Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Þriðjudagur, 25. júlí 2017
NV  3 m/s
14°C
Landbankinn
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Júlí 2017
SMŢMFFL
2526272829301
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 10:00 NV 3  14°C
Reykir í Hr 10:00 NNV 3  14°C
Reykjavík 10:00 SA 8  12°C
Akureyri - 10:00 Logn 0  19°C
Egilsstaðaf 10:00 NNV 1  12°C
Haugur 10:00 N 3  17°C
Holtavörðuh 10:00 S 4  15°C
Þverárfjall 10:00 A 3  18°C
Laxárdalshe 10:00 A 2  15°C
Brúsastaðir 09:00 NNV 5  16°C
Vegagerðin
Holtavörðuheiði 10:20 SSV 4  16 °C
Laxárdalsheiði 10:20 A 2  16 °C
Vatnsskarð 10:20 ANA 2  19 °C
Þverárfjall 10:20 ASA 4  18 °C
Kjalarnes 10:20 SA 10  13 °C
Hafnarfjall 10:20 NNV 1  13 °C
VegagerðinVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
16. júní 2017
Júní nöldur
Það hefur heldur betur fjölgað í bænum um síðustu helgi og enn fleiri verða í bænum um komandi helgi. Lopakallarnir eru mættir til sumardvalar og ekki allir frýnilegir. Nokkrar prjónakonur bæjarins hafa prjónað kalla og kellingar og allskonar skraut sem þær setja á ljósastaurana eins og undanfarin sumur.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. júlí 2017
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. júlí 2017
Frá mótanefnd Markviss
29. júní 2017
Frá Emmu, Fanneyju og Rannveigu
21. júní 2017
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
19. júní 2017
Eftir Guðjóns S. Brjánsson
18. júní 2017
Frá undirbúningshópnum
14. júní 2017
Eftir Jóhönnu E. Pálmadóttur
07. júní 2017

tilk_web.gif


Ljósmynd: Róbert Daníel
Ljósmynd: Róbert Daníel
Pistlar | 13. mars 2017 - kl. 12:36
Stökuspjall: Þú átt meiri hylli fljóða!
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Á miðvikudaginn verður síðasti fundur á vetrinum í sögufundaröðinni í Húnabúð. Þar verða fyrirlesarar: Sölvi Sveinsson, íslensku- og sagnfræðingur og ræðir um húnvetnska og skagfirska sagnaþætti og sagnakonan Guðfríður Bóthildur kemur norðan frá Blönduósi og hún ræðir um nöfnur sínar og ættmæður. Þegar líður að fundarlokum mun Húnakórinn birtast með Eiríki söngstjóra sínum og syngja nokkur lög, öll húnvetnsk og tvö frumflutt.

Á síðasta fundi flutti Jón Torfason fyrirlestur góðan um samvinnu Miðásabænda við brúargerð á Torfalæk. Steyputunna og klárinn Trausti frá Hæli komu nokkuð við sögu. Og hann hafði vísu eftir Miðásamann sem rúsínu að sögulokum:

Undir brú ég áðan skaust
aðstæður að kanna
það var ekki þrautalaust
í þágu vísindanna.

Óskar í Meðalheimi var höfundurinn og var að leggja Jóni lið með fyrirlesturinn þegar hann skaust undir brúna með málband – og sendi vísuna. Sumir eru að upplagi leiðveislumenn.

Fleiri vísur á Óskar á vísnavefnum, eins og:

Löngum smá ég ljóðin á,
lítið áberandi
eins og fáein ýlustrá
upp úr gráum sandi

Er ekki við hæfi að flokka seinni vísu Óskars sem skáldaþanka? Hún sýnir snilldartök hans á íslenskri tungu og myndvísi. Í næsta hreppi bjó Júlíus á Mosfell. Hann orti:

Andleg tök um aldahaf
eiga vök í straumum.
Fagrar stökur fæðast af
frjálsum vökudraumum.

Ólafur í Forsæludal hafði glöggt auga fyrir ljóðadísunum og rabbaði við nágrannann, Björn S. Blöndudal á Kötlustöðum:

Betri eru þær við þig,
þú átt meiri hylli fljóða. 
Það er frá að faðmi mig
í forsælunni – dísir ljóða.

Vestur í Víðidal fæddist Bjarni úrsmiður og bjó síðar í Ameríku og á Akureyri:

Fyrir löngu við og við
var ég talinn feigur.
En ég er eins og illgresið
undarlega seigur.

Illgresið mér ekki brást
yfir lífsins hauður.
Á þústu minni það mun sjást
þegar ég er dauður.

Selland er framan við Bollastaði og þar bjó eitt sinn skáldmæltur bóndi Ágúst H. Sigfússon og hefur kannski hugsað sér að skreppa vestur yfir Blöndu þegar ís væri orðinn traustur á ánni.  Þá þá var búið á Eldjárnsstöðum og Þröm:

Við það önd mín verður smeyk
að valda gröndum kynni,
ísaböndin eru veik
enn á Blöndu minni.

Vísað er til:

Óskar Sigurfinnsson: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=17538#

Skáldaþankar: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?ID=72

Blönduvísur: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?ID=79

Nokkur æviatriði mæðginanna frá Selhaga: http://stikill.123.is/blog/2017/02/24/761266/

Fundaröð í Húnabúð/Skeifunni 11 http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=13553

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Fréttir | 24. júlí 2017 - kl. 10:54
Aðalviðburður ársins í Húnaþingi vestra
Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á miðvikudaginn með glæsilegri skrúðgöngu í karnival – stíl á Hvammstanga. Kjötsúpa verður í boði og margvísleg skemmtun þegar eldurinn verður tendraður á hafnarsvæðinu. Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin og í ár hefur Menningarfélag Húnaþings vestra umsjón með skipulagi hennar. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og ættu allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lífland
Gauti Ásbjörnsson. Mynd: Feykir.is/úr einkasafni
Gauti Ásbjörnsson. Mynd: Feykir.is/úr einkasafni
Fréttir | 24. júlí 2017 - kl. 10:46
Gauti Ásbjörnsson synti á fimmtudaginn yfir Hrútafjörð, frá Gilsstöðum til Borðeyrar. Gauti var að endurtaka afrek ömmu sinnar, Ástu Snæbjörnssonar, sem synti sömu leið yfir fjörðinn þann 27. ágúst árið 1937. Vegalengdin er um 1100 metrar og synti Ásta hana á um 29 mínútum en það tók Gauta, sem er 32 ára Sauðkrækingur, um 18 mínútur að synda leiðina. Veður var gott, logn og blíða. Feykir.is greinir frá þessu.
Glaðheimar
Ljósm: kraftur.is
Ljósm: kraftur.is
Fréttir | 21. júlí 2017 - kl. 08:53
Nýlega fjárfestu Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu í nýrri MAN slökkvibifreið sem keypt var af Feuerwehrtechnikberlin og var bifreiðin til sýnis á Húnavöku um síðustu helgi. Bifreiðin er vel útbúin, með 6 þúsund lítra vatnstanki, 500 lítra froðutanki og öllum nauðsynlegum aukabúnaði sem velútbúin slökkvibifreið þarf að hafa. Stjórn BAH er afar stolt af þessum áfanga en segja má að með kaupunum hafi verið brotið blað í sögu BAH.
Ljósm: vatnsdalsa.is
Ljósm: vatnsdalsa.is
Fréttir | 20. júlí 2017 - kl. 10:16
Laxveiðin í Blöndu gengur vel en alls hafa veiðst 745 laxar sem af er sumri samkvæmt vef Landssambands veiðifélaga og gaf vikuveiðin 231 laxa. Veiðin er þó talsvert minni nú ef hún er borin saman við sama tíma í fyrra en þá höfðu veiðst 1492 laxar. Meira veiðist í Laxá á Ásum nú samanborið við sama tíma í fyrra en alls hafa 345 laxar komið á land í sumar samanborið við 225 í fyrra.
Ljósm: eldurihun.is
Ljósm: eldurihun.is
Fréttir | 20. júlí 2017 - kl. 08:59
Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin dagana 26.-30. júlí í Húnaþingi vestra. Á hátíðinni verður eitt og annað á dagskrá, margt hefðbundið en annað nýtt af nálinni. Opnunarhátíðin verður með sérstaklega skemmtilegu sniði í ár en hún hefst á skrúðgöngu með ýmsum verum. Kjötsúpan verður á sínum stað og Húlladúlla ætlar að sýna brot af sinni snilli. Handbendi brúðuleikhús sýnir Tröll á hátíðinni, óhefðbundið jóga er á dagskránni, Lalli töframaður og svo margt meira.
Skjáskot af Fréttablaðinu í dag
Skjáskot af Fréttablaðinu í dag
Fréttir | 20. júlí 2017 - kl. 08:11
Á laugardaginn klukkan 14 verður opnuð sýning í fjárhúsunum að Kleifum á Blönduósi þar sem stór nöfn í myndlist sýna vídeóverk. Finnur Arnar Arnarson er á meðal þeirra sem standa að sýningunni en hann hefur lengi unnið að undirbúningi og uppsetningu hennar ásamt konu sinni, Áslaugu Thorlacius. Sýningin verður opin í rúma viku. Fréttablaðið segir frá þessu í dag.
Víðidalstunga. Ljósm: wikipedia.org/Navaro
Víðidalstunga. Ljósm: wikipedia.org/Navaro
Pistlar | 20. júlí 2017 - kl. 07:50
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Sigurður djákni, segðu á skil, sem minn hugann friði. Heillavinur, hvað kemur til? Hvar er hann Sumarliði? Vísuna orti Páll Vídal á leið sinni yfir Kaldadal og tók þar með þátt í leik hagyrðinga sem ortu vísu, stungu henni í bein og því næst í vörðu við veginn. Vísan var lögð í munn beinakerlingunni þ.e.a.s. vörðunni, var oftast nokkuð groddaleg eða klúr, og beið þar eftir næsta ferðamanni sem gat verið nafngreindur í vísunni.
Fréttir | 19. júlí 2017 - kl. 12:19
Frá USAH
Blönduhlaup USAH var haldið í fallegu veðri síðastliðinn laugardag. Gekk hlaupið vel fyrir sig en alls tóku 27 hlauparar þátt sem er mun dræmari þátttaka en undanfarin ár. Af þessum 27 hlaupurum komu aðeins sex úr héraði. Engin þátttaka var í 2,5 km, 16 ára og eldri bæði í kvenna- og karlaflokki. Vonumst við til að fleiri heimamenn taki fram hlaupabuxurnar á næstu Húnavöku og byrji daginn á skemmtilegu Blönduhlaupi.
Fréttir | 19. júlí 2017 - kl. 10:09
Þjóðleikhúsið frumsýnir í október nýtt íslensk leikrit sem sérstaklega er ætlað börnum 9-13 ára. Leikritið heitir Oddur og Siggi og fjallar um samskipti og einelti á persónulegan og einlægan hátt. Þjóðleikhúsið áætlar að halda sýningu á leikritinu á Blönduósi í október.
Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 19. júlí 2017 - kl. 09:59
Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti án endurgjalds. „Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunum barna og styður við að öll börn njóti jafnræðis í námi,“ segir í fundargerð byggðaráðs.
Ljósm: Neisti.net
Ljósm: Neisti.net
Fréttir | 19. júlí 2017 - kl. 09:30
Ásdís Brynja Jónsdóttir frá Hofi í Vatnsdal hefur verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum. Systir Ásdísar, Lara Margrét Jónsdóttir, var því miður ekki valin í liðið þrátt fyrir mikla vinnu og þjálfun úti í Hollandi. Ásdís segir í samtali við Feyki að leiðarvísirinn fyrir landsliðsvali sé öðruvísi háttað í Hollandi en á Íslandi en þar þurfi að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á „world ranking“ mótum til að eiga möguleika á að verða valinn.
Ljósm. Höskuldur B. Erlingsson
Ljósm. Höskuldur B. Erlingsson
Fréttir | 18. júlí 2017 - kl. 19:05
Höskuldur B. Erlingsson, lögreglumaður á Blönduósi og áhugaljósmyndari, fékk leyfi til að mynda arnarhreiður nýverið. Slík leyfi eru háð sérstökum skilyrðum og fékk Höskuldur að fara með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem voru að merkja arnarunga. Höskuldur birtir myndir úr ferðinni á Facebook síðu sinni og segist hann hafa upplifað mikinn fróðleik um fuglana.
Fréttir | 18. júlí 2017 - kl. 17:20
Prjónaganga er orðin fastur liður á Húnavöku. Þrátt fyrir súld og smá sudda mættu tólf í prjónagönguna á sunnudaginn. Gangan fór fram undir styrkri leiðsögn Berglindar Björnsdóttur. Prjónagraffið var skoðað og það lagfært í leiðinni sem laga þurfti. Allir komust á leiðarenda, í Kvennaskólann. Þar var Paiva listakona frá Finnlandi að leiðbeina gestum og gangandi að jurtalita með aðstoð örbylgjuofns.
Fréttir | 18. júlí 2017 - kl. 17:09
Frá USAH
Héraðsmót USAH/Minningarmót USAH verður haldið á Blönduósvelli í dag, þriðjudaginn 18.júlí og á morgun, miðvikudaginn 19. júlí klukkan 18:00. Mótið er fyrir 10 ára og eldri (árg. 2007 og síðar) sem eru skráð í aðildafélög USAH. Flokkaskipting er eftirfarandi: 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára 16-19 ára og 20 ára og eldri.
Senda grein Senda grein  |  Prenta grein (nýr gluggi opnast) Prenta grein  |   Deila
Húsfrúin
21. desember 2016
Samstaða og kærleikur
Þegar eitthvað bjátar á erum við fljót að hlaupa undir bagga með samferðafólki okkar og aðstoða, ekki bara sem einstaklingar heldur líka í hópum – ef svo má segja. Við höfum um áraraðir til dæmis átt hér Styrktarsjóð Húnvetninga sem aðstoðað hefur fjölskyldur sem lent hafa í erfiðleikum af einhverjum toga.
::Lesa
Íþróttamiðstöðin Blönduósi
Spaugið
12. janúar 2016
Hjá tannlækninum
Þegar tannlæknirinn hennar Áslaugar lét af störfum þurfti hún eðli málsins samkvæmt að verða sér úti um nýjan tannlækni.
::Lesa

 

 

Vefmyndavél

 


 

Vinnumálastofnun

 

 


Vefmyndavél

 

©2017 Húnahorniđ