Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 20. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 04:27 0 0°C
Laxárdalsh. 04:27 0 0°C
Vatnsskarð 04:27 0 0°C
Þverárfjall 04:27 0 0°C
Kjalarnes 04:27 0 0°C
Hafnarfjall 04:27 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 26. mars 2020 - kl. 22:59
Sögukorn af okkur Jóni
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Hvenær eitthvað gerðist og til hvers það leiddi verður oft vinsælt umræðuefni hjá okkur: gömlu skáldin halda gildi sínu meðal íslenskumanna og sum okkar verða talsvert upptekin af því sem gömlu mennirnir ortu, skrifuðu - og hugsuðu.

Þess vegna stofnuðu Bjarni, Gunnar og Magnús Sögufélagið Húnvetning fyrir rúmum 80 árum, sem enn starfar með tölvupóstum manna á milli, einum aðalfundi og svo detta inn fundir eins Hnitbjargafundurinn góði 29. jan s.l. sem ól síðan af sér annan, sem vera skyldi í einmánaðarbyrjun, 24. mars og beina kastljósinu að reflum og vefnaði og þó sérstaklega Vatnsdælareflinum og verkefnastjóranum Jóhönnu Erlu á Akri..

Sá fundur átti að fá stað í fyrirlestrasal Lbs. og þá hefðu fundargestir séð í leiðinni sýninguna í anddyrinu - um ævi og starf Húnvetnings og Skagamanns, Jóns Árnasonar sem komst fyrir áhuga ekkjunnar móður sinnar og tilstyrk frænda í Bessastaðaskóla - undir handarjaðar Sveinbjörns Egilssonar, kynntist þar mörgum árgöngum skólasveina og enn fleiri þegar Jón varð heimavistarstjóri/dyravörður í Lærða skólanum sem studdi þjóðsagnasöfnun hans síðar á ævinni. Og því hömpum við Jóni eftir 200 ár, stundum í heita pottinum á Blönduósi með tilstyrk Bóthildar, stundum í pistli á Húnahorninu eða með því að koma í sumar til messu í Hofskirkju á afmælisdeginum hans, sem er 17. ágúst. 

En refilfundinum urðum við að fresta til haustsins.

Það er hæfilega krefjandi að vera í hirðinni Jóns, sum okkar komumst reyndar í nefnd, kynntumst Jónsmönnum í borginni og þar á meðal, Ingibjörgu Steinunni landsbókaverði sem skipulagði með sínu góða fólki - og okkur norðanmönnum - eftirminnilegan og veglegan dag norður á Skaga í fyrrasumar. Þar voru sagnfræðingar og þjóðfræðingar boðaðir til málþings, Guðni forseti afhjúpaði minnisvarða um JÁ undir höfðanum á Skagaströnd og tók þátt í málþinginu. En við gleymdum ekki Hofskirkjunni, elstri af öllum kirkjum í Húnaþingi og minnisvarði um ráðsnilld annars Jóns, bróðursonar Árnasonar, Þórðarson var hann, prófastur og staðarhaldari á Auðkúlu, enn einu menningarsetri við flóann. Svo var hann Sigurður kirkjusmiður á Hofi um 1870 en þá verður útúrdúrinn of langur hjá mér. En þetta var 17. ágúst!

En hvers vegna ljóð eða vísur til að tengja okkur við arfleifð Jóns, þjóðsögur og bréf, eða sögur Jónasar í Brattahlíð svo ég nefni tvær uppsprettur frá gömlu sagnaþulunum okkar. Stakan er svo ótrúlega sterk í smæð sinni og sjálfstæði. Hún heillar og hrífur, aðeins fjórar línur, oft stuttar og við höfum vísast mörg glímt við að gera vísu, séð að það er ekki hrist fram úr erminni, en kynnumst stundum snillingum í vísnagerð og látum það kannski duga en við kynnum líka að uppgötva að þeir snjöllu þurfa áheyrendur til að geta ort, orðið frjálsir, óháðir og glaðir. Tökum  við ekki undir með Bítlunum: I need you, I need you, I neeeeeed you.  Kannski koma fleiri félagar á spilduna til að heyra og njóta ef einhver gengur á undan og við gætum þess að grípa ekki fram í fyrir skáldinu.

Í gærmorgun fann ég í vísnasafni SigHalld. frá Selhaga myndríka vísu eftir Braga í Hoftúnum, setti hana inn á fésbók til að fleiri sæju og þá kætti mig skólabróðir úr MA fyrir áratugum, skáld í ofanálag og nýfluttur suður í Garð á eigið elliheimili álykta ég í fjarægðinni. Hann tók það fyrir að hampa þessari sömu vísu og skreyta með henni eigin féssíðu. Tveggja manna smekkur birtist - og fleiri létu sér við líka.

Við hættum að stunda pukur þegar skrifað er á fésbók, en röbbum saman í hóp. Bannað að hvísla! sagði kennarinn einhvern tíma við bekkinn sinn á foreldradegi! Ég var bara að kyssa konuna mína svaraði pabbinn, sem var að hvísla einhverju merkilegu að frú sinni. Vel svarað á ögurstundu.

Hafs úr átt við ystu sker,
æðir máttug bára.
Lætur hátt í hlustum mér
hörpusláttur Kára.
Bragi í Hoftúnum

Tengingar og kynni  forn og ný halda áfram að verða okkur uppspretta gleði og geta í leiðinni skapað menningarakur handa þeim niðjum okkar sem sækja í vísur Hreggviðs á Kaldrana eða sögur Jóns Árnasonar. Sumir velja list orðsins öðru framar og sækja þau eða senda norður yfir Húnaflóa. Og þá ættum við að muna eftir að hampa eilítið Zóphóníasi ritstjóra á Húnahorninu þó enn sé hann ungur og lifi vonandi lengi. Hann pússar til fréttir á þennan sérstaka vef okkar ef þær snerta norðanmenn, laðar sömuleiðis að sér pistlakalla og stökuspjallara sem geta þannig séð morgunþanka sína á prenti án þess að leggja út eina krónu. En þeir verða auðvitað að vanda sig - og sletta sem minnst.

Tengt efni:
Jón Árnason 1819-2019 Sýning í Landsbókasafni/Þjóðarbókhlöðu https://landsbokasafn.is/index.php?
Hnitbjargafundurinn 29. jan.: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=16600
Um Vatnsdælarefilinn - Fréttablaðið 6.jan 2020: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=16516 Húnaflói - Kvæða- og vísnasafn: https://bragi.mmagnusson.net/hunafloi/

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið