Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 16. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 08:40 0 0°C
Laxárdalsh. 08:40 0 0°C
Vatnsskarð 08:40 0 0°C
Þverárfjall 08:40 0 0°C
Kjalarnes 08:40 0 0°C
Hafnarfjall 08:40 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Pistlar | 26. maí 2023 - kl. 08:53
Girðum okkur í brók!
Eftir Pétur Arason sveitarstjóra Húnabyggðar

Ég lofaði að skrifa um eitthvað annað en orkumál og það er af nógu að taka enda alls konar fyrir alla í gangi á bak við tjöldin hjá sveitarfélaginu.

Það hefur vakið athygli sumra að ég hugsa hlutina eitthvað aðeins öðruvísi en næsti maður. Það virðist einnig eiga við þegar kemur að girðingarmálum sveitarfélagsins. Það er auðvitað hægt að horfa á mál eins og girðingamál frá mörgum hliðum (ekki girðingahliðum) t.d. með tilliti til lokunar á milli svæða, tæki til að stýra fé í göngum, fjárhagslega, atvinnuskapandi o.s.frv. Þar sem fjármunir sveitarfélagsins eru ekki endalausir horfi ég á alla hlutina frá fjármálalegri hlið þeirra en síðan er líka ágætt að beita almennri skynsemi og rökhugsun þegar maður skoðar hlutina. Það virðist vera með girðingarnar eins og félagsheimilin að fólk hefur miklar tilfinningar til þeirra og síðan er þetta eitt af því sem „alltaf hefur verið svona“. Ég hef sagt við alla sem ég ræði þessi mál við að þetta snúist ekki um að minnka girðingarpeninga til að geta holufyllt malbik í þéttbýlinu. Alls ekki, þetta snýst um að finna betri not fyrir peningana en að setja þá í girðingar sem mögulega þarf ekki, eða halda ekki fé hvort eð er þegar á reynir. Ég t.d. skil ekki af hverju það þurfa að vera einhverjar girðingar á milli heiða í sveitarfélagi sem er sameinað? Það er ekki einu sinni girðing á milli okkar og Húnaþings vestra og af hverju ætti þetta þá að vera innan okkar sveitarfélags? Maður skilur sögulega af hverju þetta var en nú eru tímarnir breyttir, umframeftirspurn eftir fjármunum til að gera allskonar hluti og því löngu tímabært að endurhugsa þetta. Það væri sennilegra ódýrara fyrir sveitarfélagið að senda starfsmenn í fyrirstöðu og rekstrarhjálp í þessa örfáu klukkutíma á ári sem sumar girðingar þjóna sínu hlutverki heldur en að girða þær og halda þeim við árlega. Það sem einnig er sérstakt við þetta eru mismunandi aðferðir milli fjallskiladeildanna okkar hvað þessi mál varðar. Í einni eru nær engar girðingar, önnur biður um enga fjárhagslega aðstoð o.s.frv. Ættum við ekki að geta gert þetta á svipaðan hátt allsstaðar í sveitarfélaginu? Það er vert að taka fram að ég er ekki að kvarta undan andstöðu bænda eða fjallskilanefnda við þessar pælingar nema að síður sé, ég fæ allar mína hugmyndir frá þeim bændum sem ég spjalla um þessi mál við. Ég veit að breytingar taka tíma og við erum í góðu samtali um þessa hluti og góðir hlutir gerast stundum hægt, það er samt ekkert náttúrulögmál. Girðingavísitalan er síðan sérstakt fyrirbæri en hún hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Það er ekki langt síðan að 1km í nýgirðingu kostaði um eina milljón nú er þetta komið yfir tvær og í áttina að þremur milljónum á hvern kílómeter. Nú hefði átt að vera búið að bjóða út girðingavinnu fyrir sveitarfélagið en ég hef ákveðið að gera það ekki að þessu sinni, allavega ekki strax. Fyrir því eru nokkrar ástæður, sú helst að ég taldi mig ekki hafa nægilega góðar upplýsingar um girðingar í sveitarfélaginu til að geta boðið verkefnið út. Það var mikið kvartað þegar ég kom hérna í haust yfir lélegu ástandi girðinga og ég tel því að þær aðferðir sem hingað til hafa verið notaðar megi endurskoða. Það er t.d. sniðugt að mínu viti að vita hvar girðirngar eru, hversu langar þær eru og í hvaða ástandi þær eru áður útboð fer fram. Við höfum því ákveðið að nálgast þetta á annan hátt að þessu sinni og bjóða þetta ekki út núna fyrir sumarið. Í stað þess verður starfsmönnum sveitarfélagsins falið að ná yfirsýn yfir þetta, hnitsetja og mæla lengdir girðinga, sinna nauðsynlegu viðhaldi o.s.frv. Þegar þeirri vinnu er lokið er mögulega hægt að fara með þetta í útboð og t.d. bjóða út til lengri tíma. Ef ástand girðinga kallar á mikla vinnu gæti verið þörf á útboði seinna í sumar en áður en það er vitað er ómögulegt um það að segja. Ég hef tekið eftir því að sumir hafa af því miklar áhyggjur að ég skuli hugsa þetta öðruvísi en vanalega. Menn hafa þá væntanlega áhyggjur af því að girðingarnar verði lekari en í fyrra (er það hægt?). Það er stundum talað um að það sé ákveðin tegund geðveiki að nota alltaf sömu aðferðirnar og búast síðan sífellt við annarri niðurstöðu en venjulega. Þetta er t.d. sagt um núverandi seðlabankastjóra sem þráskallast við að breyta sinni nálgun þrátt fyrir að allir sjái að hlutirnir halda áfram að versna. Það má fylgja þessari umfjöllun þannig að á því leiki enginn vafi að ég stend alveg einn og óstuddur á bak við þessa ákvörðun og svei mér þá ef hún er ekki hugarsmíð mín. Menn vita þá hvert þeir eiga að hringja þegar þetta míglekur allt saman í haust. En ákvörðunin er ekki tekin í einhverju tómarúmi heldur eftir að hafa hlustað vel og vandlega á það fólk sem hefur á þessu mest vit og mestar skoðanir og notar þessar girðingar þ.e. bændur og fólk bæði í landbúnaðarnefnd og fjallskilanefndum.

Ég hef verið að hitta refa- og minkaveiðimenn með það að markmiði að samræma reglur í þessum málum í sveitarfélaginun. Þetta er ágætis dæmi um málaflokk sem er allavega og einhvernveginn, við erum bæði skipulögð og án skipulags með þessi mál. Það fyrsta sem ég rak mig á er að það er engin vísindaleg nálgun ef svo má segja hvað varðar þessar veiðar þ.e. ég get ekki horft á eitthvað skjal sem sýnir mér hvað hefur veiðst af dýrum í gegnum árin og hvar. Þetta er meira svona tilfinning og hún er um þessar mundir sú að allt sé troðfullt af ref. Það er svo sem eitthvað en segir manni nákvæmlega ekkert um hvað við erum að tala. Þessu vil ég breyta og við þurfum sem sveitarfélag að geta útskýrt hvernig við sjáum og skiljum þessi mál og hvað við erum að gera. Eins og allir vita eru allavega tvær sterkar raddir hvað varðar íslenska refinn þ.e. önnur sem vill friða hann og hin sem vill drepa hann hvar sem hann sést. Nú þarf ég að vinna fyrir alla og tel því skynsamlegt að mætast í miðjunni á meðan við erum að ná utan um þetta og veiða en gera það bæði skynsamlega og á yfirvegaðan hátt. Það er þróun í þessum málum eins og öllum öðrum og það koma sífellt upp nýjar veiðiaðferðir og ný siðferðileg viðmið hvað varðar veiðar. Það er t.d. samdóma álit veiðimanna hér að notkun á ljóskösturum með sterkum ljósum eigi ekki að leyfa á refaveiðum, en það er áhrifarík aðferð við veiðar á refi. Þetta er t.d. talið fremur hættulegt þar sem veiðimaðurinn sér ekkert nema glampann í augum dýrsins og annað sem mögulega er á milli hans og bráðarinnar er ómögulegt að sjá í myrkrinu Endurkast kúlu og annað er einnig ógerningur að sjá fyrir og því fellur þessi veiðiaðferð á mörgum öryggissjónarmiðum. Annað dæmi um siðferði við veiðar er grenjavinnsla en sumstaðar er það bannað og erlendis er það mjög þekkt að veiðar á meðan dýr eru með ungviði (sama hvaða tegund á í hlut) er ekki leyfð. Við höfum ekki rætt að banna grenjavinnslu en höfum hins vegar rætt að minnka vægi sumarveiða og leggja meiri áherslu á vetrarveiði. Fyrir þessu er mjög einföld ástæða sem er sú að refur sem drepinn er að vetri býr ekki til yrðlinga að vori. Að draga út æti er algeng aðferð til að vinna ref, en þá er hræjum komið fyrir á ákveðnum stöðuð þar sem refir eru síðan veiddir þegar þeir leita í ætið. Vandamálið við þessa aðferð er að þegar veiðimenn vinna ekki nógu vel saman og eru að draga út of þétt þá verður ætið of mikið og þá er í raun verið að fóðra dýrin. Vísindamaður orðaði þetta vandamál við mig á þann veg að það finnast hvergi magrir refir á Íslandi annarsstaðar en í friðlöndum. Þá nota ekki allir veiðimenn myndavélar, þannig að þó að þetta sé öflug leið þá þarf að gera þetta skynsamlega og á skipulagðan hátt. Við þetta má bæta að henda dýrahræjum í opnar grafir hjálpar þessu máli nákvæmlega ekki neitt. Refurinn kom á undan okkur hingað og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að við náum að finna leiðir til að lifa með honum í sátt og samlyndi með því að halda stofnstærðinni hér í ákveðnu jafnvægi. Þótt við finnum honum mögulega allt til foráttu þá á ég erfitt með að sjá að við stöndum frammi fyrir gríðarlegu vandamáli, þetta getum við leyst með tilliti til allra sjónarmiða.

Öllu snúnara er vandamálið með mink en eins og við vitum er hann náttúrulega ekki hluti af íslenskri náttúru heldur innflutt vandamál. Eftir fund með formönnum allra veiðifélaga í sveitarfélaginu var ákveðið að skoða það hvort ekki væri hægt að gera átak í að vinna mink. Veiðar hafa vissulega verið stundaðar í gegnum árin en aldrei hefur samstillt átak átt sér stað. Það er gríðarlega miklir hagsmunir í laxveiði í sveitarfélaginu og þó beinar tekjur aðrar en arður vegna landeignar séu ekki miklar fyrir sveitarfélagið þá eru fjölmargir landeigendur sem fá af þessu arð. Þetta er einnig gríðarlega sterkt vörumerki fyrir svæðið og eitthvað sem við getum nýtt mun betur sem sóknartækifæri inn í framtíðina. Það skýtur mögulega skökku við að tala í einni setningu um hófsemi í veiðum á refi en síðan í næstu að hvetja til sérstaks átaks hvað varðar mink. Ég er þeirrar skoðunar að náttúran finni sér alltaf jafnvægi og þess vegna eigum við mennirnir ekki að rugla það jafnvægi. Minkur er ekki hluti af íslenskri náttúru sem fundið hefur sér jafnvægi í gegnum aldirnar og verandi mjög árásargjarnt rándýr því ákveðið vandamál. Með þessum rökum er ég t.d. á móti því að vinna sérstaklega á veiðiöndum og öðrum fuglum sem veiða í ám og vötnum. Þessir fuglar hafa alltaf verið hérna og náttúran hefur fundið jafnvægi og ef við förum að trufla það vitum við ekkert hvað gerist. Það er t.d. ekki skynsamlegt að verja lax með öllum tiltækum ráðum, því fólk gerir sér sjaldnast grein fyrir því hvað slík inngrip þýða í heildarsamhengi hlutanna. Það er gömul saga að þau dýr sem komast af í náttúrunni eru þau sem búa til næstu kynslóðir og á aðalfundi í veiðifélagi um daginn heyrði ég t.d. kenningu um að fjöldi laxaseiða í á sé ekki aðalatriðið heldur stærð þeirra þegar þau ganga út. Laxveiðin og vísindin í kringum laxinn eru annars gott dæmi um hvað við vitum lítið um náttúruna þegar allt kemur til alls. Það er von mín að sveitarfélagið geti unnið þéttar með veiðifélögunum og mögulega getum við skapað sameiginlega sýn á það hvernig við nálgumst veiðar og hvernig þeim er stýrt. Laxastofninn á undir högg að sækja og hann verður að verja og sem dæmi um sameiginlega hagsmuni er andstaða við laxeldi í sjó sem ógnar villta stofninum og sjálfbærni áa og vatna, þetta ættum við öll að geta sameinast um. Það er því mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að nálgast þetta á vísindalegan hátt þ.e. að skrá vel það sem gert, hvar dýrin veiðast og skila eins mikið af sýnum til þeirra sem rannsaka dýrastofnana og hægt er. Þá má líka velta fyrir sér hvort að það sé ekki sóun að skera skottin af og henda hinu? Það er orðið algengara að veiðimenn kaupa sér leyfi og leiðsögn t.d. til að veiða ref og þær skyttur vilja í flestum tilfellum fá pelsinn allan til að stoppa upp dýrið. Við höfum ekki mikið rætt þetta með að ferðamenn sæki hingað til að veiða t.d. ref en auðvitað þarf að tala opinskátt um það og setja utan um það reglur og fylgjast með þeirri veiði eins og annarri. Bæði Umhverfisstofnun og Náttúrúvísindastofnun rannsaka þessa stofna og þá sérstaklega refastofninn og við eigum að gera okkar til að við skiljum betur hvernig stofninn lítur út og er að þróast.

En tvískynnungurinn er sem sagt sá að þótt vísindaleg rök séu á móti því að raska jafnvægi í náttúrunni þá erum við samt til í að gera átak í að vinna mink þar sem hann er ekki náttúrulegur hluti af henni. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta standist skoðun en við gerum kröfur um mannúðlegar veiðar sama hvað við veiðum og við viljum halda utan um þessar veiðar til að skilja betur. Hvernig þetta átak mun ganga verður fróðlegt að sjá og við segjum fréttir af því seinna.

Það er erfitt að setja niður penna núna án þess að hugsa til nýliðinni atburða í Húnaþingi Vestra þar sem vinir okkar hafa þurft að ganga í gegnum ótrúlegar raunir vegna riðusmita og þeirra nálgunar sem yfirvöld beita í þeim málum. Ég mun alveg örugglega tjá mig í lengra máli um það ótrúlega mál við annað tækifæri, en hugsa að ef ég væri sauðfjárbóndi mundi ég nota tækifærið núna og rækta ARR arfgerðina inn í fjárstofninn minn strax. Ég mundi einnig nota tækifærið og endurhugsa ræktunaráherslurnar mínar frá grunni þ.e. ég mundi tengja ræktunarhugsunina öðruvísi við viðskiptamódel fjárbúsins. Kannski er ekkert svo sniðugt að hugsa eingöngu um fallþunga og frjósemi sem er klassísk magnhugsun oftast kallað stærðarhagkvæmni? Kannski er sniðugt að hugsa hvernig hámarka megi virðið í rekstri búsins? Samkvæmt nýlegri grein sem ég las í Bændablaðinu þá fengu bændur á árinu 2021 að meðaltali 1.368kr/kg í afurðaverð fyrir dilka sína. Hér eru 780kr. frá ríkinu og 588kr. frá afurðastöðvunum. Það er eiginlega sama á hvora töluna við horfum þær eru grátbroslegar báðar tvær þ.e. 588kr. og/eða 1.368kr. Er það góð hugmynd að beita öllu hugviti, innsæi og kænsku í að fjölga grömmum á hverjum dilk þegar þetta er staðan? Það kostar sitt t.d. í áburði, kjarnfóðri, útsjónarsemi í ræktun, aðstöðu o.s.frv. Af hverju fær sauðfjárbóndi 588kr/kg þegar súrir hrútspungar eru seldir á 5.000kr./kg (með fullri virðingu fyrir bæði pungunum og þeirri flóknu vinnsluaðferð sem þar er beitt)? Væri hugmynd að hugsa hvernig get ég fengið meira fyrir hvert gramm og/eða kíló í stað þess að einblína á að auka grömmin og kílóin? Hljómar kannski einfalt en er gjörólík nálgun. Með aukinni verðmætasköpun innan búanna verður til meira virði innan búsins og arðsemin eykst. Hvernig er þetta mögulegt? Að mínu viti er nýsköpun, þróun og tilraunir ásamt markvissri markaðssetningu á vörumerki búsins eitt af svörunum og kannski eina rétta svarið. Margir sauðfjárbændur gera þetta nú þegar þ.e. búa til sínar eigin vörur. Mjög margir bændur eru að reykja, grafa, láta hanga, gera slátur o.s.frv. en ekki undir neinu sérstöku vörumerki. Af hverju ekki að búa til vörumerki, selja þetta og hámarka þannig þá verðmætasköpun sem búið getur framleitt? Það er svo sem ekkert nýtt að bændur markaðssetji sínar eigin vöru, beint frá býli er ekkert nýtt, en þetta er hjá mörgum bændum óplægður akur. Ég held að okkar sveitarfélag verandi eitt fremsta sauðfjárræktarsvæði landsins eigi mjög mikið inn hvað þetta varðar. Allir landsmenn (og ferðamenn) ættu að þekkja og þurfa að bíða í nokkur ár eftir því að fá lambakjöt frá Húnabyggð! Ef bændur eru bara hráefnaframleiðendur fyrir aðra sem græða peninga á því að búa til vörur fyrir viðskiptavini þá nær þessi grein seint vopnum sínum og að mínu viti aldrei í núverandi kerfi sem er miðstýring hönnuð til að halda bændum hangandi á horreiminni. Ég hef heyrt sauðfjárbónda segja ”ég er ekki í matvælaframleiðslu” sem ég skil þannig að þetta er meira eins og gæludýrabisness þar sem megnið af gæludýrunum eru reyndar drepinn árlega. En ég er auðvitað bara blýantnagandi sveitarstjóri sem veit ekkert um þessi mál. En þessi atvinnugrein stendur á tímamótum og nú mun koma í ljós hverjir taka af skarið og með framsýni rækta ARR inn í hjarðirnar sínar. Ég hvet bændur til að setja upp jákvæðu og skynsömu gleraugun og skoða þetta mál mjög vel. Ég mun gera það sem ég get til að hjálpa þessu máli og kannski væri einhverjum milljónum betur varið hér en í kengi og girðingastaura? Við ættum að taka frumkvæði á landsvísu verandi eitt stærsta og mikilvægasta sauðfjárræktunarsvæði landsins og verða fyrsta sveitarfélagið til að rækta ARR inn í allar hjarðir sveitarfélagsins. Það er ekki endilega auðvelt eða gert á einni helgi en næg er þekkingin hér á sauðfjárrækt og með hjálp fólks eins og Karólínu í Hvammshlíð og annarra vísindamanna veit ég að við getum gert þetta vel og á tiltölulega skömmum tíma, eigum við að segja á þremur árum?

Koma so Húnabyggð!

p.s. munið síðan að vera góð við tröllin og gefa þeim reglulega eitthvað gott að borða!

Pétur Arason
Sveitarstjóri Húnabyggðar

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið