Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 09:19 0 0°C
Laxárdalsh. 09:19 0 0°C
Vatnsskarð 09:19 0 0°C
Þverárfjall 09:19 0 0°C
Kjalarnes 09:19 0 0°C
Hafnarfjall 09:19 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 12. október 2020 - kl. 13:29
Við erum alls konar en einstök og öll jafn mikilvæg
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson

Náunginn á undan mér í röðinni var með skítugt, sítt hár. Hann virtist sveittur og hallærislegur, í fáránlegum lörfum. Engan veginn í takt við tímann. Það var fnykur af honum. Ætlaði hann aldrei að ljúka erindinu? Hann var farinn að fara verulega í taugarnar á mér. Hélt hann að ég gæti eytt öllum deginum í að bíða vegna hans?

Svo leit hann við og horfði ákveðið en afar vingjarnlega í augun á mér. Þetta var einhvern veginn allt öðru vísi maður en ég hafði ímyndað mér. Eitt augnablik fannst mér ég mæta augnaráði frelsarans.

Fer hans minnsti bróðir eða systir kannski bara í taugarnar á mér eftir allt? Ég leit undan, Varð niðurlútur. Ég skammaðist mín.

Við erum öll einhvern veginn

Í skóginum leynast margvísleg tré, stór og smá. Ólíkar tegundir með misjafnt vaxtarlag og fjölbreyttum greinum. Öll eru þau þó sprottin úr sama jarðveginum. Sum blómgast vel. Eru tignarleg. Berast á. Halda lífi. Og bera mikinn og góðan ávöxt. Á meðan önnur ná sér einhvern veginn aldrei alveg almennilega á strik. Hrörna fljótt, visna og deyja.

Ástæðuna þekkjum við ekki. Og varla er við sjálf trén að sakast? Ástæðan er ráðgáta sem okkur er ekki gefið að skilja né útskýra með nokkru móti, þótt við sannarlega vildum.

Við setjum okkur í stellingar, gerumst spekingsleg, höldum ráðstefnur og reynumst að komast að því hvers vegna trén eru eins og þau eru.

Við mannfólkið erum líkt og trén í skóginum eða greinar trjánna. Einungis sem blaktandi strá í vindi sem reyna að laufgast, ná áttum og sanna okkur í lífsins stormi. En okkur tekst það greinilega ekki alltaf, þrátt fyrir einlægan ásetning og einbeittan vilja.

Munum bara að dæma ekki trén í skóginum. Því þau eru bara eins og þau eru. Þau þarf að rækta og að þeim að hlúa. Þau þarfnast umhyggju, skilnings og samstöðu rétt eins og við. Þau þurfa að vera vinir og standa saman, þótt ólík séu. Því þau þurfa hvert á öðru að halda til að komast af og mynda skjólgóðan skóg.

Litróf

Við erum allskonar og allir eru einhvern veginn. Sumir eru öðruvísi og aðrir hinsegin. Samt göngum við öll, misjöfnum takti sama veg í átt til lífsins sólar. Undir regnboga himinsins sem götu okkar greiðir. Kærleikans faðm sinn og líf útbreiðir svo við komumst af. Lífi höldum og rötum heim.

Ekki veit ég hvers vegna þú ert eins og þú ert. En ég er þess fullviss að Guð mun umbuna þér fyrir það og þú munt fá það margfaldlega endurgoldið í dýrð himnanna þegar yfir lýkur.

Litróf mannlegrar tilveru fær sín ekki notið nema allir litirnir komi fram og fái að njóta sín. Hver með sínum hætti

Tilveran verður þá fyrst fullkomin, þegar daufu litirnir taka styðja þá sterku og ekki síst þeir sterku taka að styðja við þá daufari. Væri tilveran ekki fátæklegri ef allt væri bara svart og hvítt?

Horfumst í augu

Þegar þér finnst þú lítils virði, líður illa, ert umkomulaus. Horfðu þá í augun á Jesú. Eftir því sem þú horfir lengur og dýpra munt þú finna að þú ert elskaður eða elskuð af ómótstæðilegri ást. Þá munt þú finna hve óendanlega dýrmæt/ur þú ert. Elskuð eða elskaður út af lífinu. Elskaður eða elskuð af sjálfu lífinu.

Ef þú vilt horfa inn í himininn, horfðu þá í augun á Jesú. Og ef þú vilt horfa í augun á Jesú horfðu þá í augun á þínum minnsta bróður eða systur.

Í augum Guðs ert þú ekki tilgangslaus aðskota hlutur eða slys. Eða eitthvað sem var. Heldur verðmæti sem eru og munu verða.

Friðarins Guð færi þér framtíð bjarta og eilíft sumar í hjarta. Í Jesú nafni.

Með kærleiks- samstöðu- og friðarkveðju.

- Lifi lífið!

Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið