Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 21. mars 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2023
SMÞMFL
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:10 NA 12 -6°C
Laxárdalsh. 11:10 ANA 13 -4°C
Vatnsskarð 11:10 ANA 8 -5°C
Þverárfjall 11:10 ANA 13 -5°C
Kjalarnes 11:10 A 12 3°C
Hafnarfjall 11:10 NNA 7 2°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. mars 2023
43. þáttur. Eftir Jón Torfason
06. mars 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
04. mars 2023
Pistill Péturs Bergþórs Arasonar, sveitarstjóra Húnabyggðar
01. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
26. febrúar 2023
Jóhannes og Sigurður handsala samninginn
Jóhannes og Sigurður handsala samninginn
Fréttir | 20. mars 2023 - kl. 21:44
Nýlega var undirritaður samningur milli Ámundakinnar og Ísorku um afnot Ísorku af lóð Ámundakinnar á Húnabraut 4, til að setja þar upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla. Stöðin verður staðsett ofan við bílaplanið við veitingastaðinn Teni og upp með Melabrautinni. Afnotasamningurinn er til tíu ára og stefnir Ísorka á að opnað hraðhleðslustöðina á vordögum.
Glaðheimar
Fréttir | 20. mars 2023 - kl. 18:22
Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþing vestra mega eiga von á bréfi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga á næstunni. Átján önnur sveitarfélög fá sambærilegt bréf og þar á meðal er Sveitarfélagið Skagafjörður. Sagt er frá þessu á vef Fréttablaðsins. Í skriflegu svari nefndarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að fjárhagsstaða sveitarfélaganna sé æði misjöfn.
Landsvirkjun
Fréttir | 20. mars 2023 - kl. 15:09
Haraldur Benediktsson, sem setið hefur á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk í Norðvesturkjördæmi síðan 2013, ætlar að hætta sem alþingismaður en hann hefur ráðið sig sem bæjarstjóra á Akranesi. Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mun taka sæti Haraldar á Alþingi. Hann segir að landsbyggðarmál verði ofarlega á blaði í sinni pólitík.
Tilkynningar | 20. mars 2023 - kl. 13:25
Frá Hvöt
Krakkaleikar Hvatar og Vilko verða haldnir sunnudaginn 26. mars í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Keppnin hefst stundvíslega kl 11:00, gott er að keppendur mæti 15 mín fyrir keppni. Keppt verður í 30m hlaup, langstökki án atrennu, boltakasti og skutlukasti. Mótið er fyrir 6 - 9 ára (2017-2014). Mótið er opið öllum.
Þorleifur Karl oddviti stingur í samband. Mynd: hunathing.is
Þorleifur Karl oddviti stingur í samband. Mynd: hunathing.is
Fréttir | 18. mars 2023 - kl. 09:45
Fyrstu hverfahleðslustöðvarnar hafa verið teknar í notkun á Hvammstanga. Þær voru settar upp í samstarfi við Orku náttúrunnar með styrk frá Orkusjóði. Tengill ehf. annaðist uppsetningu. Stöðvarnar eru staðsettar við neðra bílaplan Félagsheimilisins á Hvammstanga og við norðurhlið íþróttamiðstöðvar, fjórar stöðvar á hverjum stað. Þorleifur Karl Eggertsson oddviti sveitarstjórnar og Haraldur Sigfús Magnússon sérfræðingur á markaðssviði ON voru fyrstir til að stinga í samband við Félagsheimilið.
Innsigli Erlendar
Innsigli Erlendar
Pistlar | 18. mars 2023 - kl. 09:14
44. þáttur. Eftir Jón Torfason
Eftir að Erlendur hafði haft sitt fram í erfðamálinu gegn frænkum sínum á Orrastöðum kom hann sér fyrir á sínum helmingi jarðarinnar, þ.e. þeim sem hann hafði eignast. Nú dundu skelfingar móðuharðindanna yfir hann og hans fólk eins og aðra með hungri og fénaðarfelli. Sumarið 1785 var sett saman búnaðarskýrsla fyrir hreppinn og voru á Torfalæk (sem þá var tvíbýli) 6 kýr, 31 ær og 21 lamb en tamdir hestar voru 6.
Fréttir | 18. mars 2023 - kl. 09:10
Guðsþjónusta fer fram í Blönduóskirkju á morgun, sunnudaginn 19. mars klukkan 11. Kirkjukórinn flytur föstusálma undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner. Meðhjálpari er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Sr. Edda Hlíf þjónar fyrir altari og fermingarbörn ársins flytja bænir og aðstoða við messuna. Í safnaðarsal verða myndir til að lita og kex og djús í boði fyrir krakkana meðan á messu stendur. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hressir krakkar á leið í Hörpu. Ljósm: www.tonhun.is
Hressir krakkar á leið í Hörpu. Ljósm: www.tonhun.is
Fréttir | 17. mars 2023 - kl. 14:29
Þann 19. mars n.k. ætlar vaskur hópur ungmenna frá Tónlistarskóla A.-Hún. að bregða undir sig betri fætinum og skella sér til höfuðborgarinnar að spila í Hörpunni. Skólinn hefur komið á fót jazz-bandi sem hugmyndin er að stækki og eflist með ári hverju.
Mynd. FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Mynd. FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 17. mars 2023 - kl. 14:05
Lögreglan á Norðurlandi vestra, ásamt Menntasetri lögreglunnar, hefur undanfarna mánuði tekið þátt í lögregluhunda verkefni ásamt pólsku lögreglunni. Verkefnið gengur undir vinnuheitinu „K9 Europe“ og fjallar um þjálfun og notkun lögregluhunda. Í desember síðastliðnum komu tíu lögreglumenn frá Póllandi til Íslands og kynntu sér starfsemi löggæsluhunda og tókst sú heimsókn með ágætum, að því er fram kemur í facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Valtýr, Fríða, Bríet, Aníta Ýr, Súsanna, Emilía í aftari röð. Aníta, Íris og María í fremri röð. Mynd: feykir.is
Valtýr, Fríða, Bríet, Aníta Ýr, Súsanna, Emilía í aftari röð. Aníta, Íris og María í fremri röð. Mynd: feykir.is
Fréttir | 17. mars 2023 - kl. 11:39
Feykir.is segir frá því að sameiginleg lið Kormáks og Tindastóls í 7. flokki stúkna og drengja hafi tekið þátt í fjölliðamóti um síðustu helgi. Stúlkurnar spiluðu í Borgarnesi en drengirnir í Vesturbænum. Krakkarnir voru að taka sín fyrstu skref í keppnisferð á körfuboltavellinum. Fram kemur að í stúlkna liðinu er þrjár stelpur frá Hvammstanga, þrjár frá Skagaströnd og tvær frá Tindastóli.
Sigurjón Guðmundsson
Sigurjón Guðmundsson
Pistlar | 16. mars 2023 - kl. 16:30
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Birt áður á Húnahorni 11. nóv. 2022. Föstudaginn 10. mars s. l. lést Sigurjón Guðmundsson, fyrrum bóndi og fjallskilastjóri á Fossum. Hann hafði búið síðasta aldarfjórðunginn á Blönduósi og lést á Héraðshælinu. Á Húnahorninu birtist sögukorn s.l. haust. Það var frá haustinu 1995 um fjárskaða Sigurjóns er hann missti fjörutíu ær í ána hjá Kóngsgarði. Þá voru þeir sveitarstjórnarmennirnir Sigurjón og Sigurður á Brúnastöðum í borginni syðra, sinntu erindum sveitunga sinna vegna Blönduvirkjunar, kominn vetur og stórhríð gekk yfir seint í október með snjóflóðum og manntjóni.
Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 16. mars 2023 - kl. 13:14
Nýtt keppnistímabil er handan við hornið hjá Kormáki Hvöt í 3. deildinni í sumar og er liðið hægt og bítandi að taka á sig mynd. „Farfuglar erlendis frá eru að mestu frágengnir, en sönn ánægja er frá því að segja að heimamaðurinn Ingibergur Kort Sigurðsson mun taka slaginn með Kormáki Hvöt í sumar,“ segir á facebook Aðdáendasíðu Kormáks. Ingibergur lék í fyrra 10 leiki með liðinu og skoraði í þeim þrjú mörk, áður en meiðsli styttu sumarið í annan endann.
Frá undirritun lánasamnings. Mynd: landsnet.is
Frá undirritun lánasamnings. Mynd: landsnet.is
Fréttir | 15. mars 2023 - kl. 16:27
Evrópski fjárfestingarbankinn ætlar að lána Landsneti 63,7 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi 9 milljarða króna, til uppbyggingar nýrrar kynslóðar byggðalínu. Landsnet mun þannig nota fjármögnunina til að styrkja flutningskerfi raforku til að mæta vaxandi eftirspurn og stuðla að orkuskiptum, eins og segir í tilkynningu á vef fyrirtækisins.
Húnaskóli
Húnaskóli
Fréttir | 15. mars 2023 - kl. 15:48
Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur ákveðið að skólaárið 2023-2024 taki til starfa ný rekstrareining hjá sveitarfélaginu sem hafi umsjón með mötuneytisþjónustu í öllum starfsstöðvum grunn- og leikskóla í Húnabyggð. Auglýsa á eftir starfsfólki til að stjórna og reka mötuneytið frá og með ágúst næstkomandi. Ákvörðunin byggir á undangenginni valkostagreiningu sem unni var af skrifstofu sveitarfélagsins.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið