Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 07:30 0 0°C
Laxárdalsh. 07:30 0 0°C
Vatnsskarð 07:30 0 0°C
Þverárfjall 07:30 0 0°C
Kjalarnes 07:30 0 0°C
Hafnarfjall 07:30 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 31. ágúst 2021 - kl. 10:38
Stökuspjall: Að vinna tún
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Á síðasta degi ágústmánaðar sest ég hjá nafna mínum heitnum á Kirkjubóli sem lét sig ekki muna um að yrkja vísur í heila afmælisdagabók.

Sá 31. hlaut þessa:

Mér lífið æðstu gleði gaf
er gekk ég út með hund og staf
og stefndi bæ og byggðum frá
að bröttum fossi og jökulsá. GIK

Á degi Jóns Árnasonar, 17. ágúst, ætluðum við að syngja sálma og halda messu á Hofi með fulltingi Kristínar djákna á Borðeyri og sr. Ólafs á Mælifelli, en kóvídsóttin kæfði þá ráðagerð.

Sum okkar – sem höfum skipað okkur í hirð JÁ – hittumst s.l. laugardag á bókakynningu í Gamla kaupfélaginu við Höfðann þar sem ekkja Sveins Torfa, Sigríður Gunnarsdóttir, ættuð vestan úr Ingólfsfirði á Ströndum, sagði okkur frá bókinni og rifjaði upp einstök atvik sem þar birtast.

Bókin heitir Með grjót í vösunum og þar segir höfundur frá skólagöngu sinni hjá Elínborgu kennara og Páli skólastjóra á Skagaströnd, kollegum þeirra í Grindavík og síðan hvernig ferðalag hann átti með Ólafi Ketilssyni austur fyrir fjall þar sem hann settist í Laugarvatnsskóla og fékk þar sinn hvíta koll áður en hann tók til við verkfræðinámið.

Mikill fengur er að þessari bók og lengi munu verða til á þessu okkar góða landi lítil þorp og tafsöm ganga æskumannsins þaðan, sem þeir nutu kyrrlátrar æsku en lentu stundum ungir í orrustum og þrekgöngum á fjalllendi lífsins.

Útlæg, djörf og dáðrökk æska
drauma frjálsa bar á land.
Konungsvald og kotungsgræska
knýtti ei hennar stjórnarband. GIK

Svo förum við með Inga út á tún:

Það er ilmur af hálfþurru heyi
í hásumars austanblæ
Það er heyskapar auður og yndi
á íslenskum sveitabæ. GIK

Orð um álas hljóta að kvikna á þessum tímum uppljóstrana um ofbeldi frægra fótboltastráka gegn stúlkum og börnum.

Ýmsir hafa orðið vitni að hvernig ruddaskapur er afsakaður ef örlar á einhverju sem kalla má húmor í sögu eða frammíkalli:

Bara smágrín!

Taktu ekki mark!

Bara í nösunum á honum/henni.

Þarna vaða vinir manns fram í þeirri trú að þeir séu að létta tilheyrendum sínum lífsokið, freista þess að vera hressir, finna sér skotspón til að gera lítið úr og bæta svo við þegar honum mislíkar: Bara smágrín!

Þýðingarmikil spor má stíga á þessum völlum og fótboltastrákarnir eru hluti af menningunni en þarna er oft fóðruð fólska undir hressilegum tilþrifum.

Helst trúi ég að list í myndum eða tónum hjálpi til að ná okkur upp úr þessu hnipri og kannski einhverjum fleiri pyttum, t. d. getur verið gott upphaf þeirra göngu að sneiða hjá lítilsvirðandi tali sem svo auðvelt er að missa sig í.

Og þar með talið lítilsvirðandi athugasemdir um málfar. Þær eru mjög fjarri því sem kalla má kennslu eða menntun. Skila engu!

Og setningin Hvaaaaa, bara smágrín!!!! er gagnlaus afsökun en vísar oftar en ekki á falda fólsku sem getur svo brotist fram þegar verst gegnir.

Æijá, það er oft ósniðugt álasið – og kannski býsna skaðlegt en orðið ruddaskap má ekki taka sér í mun þá sárnar vinum mínum meira en lítið. En þessi menning/ómenning gleymist í umræðunni um nauðganir – eða er kannski strax kveðin niður – t.d. með spurningunni einkennilegu: Tekurðu þetta í alvöru?  

En hvað segir bóndinn og kennarinn á Kirkjubóli. Hann fær lokaorðið:

Vilt þú ekki vinna tún
úr auðnum
lifa svo hjá lífsins rún
og auðnum?
Auðugur sá, er auðnum nær úr auðnum. GIK

Fleiri krækjur:
Bókakynning í Gamla kaupfélagi: https://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=18365
Vísur og ljóð Guðm. Inga á vefnum: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=15880
Safnasafnið Svalbarðsströnd: https://www.safnasafnid.is/

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið