Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 28. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 22:03 0 0°C
Laxárdalsh. 22:03 0 0°C
Vatnsskarð 22:03 0 0°C
Þverárfjall 22:03 0 0°C
Kjalarnes 22:03 0 0°C
Hafnarfjall 22:03 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Blönduós. Mynd: Auðunn Blöndal
Blönduós. Mynd: Auðunn Blöndal
Pistlar | 25. apríl 2023 - kl. 09:20
Sögukorn: Að langa til að teikna
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
  1. Kátt var vor á Ketilsstöðum
    kvað við loft af ástarbrag.
    Himins fuglar hamingjunni
    hrósa vildu sérhvern dag.
    Vordagsgeisla léttur ljómi
    lagði munn að anganblómi
    vakti hennar leynda lag. Kristján Sigurðsson/Skáld-Rósa

     
  2.  Síðasti Húnvetningurinn er vísað var til öndvegis í vetur í Ljóðhúsum í Mjódd, þ.e. safnaðarheimili Breiðholtskirkju, var Kristján kennari á Brúsastöðum, sem gaf út æviminningar sínar og ljóð í bókinni Þegar veðri slotar.

    Jón Benedikt kennara- og sonarsonur Kristjáns tók saman þátt - og flutti - um ævi og kjör Kristjáns. Benedikt Blöndal kom til fundarins norðan af Blönduósi og rifjaði upp minningar frá Brúsastaðaheimilinu. Til tals kom á fundinum hve kennarastarfið væri tengt niðjum Kristjáns og margir þeirra hefðu valið sér ævistarf í þeirri grein.

     
  3.  Ráðgert er að halda áfram ljóðastundum á nýju ári, þ.e. hefjast handa í jan. 1924 og hafa tveir ljóðasmiðir og skáld þegar verið tilnefndir: Þeir Páll Kolka, héraðslæknir á Blönduósi og Einar Andrésson bóndi á Þorbrandsstöðum í Langadal, en bjó áður í Bólu, síðar á Illugastöðum í Fljótum og svo síðast á Þorbrandsstöðum.
     
  4. Mig í skjóli fyrir fel
    frostagjólum köldum
    þar sem Bóla, byggð á mel
    birtu sólar nýtur vel. Einar Andrésson

     
  5.  Fyrir tveimur árum, eða um það bil, vakti frú Gunnfríður Jónsdóttir máls á því við mig, að hún hefði í fórum sínum nokkuð af kvæðum eftir, afa sinn, Einar Andrésson í Bólu og sagnir um hann, sem hún hefði safnað með aðstoð móður sinnar, frú Halldóru, dóttur Einars. Það varð að samkomulagi, að sýnishorn af safni þessu skyldi gefið út í ritsafninu Menn og minjar og efnið valið í samráði við þær mæðgur.

    Hér að ofan birtist upphaf að formálsorðum Finns Sigmundsson landsbókavarðar, sem var ötull útgefandi og lesandi bréfa og ljóða úr handritum fyrri tíma.
    Finnur Sigm. – úr formála að Menn og minjar VI Einar Andrésson í Bólu

     
  6. Halldóra Einarsdóttir var húsfreyja í Kirkjubæ og Siglufirði, bjó síðar á Seyðisfirði og í Reykjavík. Sjá krækju á minningagrein neðst í sögukornum.
     
  7. Bakkusi ég löngum laut
    lífs á fjörgu dögum.
    Drakk þá til að dreifa þraut
    dálítið með slögum. Einar Andrésson

     
  8. Hvað segir Wikipedia um Gunnfríði Jónsdóttur, dótturdóttur Einars:
    Gunnfríður Jónsdóttir  (26. desember 1889 – 15. maí 1968) var íslenskur myndhöggvari. Hún var frá Kirkjubæ í Norðurárdal og voru foreldrar hennar Halldóra Einarsdóttir Andréssonar og Jón Jónsson. Gunnfríður fékk drep í fót átta ára gömul og útvortis berkla. Hún fór 19 ára í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún lærði síðar kjólasaum og var fjögur ár í Reykjavík en fór til Stokkhólms 1919. Þar saumaði hún fyrir efnafjölskyldur og fékk hátt kaup og var þar í fimm ár og fór þaðan til Kaupmannahafnar, Berlínar og París.

    Gunnfríður giftist Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara árið 1924 og vann fyrir þeim báðum þar til hann lauk námi. Hún vann fyrst sem saumakona. Hún kynntist Ásmundi í Reykjavík en þau urðu samskipa til Kaupmannahafnar árið 1919 og dvaldi Gunnfríður þar í áratug.
    Hér heima bjó hún og starfaði á Freyjugötu 41 en þar er í dag Ásmundarsalur. Gunnfríður lést árið 1968 og var jarðsett í Strandakirkjugarði.
    Gunnfríður gerði sína fyrstu höggmynd um fertugt en það var styttan „Dreymandi drengur".
    Hún gerði einnig brjóstmynd af Sigurjóni Péturssyni í Álafossi en sú mynd stendur í brekkunni ofan við sundlaugina á Álafossi.
    Meðal verka hennar er minnisvarði við Strandakirkju um kraftaverkið í Engilsvík en það er höggmynd úr ljósu graníti sem sýnir hvítklædda konu benda sjómönnum í sjávarháska inn í Engilsvík. Úr wikipediu: Gunnfríður Jónsdóttir

     
  9.  Blaðamaður Vikunnar spyr listakonuna árið 1960:
    Segðu okkur, Gunnfríður, byrjaðirðu á þessu af tilviljun, eða hafðirðu alltaf haft áhuga á höggmyndalist?
    — Satt að segja hafði mig alltaf langað til að teikna eða eitthvað í þá áttina og það sérstaklega eftir að ég kom í Kvennaskólann á Blönduósi. En ég hefði verið talin einkennileg, ef ég hefði verið að segja frá því og einkum þar sem ég var kvenmaður. En einu var ég ákveðin í, og það var að komast út fyrir landsteinana og alla leið til Grikklands. Já, það var allt saman góður skóli.
    — Þú hefur þá líklega verið ein víðförlasta kona á Íslandi um tíma?
    — Já, það mætti kannski segja það, en þessi ferðalög hafa veitt mér ómetanlega reynslu. Ég sá margt og lærði margt, sem ég festi mér í minni.

     
  10.  Gunnfríður segir frá skólagöngu sinni:
    Þegar ég var nítján ára, bað ég frænda minn að sækja um vist fyrir mig á kvennaskólanum á Blönduósi, þó að ég ætti ekki eyris virði. Þá reyndist Þórarinn á Hjaltabakka mér vel, hann rukkaði mig ekki um skólagjaldið fyrr en hann vissi, að ég var búin að vinna fyrir því. Tveimur árum seinna bað hann mig að sauma fyrir sig föt á strák, sem hann átti. Það þótti mér vænt um. Ég vandaði mig og Þórarinn dáðist að handbragðinu á fötunum. Þ. e. Þórarinn Jónsson alþm. Hjaltabakka 1870-1944

     
  11. Í Bólstaðarhlíðarkirkju er smámynd af Landsýn eftir Gunnfríði Jónsdóttur, gefin af listakonunni. Húnaþing I Ak. 1975 sr. Þorsteinn Gíslason bls. 124
     
  12. Loks vil ég biðja alla þá enn afsökunar, er finnst þetta kver með öllu óþarft og þá framar öðrum föður minn sáluga sjálfan, Einar Andrésson frá Bólu. Er það hyggja mín, að ég geti best undirbúið endurfundina við föður minn með því. Enda hlýtur nú sú stund óðum að nálgast, er ég legg á þennan „eina" sem flytur föggur mínar yfir á ókunna landið. Halldóra Einarsdóttir – úr formála að Menn og minjar VI Rv. 1949, Einar Andrésson í Bólu
     
  13. Eilífðar ég er á vog
    eins og fisi svari
    eða þegar lítið log
    lifir á kuldaskari. Einar Andrésson

Heimildir og ítarefni:
Skáld-Rósa: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=6117
Finnur Sigmundsson Menn og minjar VI Rv. 1949
Minningarorð Guðm. frá Miðdal um Halldóru: https://timarit.is/files/57025747
Vikan 51. tbl. 1960: https://timarit.is/files/66194647
Um síldarstúlkurnar, listaverk GJ: https://timarit.is/files/8509378
Jólablað Tímans/Sigr.Thorlacius: https://timarit.is/files/64503390
Listamannatal: https://www.arkiv.is/artist/441
Landsýn v/Strandarkirkju og fleiri listaverk Gunnfríðar.

Ingi Heiðmar Jónsson
Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið