prófessor var sestur inn til hans. Með þeim var jafnan vinátta góð. Þeir voru líkir um margt, hugkvæmir, fjölhæfir og loftkastalasmiðir miklir að dómi almennings. Þeim varð löngum hjaldrjúgt er þeir fundust og flugu milli þeirra mörg snjallyrði, en eigi voru ávallt alls kostar sammála.

    Annan auðfúsugest bar stundum að garði Jónasar, Sigurð skólameistara Guðmundsson á Akureyri. Þeim bar jafnan margt á góma en mest ræddu þeir um liðna tíð, rifjuðu upp gamlar sagnir úr heimahögum þeirra beggja, minntust einkennilegra manna og skörungmenna eða töluðu um málfar eldri kynslóða. Um þessi efni þótti báðum gott að ræða og rættist vel af einsog hjá þeim skáldunum forðum, Agli Skallagrímssyni og Einari skálaglam. Sigurður skólameistari dáðist mjög að minni Jónasar, frásagnarsnilli hans og meitluðu málfari. Sama fundu margir, er minni voru íslenskumenn en Sigurður.

    Jónas bar aldrei í munn ómáttug orð og vanburða setningar. Það var fornlegur höfðingsbragur á máli hans, mæltu og rituðu.

     
  5. Þegar Jónas var sjómaður á Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd var þar um tíma Guðmundur Hannesson frá Eiðsstöðum hjá móðurfrændum sínum og las undir próf. Jónas hafði þá lítils háttar skyggnst í dönsku. Nú var Guðmundur með ræður Cicerós á latínu og þýðingu á dönsku. Þá bók léði hann Jónasi er las hana í frístundum með hjálp og leiðbeiningum Guðmundar. Góður var því nauturinn að dönskukunnáttu Jónasar þar sem þeir voru lærifeður hans báðir, Ciceró og Guðmundur Hannesson, hinn nafnkunni læknir og gáfumaður.
     
  6. Nokkra vetur var skóli haldinn í Brattahlíð eftir að Jónas hafði byggt bæ sinn. En þar sem húsakynni voru ekki svo mikil, að hægt væri að taka heim kennara og hóp af börnum, bætti hann kvistherbergi á hús sitt til að auka húsrýmið. Hann lagði sig mjög fram um það að láta ekkert skorta, er hann mátti í té láta vegna skólahaldsins svo öllum líkaði vel. Kennari var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Mjóadal, síðar húsfreyja á Síðumúla á Hvítársíðu. Henni féll vel samvinnan við þau hjón og lauk lofsorði á forgöngu hans, aðbúnað og heimilisbrag.
     
  7. Ekki verður annað sagt en Jónas entist vel. Hann var ekki sterkbyggður né samanrekinn, en hann var léttur í hreyfingum langt fram eftir ævi. Er á leið gerðist honum nokkuð krankfellt og var veill fyrir brjósti. Síðast lá hann rúmfastur um nokkurt skeið og lífsþrótturinn fjaraði út. En andans kröftum, skýrleik í hugsun og nafnkunnu minni, hélt hann fram undir síðustu stundir. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 31. Júlí, 1954. Hann var jarðsunginn á Bergsstöðum í Svartárdal og stóð fjölmenni yfir moldum hans.
     
  8. Jónas Illugason var fæddur á Botnastöðum í Svartárdal 12 júní 1865. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum við gott atlæti, en fátækt og basl og hraktist með þeim milli dvalarstaða. Hann náði góðum þroska þrátt fyrir það að einatt var skorinn skammturinn í uppvextinum og slapp við þann kyrking er svo illa lék fyrrum og jafnvel heltók margt af börnum fátækra foreldra.

Heimildir og ítarefni:
Magnús Björnsson: Hrakhólar og höfuðból/Jónas í Brattahlíð
Eldra sögukorn, Ólafsbréf frá Árbakka: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=16478
Jónas Illugason skrifar um Guðmund á Bollastöðum: http://stikill.123.is/blog/record/492507/
Mannlýsingar J. Illugasonar úr þættinum Eitt ár: http://stikill.123.is/blog/record/485013/

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið