Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 00:30 0 0°C
Laxárdalsh. 00:30 0 0°C
Vatnsskarð 00:30 0 0°C
Þverárfjall 00:30 0 0°C
Kjalarnes 00:30 0 0°C
Hafnarfjall 00:30 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Gunnsteinsstaðir í Langadal. Mynd: Ljósmyndasafn HAH
Gunnsteinsstaðir í Langadal. Mynd: Ljósmyndasafn HAH
Pistlar | 17. nóvember 2022 - kl. 09:20
Sögukorn frá Gunnsteinsstöðum - um 1870
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. Sigríður – jómfrúin á Gunnsteinsstöðum – var merk kona og mæt, rólynd og fasprúð, hjartagóð og hjálpsöm og jafnan reiðubúin að rétta hjálparhönd þeim, er í nauðir rötuðu og hún náði til. Barngóð var hún mjög og ól upp mörg börn að meiru eða minna leyti og einkum á síðari árum sínum. Hún var ráðskona hjá Arnóri bróður sínum, sýslumanni á Ytri-Ey sem lét hana sjálfráða um barnfóstur og annað, er hún vildi gott gera. Eftir lát hans, flutti hún að Gunnsteinsstöðum og lauk þar ævi sinni. Hún var aldrei kölluð annað en jómfrú Arnesen, Jómfrúin á Ytri-Ey og síðar Gunnsteinsstöðum. 
Magnús Björnsson Kammerráðið á Ytri-Ey

2. Arnór Árnason sýslumaður var fæddur 1807 að Belgsholti og lærði undir skóla hjá prestunum Þorvaldi Böðvarssyni og Ólafi Hjaltasyni Thorberg. Tekinn í Bessastaðaskóla 1826, lauk stúdentsprófi 1832 með góðum vitnisburði. Fór til náms við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þar embættisprófi í lögfræði haustið 1936.
Hann hafði bólstað á þremur jörðum þau átta ár sem hann var sýslumaður í Þingeyjarsýslu: Rauðuskriðu í Aðaldal, Stóru-Laugum í Reykjadal og Skógum í Öxarfirði.

3. Vorið 1847 fékk Arnór veitingu fyrir Húnavatnssýslu. Er vestur kom tók hann sér bólfestu á Ytri-Ey og reisti þar bú. Þótti sýslubúum er vestarlega bjuggu, langt til hans að sækja, er hann sat svo austarlega og nærri héraðsenda. En hinar betri jarðir um miðbik sýslunnar lágu ekki á lausu og því varð hann að sæta þessu jarðnæði og gerast þar leiguliði. Þar bjó hann síðan til banadægurs. Magnús Björnsson Kammerráðið á Ytri-Ey

4. Húsið á Ytri-Ey hafði Arnór sýslumaður látið byggja 1849 og var Egill Halldórsson á Reykjum v/Reykjabraut yfirsmiður. Egill var sigldur og þótti ágætur smiður. Hafði húsið af upphafi verið mjög vandað að efni og smíð en ekki verið haldið svo við sem skyldi á síðari árum. Það var rismikið en heldur lágt undir loft. Það varð til þess að Kvennaskóli Húnvetninga sem þá var rekinn í félagi með Skagfirðingum keypti húsið, stækkaði það og flutti þangað haustið 1883. Kvennaskóli Húnvetninga 1879-1939 – Minningarit 1939

5. Hjalti Ólafsson Thorberg var gjörvilegur maður ásýndum, duglegur og verkhygginn. Vinsæll og vel metinn. Hann var ráðsmaður hjá Arnóri Árnasyni sýslumanni á Ytri-Ey og sá um allan búrekstur sýslumanns ásamt því að reka eigið bú á hluta jarðarinnar. Þegar Arnór féll frá fluttist Hjalti að Gunnsteinsstöðum og hugði á stórbúskap þar. Úr því varð minna einkum vegna þess að heilsan tók að bila og að síðustu fluttist hann með konu og börn að Vesturhópshólum og lést þar úr tæringu eftir nokkra mánuði hinn 11. des. 1871. 
Sjá krækju á vefsíðu í heimildaskrá

6. Heimilisfólk á Gunnsteinsstöðum 1870:

Hjalti Ó. Thorberg bóndi 45 giftur
Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja 36 gift
Arnór Hjaltason barn þeirra 8
Sigríður Hjaltadóttir  -  11
Guðfinna Hjaltadóttir  -  6
Ólafur Hjaltason   -  2
Svanhildur Ólöf Hjaltadóttir á 1. ári

Ólafur Hjaltason Thorberg emeritprestur 78 ekkill
Svanhildur Ólafsd. Thorberg dóttir hans 37 ógift
Sveinn Sveinsson vm. 58 ekkill
Guðríður Tómasdóttir vk. 28 ógift

Arnbjörg Guðmundsdóttir vk. 20 ógift
Una Hinriksdóttir vk. 59 ógift
Valtýr Guðmundsson tökubarn 11
Björn Tómasson niðurseta 30 ógift
Þuríður Halldórsdóttir lifir á sínu, húskona 60 ekkja
Sigríður Árnadóttir lifir á sínu, húskona 57 ógift
Anna Sigríður Guðmundsdóttir vk. hennar 24 ógift
Sigurbjörg Sölvadóttir vk. hennar 17 ógift
Sophía Hansína Guðmundsdóttir tökubarn hennar 13
Nikulás Guðmundsson vm. hennar  30 ógiftur
Heimilisfólk alls 22

7. Tökubarnið Valtýr var sonur Guðmundar sýsluskrifara Einarssonar, sem lést á Geitaskarði 5. jan. 1865, en hafði áður arfleitt Valtý að öllum eigum sínum, öðrum en bókum og handritum. Nam föðurarfur Valtýs samtals 780 ríkisdölum. Var jörðin Efri-Skúfur verðmætasti hluti arfsins, en hún var metin á 600 ríkisdali. Er Guðmundur fann að hverju fór, útnefndi hann Hjalta Thorberg á Gunnsteinsstöðum, bróður Bergs, síðar landshöfðingja, fjárhaldsmann sonar síns. Til hans fór Valtýr litli eftir að faðir hans lést og var á heimili hans næstu árin. Jón Þ. Þór: Dr. Valtýr ævisaga

8. Nikulás, þrítugur vinnumaður jómfrú Sigríðar, varð þekktur fyrir rummungshátt, stal hesti o.fl., lagðist í flakk og er af honum ítarlegur og magnaður þáttur eftir Magnús á Syðra-Hóli í söguritinu Troðningar og tóftarbrot. Magnús kynntist Nikulási á efri árum hans, var hann þá enn léttur í spori og hvatlegur, hélt fyrri háttum sínum að ráðast ekki í vistir en hvarfla nokkuð milli bæja, en hafði ráðið sig á bát sem E. Hemmert á Skagaströnd gerði út haustið 1906. Segir Magnús svo frá:

9. Hafði Nikulás þá aðsetur í kompu í gamalli vöruskemmu og lifði mest við skrínukost. Bjó hann þar við lítil þægindi, því þröngt var og kalt í kytru hans. Hún var stundum nokkurs konar baðstofa bátverja. Þar sátu þeir stundum á kvöldin, spjölluðu, spiluðu og kváðu. Ungur sveitapiltur var þá búðarloka og léttastrákur hjá verslunarstjóranum. Hann sat oft hjá Nikulási í kompu hans og skröfuðu þeir ýmislegt. Margt bar þeim á góma því að Nikulás var ræðinn og sagði sögur frá fyrri tíð, því að mörgum hafði hann kynnst og átti sjálfur ærið viðburðaríka ævi eða svo fannst piltinum. MB: Saga Nikulásar bls. 179

10.  Enn segir Magnús: Nikulás var um margt íþróttamaður og hlaupagarpur svo mikill að á fárra færi var að þreyta hlaup við hann. Allra manna var hann þolnastur á göngu og óragur við torfærur. Hann var oft á ferðalagi og fór löngum á fæti. MB: Saga Nikulásar bls. 172

Bændaríma yfir Bólstaðarhlíðarhrepp

1.
Eg vil ræða rétt til þín
og róminn glæða eins og svín
en láttu blæða boðnar vín
bríkin klæða í sárin mín.

2.
Margt vill ama ýtum hér
enginn gaman vekja fer.
Það allt saman sýnist mér
svart í framan, því er ver.

3.
Enginn vogar yrkja ljóð
aldrei boga spennir þjóð
en glópaflog með heimskuhnjóð
heyrast og því brestur móð.

4.
Víki þögn og þunglyndi
það er brögnum leiðindi.
Hlýðum sögn úr sveit vorri
sumra fögnum búsnilli.

9.
Gunnsteinsstaða Hjalti hýr
hæðarmaður, þeygi rýr
velmenntaður, skarpur, skýr
skynjar það hann allvel býr.

10.
Snauðum gróða gefur ein
gulls þar tróða best metin
hjartagóð og gestrisin
greinir þjóð sé Jómfrúin.

15.
Eyðir kvíða örlátur
er sá lýðum geðfelldur
meiðir skíða menntaður
Mörk nú prýðir Guðmundur.

16.
Í Hvammi nú er sagt að sé
syndum búið ómenne
þessum snúið frá er fé
fyrðar trúi sögunne.

11. Friðgeir í Hvammi, Árnason stutta á Mörk Jónssonar, orti rímu um bændur í Bólstaðarhlíðarhreppi og birtast hér vísurnar um Hjalta Ó. Thorberg og Jómfrúna á Gunnsteinsstöðum, flutt þangað utan frá Ytri-Ey, visa um Guðmund Jónsson bónda á Mörk, föður Erlends þess sem skrifaði minningabókina Heima og Heiman Rv. 2002, þá orðinn gamall maður vestur í Ameríku og að lokum vísan sem skáldið Friðgeir Árnason orti um sjálfan sig, bóndann í Hvammi, skammavísa eins og stundum vildi verða þegar röðin kom að sjálfum höfundinum.

Heimildir og ítarefni:
Íslenskar æviskrár eftir Pál Eggert Ólason I bls. 82
Troðningar og tóftarbrot – Saga Nikulásar Rv. 1953 
á vefnum: https://baekur.is/bok/bdd73e44-4c7c-4b84-96ee-de2c49812791/0/8/Svipir_og#page/n7/mode/2up
Hjalti á Gunnsteinsstöðum: https://saebbisku.wordpress.com/2020/02/20/hjalti-olafsson-thorberg-bondi-a-gunnsteinsstodum-i-langadal-og-ytri-ey-a-skagastrond/
Mbl. minningagrein þar sem getið er uppeldisdóttur Jómfrúarinnar á Gunnsteinsstöðum: https://timarit.is/files/57220252
Bændaríma Friðgeirs í Hvammi á Laxárdal: https://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=2202

Ingi Heiðmar Jónsson

 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið