Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 06:12 0 0°C
Laxárdalsh. 06:12 0 0°C
Vatnsskarð 06:12 0 0°C
Þverárfjall 06:12 0 0°C
Kjalarnes 06:12 0 0°C
Hafnarfjall 06:12 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 30. mars 2023 - kl. 15:08
Stökuspjall: Vigdísi valdi þjóðin!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Fundur hjá framboði Vigdísar Finnbogadóttur var í Árgarði föstud. 9. maí 1980. Þetta var fyrsti fundur hennar úti á landi en Vigdís átti traustan og öflugan stuðningsmann í frænku sinni og vinkonu, Guðrúnu Láru, símstöðvarstjóra og prestsfrú á Mælifelli sem bað frambjóðandann að flýta för sinni norður um nokkrar stundir svo hún gæti hitt okkur framsveitungana í Skagafirði áður en kæmi að kvöldfundinum í Varmahlíð.

Og það varð. 

Framboðsfundur var fyrirhugaður í Varmahlíð föstudagskvöldið 9. maí en áður kom hún til okkar Lýtinganna, öldungurinn Ófeigur á Reykjaborg, einn þeirra sem skrifaði Vigdísi bréf og skoraði á hana að bjóða sig fram, hann kom á fundinn austur yfir brúna á reiðhjólinu sínu, spjallarinn/IHJ hringdi út á Krók og boðaði Önnu og Guðmundi Bergsstaðaskáldi samkomuna þar sem ýmis ráð voru síðan brugguð á þessum fyrsta fundi Vigdísar:

Karla valdi veltir
Vigdís, aldrei hikar.
Siðinn aldinn sveltir
sigurgjaldið blikar.  Ók. höf. 

Talsvert kom af fólki á fundinn, Guðrún Lára hafði komið boðum símleiðis, en fyrirvarinn var örskammur, þar á meðal til Ófeigs og sumir völdu frekar síðdegisfund en kvöldgöltur og fundurinn varð góður, veðrið blítt og austan við félagsheimilið okkar þar í Steinsstaðabyggðinni var staldrað og masað eftir fundinn eins og fara gerir, áður en hver fór til síns heima.

Farið var að skipuleggja framboðsstarfið í Skagafirði fram að kosningum, IHJ/spjallarinn var að ljúka vetrarstarfinu við Steinsstaðaskóla og gat því tekið að sér skrifstofu út á Krók í fáeinar vikur en þau hjónin Guðmundur og Anna buðu fram húsnæði og fæði meðan á baráttunni stæði.

Frambjóðandinn Vigdís skrapp svo litla stund heim í Mælifell til prestshjónanna, en ekki var lengi til setu boðið því fundurinn í Miðgarði var fram undan. Sr. Ágúst á Mælifelli varð trúnaðarmaður framboðs Vigdísar í sveitum Skagafjarðar og safnaði undirskriftum til stuðnings.

Framboðsmálin á Norðurlandi fóru vel af stað á þessum blíða föstudegi.

Alls kyns tengsl og svo vináttan sjálf eru dýrmætar perlur á ævilínu hvers einstaklings – og í sögu þjóðar.

Þjóð í vanda velja skal
– vel svo standi í hríðum.
Íslands-landa vífa val
varnar grandi lýðum. Ók. höf.

Og allt gekk vel eftir, væn hjón við Skagfirðingabraut leigðu okkur neðri hæðina hjá sér, einhver fann hjá sér aukakaffikönnu, kexpakkinn fékkst í búðinni og stundum fengum við sendan lummudisk frá ötulum stuðningsmanni út í bæ til að geta tekið betur móti gestum. Vestan úr Húnaþingi fengum við gesti, þar af tvo sem lögðu ríflega í kosningasjóð, aðra framan úr Firði með hressandi fréttir, Jói í Stapa þurfti daglega í Krókinn vegna þrauta af vöðvabólgu og staldraði þá við á kosningaskrifstofunni og beið þar eftir seinni meðferðinni. Fleiri skáld létu til sín taka í stuðningi við Vigdísi – nefni hér Þorsteinn frá Ásbrekku sem bjó fram í Sæmundarhlíð.   

Einhverju sinni hringdi Þorsteinn á skrifstofuna og lauk símtalinu með hvatningarvísu.

Giftum manni er voðinn vís
– við skulum hætta að rausa –
en meirihlutinn kátur kýs
konu makalausa. Þorsteinn Ásgrímsson Varmalandi

En Jói var nærstaddur og snöggur að bæta við annarri: 

Meðan takast menn á hér
og margir saknæmt rausa
yfir vaka vil ég þér
Vigdís makalausa. Jói í Stapa

Kosningarnar fóru síðan fram sunnudaginn 29. júní þar sem Vigdís bar sigurorð af Guðlaugi Þorvaldssyni, munaði 1906 atkvæðum. Albert var í þriðja sæti en Pétur J. Thorsteinsson í því fjórða.

Mánudaginn 30. júní 1980, fyrir tæpum 43 árum, á fyrsta degi nýkjörins forseta, var Vigdísar víða getið í fréttum eða myndum og m.a. vitnað til þessara orða hennar:  

„Við eigum ekkert að vopni nema orðið, en við getum mikið sagt með orðum."

Guðmundur Halldórsson rithöfundur frá Bergsstöðum í Svartárdal, búsettur á Sauðárkróki, kallaði þetta kosningavor Vigdísarvor, þegar atburðir eða skemmtisögur frá því voru rifjaðir upp.

Samtímaefni úr Dagblaðinu/DV
DV: Vigdís forsetaframbjóðandi á kosningafundi í Hafnarfirði: https://timarit.is/files/49269030

DV: Heimir Pálsson um frambjóðandann Vigdísi: https://timarit.is/files/49270720
DV: Framboðsfundur á Ak.: https://timarit.is/files/49272230
DV: Fleiri myndir frá Akureyrarfundi: https://timarit.is/files/49272235
DV: Daginn eftir kosningarnar: https://timarit.is/page/3094741?iabr=on#page/n0/mode/2up
Af vef Vigdísar: https://tilvitnun.is/hofundur/vigd%C3%ADs-finnbogad%C3%B3ttir
Björn Reynir Halldórsson/Vísindavefur: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=63285.
Vísa Þorsteins af Húnaflóa/vísnavef: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/visur.php?VID=26686
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir: Á meðan ég man II Rv. 2016,  bls. 132-5

Tvær vísnanna hér að ofan eru höfundarlausar, hafa varðveist þannig að sr. Ágúst á Mælifelli skrifaði þær aftan á símskeytaeyðublað, sennilega eftir símtal.

Ljóð af vefnum:
Í kosningabaráttunni orti Elísabet Þorgeirsdóttir, fiskvinnslukona og skáld, kvæðið hér að neðan til Vigdísar.

Til Vigdísar

Um leið og ég tíni
ormana úr þorskinum –
hvet ég þig til dáða.

Ég læt hnífinn vaða
í þorsk eftir þorsk
sem allir fá að heyra boðskapinn
áður en þeir falla í öskjurnar
og sigla til USA.

Um leið og ég vind bleyjurnar
og skelli óhreinum diskum í vask
sendi ég þér í huganum baráttukveðjur
þríf hastarlega til í öllu mínu drasli
reyni að beisla kraftinn
sem ætlaður er þér.

Þú manst
að barátta þín er fyrir okkur
hundruð mæðra í hundruðum eldhúsa
þúsund ára daglegt strit
í harðbýlu landi.

Haltu áfram
og ég held áfram
að hvísla því að þorskinum
en þrái mest
að fræða son minn
í fyllingu tímans
um kjark þinn. EÞ 1980.

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið