Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 14:05 0 0°C
Laxárdalsh. 14:05 0 0°C
Vatnsskarð 14:05 0 0°C
Þverárfjall 14:05 0 0°C
Kjalarnes 14:05 0 0°C
Hafnarfjall 14:05 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 28. ágúst 2021 - kl. 09:51
Sögukorn: Úr sjóði alda
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Glefsur úr Húnvetningasögu GK

  1. Páll Vídalín var hinn mesti lagamaður á sínum dögum, lærður vel og fjölvís. Hann var nær meðalmaður vexti, ekki mikill og mjóraddaður, sem Halldóra Erlendsdóttir í Bólstaðarhlíð kvað þá er þau Páll hnipptumst orðum við.

Hún kvað til hans:

Á grænum klæðum skartið skín
skýtilega kvað hann.
Virðar segja hann Vídalín
vera skrækrómaðan.

Páll svaraði og kvað stökur þessar:     

Dóra, þú hefir diktað ljóð
dári þig sérhver maður.
Búri þinn hefur bekrahljóð
blestur og dimmraddaður.

Þú munt verða af þessu glödd,
það er þinn barndómsvani.
Gömul álft með gæsarödd
grimm sem reiður hani. Húnv.saga I  40

  1. Þá fór Steinn prestur Jónsson frá Setbergi utan um haustið 1710 að sækja um biskupsdóm á Hólum. Húnv.saga I  52  

Synir Steins biskup tóku sér ættarnafnið Bergmann, er komið frá Setbergi þar sem þeir ólust upp.

  1. Og  er Jón Pálsson Vídalín reið fram Hjaltadal kvað hann:

Far vel Hólar fyrr og síð
far vel sprund og halur
far vel Rafta- fögur hlíð
far vel Hjaltadalur. Húnv.saga I  118  

  1. Nær þessum tíma – 1731 –  var það að Steinn bóndi Jónsson á Hrauni á Skaga fékk konungsleyfi að giftast Guðrúnu Sighvatsdóttur Grettissonar. Var hún þremeningur við fyrri konu hans, Ingibörgu Helgadóttur. Kostaði það 12 dali eður þrjú hundruð á landsvísu. Húnv.saga I  138  
     
  2. Jón Símonarson fór  vestan á fund Þorláks á Ökrum bróður síns og kom að ferjustað á Jökulsá undan Ökrum. Kallaði hann lengi ferju og kom eigi ferjumaður. Var þar og eigi lögferja. Tók hann það þá ráðs að hann settist niður og söng. Heyrði Þorlákur röddina og kenndi þegar og lét flytja hann sem skjótast. 1733 Húnv.saga I  144 
     
  3. Bjarni Halldórsson sýslumaður bjó nú að Þingeyrum við veg mikinn og hafði auð fjár. Hann var kallaður þá mestur lagamaður af sýslumönnum fyrir norðan land. Þá báru allir sýslumenn söx á þingum og brá Bjarni því oft ef honum mislíkaði við bændur.Bjarni var hár maður á vöxt, stinnvaxinn, en er hann fitnaði varð hann ákaflega digur. Hann var smáeygur, snar- og fagureygur, lágrómaður nokkur og digurrómaður. Hann var svo sældargjarn í matlífi að þar er sagt hann hafi eitt sinn látið sjóða heilt alinaut senn, en það ónýttist allt og nýrnastykki heilt úr nauti feitu lét hann bera sér og öðru sinni eður oftar mergjargraut.
    Lét hann jafnan gjöra sér grjónagraut á fjöllum er hann reið til alþingis. En síðan hann fitnaði sat undirhakan nálega á bringu. Húnv.saga I  194  

     
  4. Illugi prestur á Borg á Mýrum var bróðir Bjarna Halldórssonar, sterkur maður maður og svaki mikill. Missti hann tvisvar prestskap fyrir hórdóm. Hann átti Sigríði dóttur Jóns Steinssonar Bergmanns og var þeirra son Árni prestur á Hofi. Sigvaldi prestur á Húsafelli var annar bróðir Bjarna. Húnv.saga I  194  

Sr. Árni á Hofi var faðir Jóns bókavarðar og þjóðsagnasafnara en Sigvaldi á Húsafelli tengdafaðir sr. Snæbjörns Halldórssonar í Grímstungu langafa Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá Böðvarshólum í Vesturhópi og afa sr. Arnljóts Ólafssonar frá Auðólfsstöðum.

  1.  

Ingibjörg má eignast hól
– eg það glaður herma skal –
allra fegurst undir sól
í þeim gamla Víðidal. Sigurður skáld Húnv.saga I  212  

  1. Þessi misseri – 1751 – andaðist Valgerður Jónsdóttir, ekkja Steins biskups. Var hún ærið gömul, vitur kona og fróð. Húnv.saga I  213 

10. Var þá haust allgott til nóvembermánaðar 1763. Lagði þá að með hörkum og hríðum og var allur vetur hinn harðasti nyrðra og vor til sólhvarfa. Síðan var gott til höfuðdags, grasvöxtur sæmilegur og fiskiafli, sem Þorlákur prófastur kvað:

Minnilega mæddi lýð
margan fyrri vetrartíð.
Strauk um dali, strönd og hlíð
stormur, yrja, frost og hríð. Húnv.saga III 259

11. Klemens smiður f. 1795 bjó að Bólstaðarhlíð og voru börn þeirra Ingibjargar konu hans Þorleifsdóttur frá Stóradal: Margrét Valgerður, Ingibjörg Guðrún, Elísabet Sigríður, Ingiríður Ingibjörg, Þorleifur Klemens, f.1839 og Guðmundur Jónas síðar bóndi í Hlíð f. 1848. Húnv.saga III 873

12. Pálmi í Sólheimum f. 1791 hafði verið auðsæll maður, viðræðugóður og gestrisinn og þótt hann væri fégjarn mjög var hann þó stundum ör af fé, hár maður heldur á vöxt og grannvaxinn, langleitur og rauðleitur en heldur einurðarlítill svipurinn. Var erfi allsæmilegt eftir Pálma því bæði var hann auðugur og frændmargur.   Húnv.saga III 899

13. Hinn 17. jan. 1848 brann Vesturá í Laxárdal nema nokkuð af baðstofu. Komst fólk af. Kafnaði þó köttur og hrútur í baðstofunni en Guðrún Natansmóðir, allgömul, var ein eftir fólks inni. Varð ei náð til hennar. Töldu menn hana þá af með öllu. En þá kannað var eftir brunann fannst hún með fullu lífi. Hafði hún breitt ofan á sig rúmföt og vafið um höfuð sér. Húnv.saga III 909

14. En það var í apríl 1848 að Jón Pálmason fékk Ingibjargar Salóme Þorleifsdóttur  frá Stóradal og fór að búa eftir Pálma föður sinn á Sólheimum á Ásum um vorið. Húnv.saga III 909

JP var afi Jóns og langafi Pálma á Akri þm.&rh.

Nær bókarlokum telur fræðimaðurinn Gísli Konráðsson fjölmarga bændur húnvetnska, er þá kannski fluttur út í Flatey og horfir þaðan norður: 

Taldir flestir helstu Húnvetningar 1850

15. Guðmundur Ólafsson býr að Vindhæli. Húnv.saga III 913

GÓ var fyrri maður Ingibjargar Árnadóttir hálfsystur Jóns Árnasonar bókavarðar en Guðm. átti síðar húsfrú Þórdísi og þau eru sameiginlega áar Soffíu f. 1925 og Guðmundar f. 1929, Lárusbarna á Skagaströnd.

Guðm. Ólafsson og Ingibjörg f. k hans eru áar Davíðs Stefánssonar skálds og Guðmundar Magnússonar læknis og prófessors frá Holti á Ásum.

16. Guðmundur Arnljótsson er hreppstjóri í Svínavatnshreppi. Býr hann að Guðlaugsstöðum og er varaþingmaður Húnvetninga. Lesinn er hann en honum þó margt óljóst. Hann er hæglyndur og heldur seinlegur í bragði, lágur vexti, dökkur á hár og ei fríður sýnum. Jóhannes er launsonur hans, býr á Gunnsteinsstöðum, vel á sig kominn. Húnv.saga III 913

Guðm. Arnlj. var afi Guðm. Hannessonar læknis og þm. og Páls bónda á Guðlaugsstöðum – Björn Pálsson Löngumýri þm. og Páll Pétursson Höllust. þm.&rh.

Jóhannes og Sólveig k.h. á Gunnsteinsstöðum ólu upp Sigríði Gísladóttur, síðar hfr. á Æsustöðum, en Sigríður var úr fjölmenna systkinahópnum á Eyvindarstöðum.

Börn þeirra SG og Pálma á Æsustöðum, þau sem upp komust:

Jón Jóhannes verslunarmaður/bóndi Gautsdal,
Guðrún Sólveig á Bjarnastöðum/Æsustöðum
Sigurður Pálmason kaupm. á Hvammstanga
Jósefína í Holti
Gísli organisti á Bergsstöðum.

17. Jón Sveinsson að Sauðanesi hrstj. Í Torfalækjarhreppi, auðugur maður, einarður og þrekmikill, stór vexti, svartur á hár og móeygur. Húnv.saga III 914

Jón lést 52 ára en ekkjan Sigríðar náði 85 ára aldri og flutti að Torfalæk með börnum þeirra Sigurlaugu og Jónasi. Sigurlaug bjó síðan á Torfalæk, langamma Jóhannesar og Jóns Torfasona, en mæðginin fluttu að Mjóadal þar sem hin systirin, Guðrún Jónsdóttir, bjó með Jóhanni Sigvaldasyni manni sínum.

Jónas flutti síðan að Finnstungu 1889 með Aðalheiði Rósu konu sinni, en Tryggvi sonur Jónasar og Margrétar í Kolviðarnesi tók við búskap í Tungu af föður sínum og þar búa enn afkomendur þeirra.

Köldukinnarmenn rekja ætt til Guðrúnar í Mjóadal. Guðrún í Köldukinn er f. 1890, Björg móðir hennar f. 1868 og Guðrún Jónsd. frá Sauðanesi/Mjóadal f. 1836. Jón Espólín maður Bjargar frá Mjóadal á einnig ætt til Jóns Jónssonar Espólín sýslumanns í Viðvík og á Frostastöðum f. 1769, en hann hóf ritun Húnvetningasögu, sjá eftirmála sögukorns.

Eftirmáli sögukorns:

Skrif má líta hér og bækur þar og bókahlaðar blasa við okkur á áliðnu sumri 2021. Fjölmiðlar láta ekki sitt eftir liggja, vinsælar kvöldsögur hafa verið í RUV1/á Gufunni, Dægradvöl Gröndals, minningar Matthíasar og Íslendingasögur framan af sumri.

Við megum gjarnan dást að því, hve bókin heldur velli, hvað við sækjum í þennan forna menningarmiðil, veljum reyndar fremur nettu bækurnar, þær gott að grípa með í strætó, ferðalagið eða til kvöldlestrar, meðan þær þykku eiga framtíð í tölvunni, mun fljótlegra að leita þar í þeim, þreyta ekki hendur eða axlir, en þessar litlu – og efnisgóðu – virðast eiga góða lífdaga og ár í vændum.

Ég fór upphaflega að skrifa pistla á Húnahornið 2014, fyrra árið sem  ég átti sess við orgel Blönduóskirkju og vildi með þeim pistli hvetja sóknarmenn til sækja betur kirkju sína. Bjartsýnn var ég – eins og oftar – að halda að nokkur orð í Húnahorni hertu á sóknarbörnunum með kirkjusókn og sá heldur ekki neitt dæmi um það.

Hitt kom fljótt í ljós að greiðlega gekk að fá inni á vefnum og þar var vel tekið á móti mér.

Kom þá fljótlega að nýjum pistlum, Stökuspjalli og síðar Sögukornum sem hafa fengið þar sæmilegar viðtökur.

Og sjá: Framréttar hendur flýta því sem gera má.

Jón Torfason, sagnfræðingur og útgefandi Húnvetningasögu, hefur bæst í hóp pistlahöfunda á þessum sama vefmiðli og er nú að semja handa okkur þætti af sveitungum sínum, Gunnum og Jónum sem óbætt hafa legið og ónefnd öldum saman. Þær – og þeir – fá nú líf á síðum Húnahorns, sbr. Meyjaskemmuna á Beinakeldu og Auðinn á Stóru-Giljá.

Samfélagið á vefnum við Jón, Ragnar Zóphónías ritstjóra og aðra fjasvini er sömuleiðis ómetanlegt, snillingar fá þar að njóta sín, náttúrufræði, rökvísi, þankar úr morgunrölti, móðurmálið, skáldskapur nýr og forn fær þar lesendur og þátttakendur auk hinna sem fylgjast þögulir með.

Nú, jæja, við erum reyndar venjulega harla þögul við skriftir á fésbókina, en við kvittum fyrir að hafa litið inn, stundum með rauðu, oftast með bláu – eða kannski vái! 

Gott lesefni eru okkar góðu Svipir og sagnir, sögufélagsbækurnar og Föðurtún. Þar má finna þar lifandi myndir úr sveitum Húnaþings, hægt að minna sig á – hér í Húnahorninu – og eins þá sem lesa vilja á verk þeirra sem áður héldu utan um mál og minningar og spöruðu hvorki tíma eða spor til góðra verka.

Húnvetningasaga er bókarheiti sem stundum er vitnað til í sögufélagsritunum, samin af Gísla Konráðssonar en hafin af Jóni sýslumanni Espólín á Frostastöðum, en hún þótti – og var – mikið dýrmæti. Fáein handrit voru til af henni, en svo kom að því að Jón Torfason, áðurnefndur sagnfræðingur, tók sér fyrir hendur að gefa út um aldamótin þetta mikla rit. Þau urðu þrjú bindin!

Jón útgefandi rekur tengsl Gísla og Jóns Espólíns sýslumanns á Viðvík og Frostastöðum, hvernig Espólín hóf þessa söguritun og hélt henni fram um 1833 en þá tók Gísli við, hefur hreinritað fyrri hluta sögunnar fyrir 1845, en síðari hlutann um 1850.

Hér að ofan birtast glefsur úr Húnvetningasögu fyrsta og síðasta bindi. Mætti það minna okkur á mannlíf og tengsl og sömuleiðis kapp og áhuga þeirra sem hófu fræðakyndilinn á loft 1938 með stofnun sögufélagsins, þá Bjarna kennara í Blöndudalshólum, sr. Gunnar á Æsustöðum og Magnús á Syðra-Hóli.

Viðtal við Jón Torfason frá 1998 um Húnvetningasögu og GKonráðsson:
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/404625/

Gísli Konráðsson á Wikipedíu: https://is.wikipedia.org/wiki/G%C3%ADsli_Konr%C3%A1%C3%B0sson
Ævisaga GK: https://timarit.is/page/2320170#page/n29/mode/2up
Vefir: https://landsbokasafn.is/index.php/vefir-safnsins 
Guðm. læknir og þm. Hannesson: https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=179
Stökuspjall frá 2017 um Pál Kolka, sr. Gunnar og Hermann frá Sauðanesi: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13657

Ingi Heiðmar Jónsson

 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið