Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Miðvikudagur, 18. júlí 2018
NV  4 m/s
12°C
Húnavaka 2018
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Júlí 2018
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 18:00 NV 4  12°C
Reykir í Hr 18:00 N 7  9°C
Reykjavík 18:00 A 3  10°C
Akureyri - 18:00 NNV 4  12°C
Egilsstaðaf 18:00 N 5  14°C
Haugur 18:00 NNV 5  12°C
Holtavörðuh 18:00 SV 9  11°C
Þverárfjall 18:00 ASA 5  11°C
Laxárdalshe 18:00 A 5  11°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 18:20 SV 9 11°C
Laxárdalsh. 18:20 A 4 12°C
Vatnsskarđ 18:20 ANA 5 10°C
Ţverárfjall 18:20 A 3 12°C
Kjalarnes 18:20 A 7 10°C
Hafnarfjall 18:20 SA 8 12°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2018
Mikið um að vera á Blönduósi
Það er komið sumar, eða er það ekki annars? Oft hefur maður upplifað sólríkari daga en á þessu vori, en við skulum ekki örvænta, sumarið ný byrjað og auðvitað á það eftir að verða frábært. Við kláruðum sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí og sumir eflaust kátari en aðrir eins og gengur. Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvern við fáum sem bæjarstjóra.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Jóhannes Torfason
27. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
22. júní 2018
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
12. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. júní 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. júní 2018
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson
26. maí 2018
Eftir Önnu Margreti Sigurðardóttur
25. maí 2018
Eftir Birnu Ágústsdóttur
25. maí 2018
Tjarnarkirkja. Ljósm: kirkjukort.net
Tjarnarkirkja. Ljósm: kirkjukort.net
Pistlar | 06. júlí 2017 - kl. 18:44
Stökuspjall: Sitt hefur hver að vinna
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Sælir verið þér séra minn,
sagði ég við biskupinn.
Ansaði mér þá aftur hinn:
Þú áttir að kalla mig herra þinn.

Húsgangar voru vísur nefndar sem gengu milli húsa og bæja, höfundur löngu týndur, jafnvel búinn að gleyma þessu afkvæmi sínu og það hafði tekið kannski tekið stakkaskiptum, fyrripartur orðin að botni, ný lýsingarorð leyst önnur af hólmi o. s. frv. Tvö byggðarlög í Húnaþingi skáru sig úr með fjölda kvæðamanna og skálda, annað var á Laxárdal en hitt á Vatnsnesi. Þessar sveitir eru svo ólíkar sem verða má, dalurinn umlukinn háum fjöllum og stendur hátt, mátti kalla þar fannasveit en Vatnsnes gengur út í miðjan flóann, flestar jarðir sjávarjarðir og útræði var af bæjum þar. Á Vatnsnesi var prestsetrið Tjörn þar sem Björn Sigfússon alþm. á Kornsá ólst upp og skrifaði – góðu heillu – um eftirminnilegan kirkjugest á uppvaxtarárum sínum, hagyrðinginn og góðbóndann Guðmund Ketilsson á Illugastöðum. Á dögum Fjölnismanna sótti sr. Ögmundur Sívertsen um Tjörn en hafði þó meiri hug á Bægisá sem var líka laus og umsóknarversið hafði komist alla leið til danska kóngsins og ögn af stráksskap með:

Til Præstekaldet Bægisaa
er underdanigst min Attraa,
men kan jeg ikke dette faa
saa beder jeg om lille bitte Tjörn,
som með Sæl og Grönlandsis
kan fodre sine Börn.

Annað skáld Vatnsnesinga, Sigurður Jónsson, bjó á Tjörn og Ásbjarnarstöðum eftir að hann giftist, en flutti að Katadal 1922 þar sem hann bjó síðan:

Reynslu margra og raunir jók, 
að reynast sér í engu tryggur, 
og að vera eins og bók, 
sem opin fyrir hverjum liggur. 

Í minningagrein er honum svo lýst: Sigurður var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og knár, lagvirkur og góður verkamaður. Hann var vel greindur og prýðilega hagorður og kastaði oft fram lausavísum. Hann var gamansamur og glaumur og gleði var venjulega í fylgd með honum.

Sigurður Bjarnason velti einnig fyrir sér samskiptunum við heiminn:

Þegar fjandinn þrætulog
þróar anda svala
það er vandi að þegja og
það er grand að tala.

Önnur og einnig hringhend:

Gamlir skjalavinir vært
vægðartali sinni
ungur halur ei þó skært
orðavalið finni.

Sigurð Bjarnason tók sjórinn áður en hann varð hálfþrítugur, en aðdáunarvert og ótrúlegt er hve margar spildur hann náði að slá í Bragatúni – svo ungur maður:

Kvæðalýti mín ei má
mjög ávíta og lasta
því nú flýt ég yfir á
árið tvítugasta.

Sigurður elsti í Katadal var afi Sig. Bjarnasonar og yrkir magnað saknaðarljóð til konu sinnar, sem hann reyndar átti eftir að fá til baka:    

Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.

En lakar gekk honum að fá til baka höfundarrétt að ofangreindri vísu sem öðlaðist skjótt vængi, rómuð ástar- og saknaðarvísa og var kennd frægri skáldkonu, Rósu Guðmundsdóttur. Hún bjó á Vatnsenda í næstu sveit við höfundinn.       

Í upphafsvísu spjallsins heyrðum við óm frá stéttskiptingu fyrri alda, stundum tölum við um Jón og séra Jón og ólík hlutskipti þeirra. Og enn breyttust siðir þegar komið var á biskupsgarðinn og mætti kveikja langan pistil. Frestum honum en grípum eina stöku frá Hólum, fulla með stráksskap: skólameistarinn að kemba og biskupsfrúin að spinna, þau unnu að tóskap eins og Blönduósingar iðka – í öllum stéttum – þegar skreyta skal bæinn og klæða hlýju kaldan ljósastaur:

Hálfdán kembdi í holunni,
húsfreyjan var að spinna,
biskupinn svaf í sænginni.
Sitt hefur hver að vinna.

PS Ljósmyndarinn á Prjónagleðinni sýnist hafa notað dróna til að ná glæsileika prjónahringsins við Blönduós, munum eftir að stækka myndina með því setja bendilinn yfir hana.

Vísað er til:
Ögmundur Sívertsson http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=16083   
Tjörn á Vatnsnesi  https://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20NL%20tjarnarkirkja_hun.htm   
Björn Sigf./Um GKetilsson http://stikill.123.is/blog/record/514230/    
Af sonum Kvæða-Ketilss http://stikill.123.is/blog/record/508919/   
Lögð var Ögn https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13418     
Sigurður Jónsson í Katadal http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=s0&ID=17580  
Sig.Bjarnason frá Katadal http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=15236 
Vetrarkvíði Sig.Ól. http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5221     
Að lokinni Prjónagleði 2017 https://www.huni.is/index.php?cid=13852   

Fleiri skáld af Vatnsnesi:
Valdimar K. Benónýsson Ægissíðu http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?ID=15241 
Kristján Ívarsson Gjögri http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=k0&ID=17557
Eðvarð frá Stöpum http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=e0&ID=15895
Guðmundur Bergþórsson http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=g0&ID=15247 

Í Tjarnarkirkju verður sumarmessa eftir rúman mánuð, þ. e. sunnudaginn 20. ágúst kl. 14.

Vertu velkominn til kirkjunnar á Vatnsnesi lesari góður! Þar verða líka rifjaðar upp vísur og kveðnar nokkrar stökur.

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
Það verður líf og fjör á Húnavöku.
Það verður líf og fjör á Húnavöku.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 15:53
Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin í 15 sinn nú um helgina. Hátíðin hét áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlífi Húnvetninga. Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, býður alla velkomna til Blönduóss um helgina til að njóta vel þeirrar dagskrár sem boðið verður upp á.
Lífland
Frá Blönduhlaupi í fyrra.
Frá Blönduhlaupi í fyrra.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 13:02
Hið árlega Blönduhlaup verður haldið á Húnavöku, laugardaginn 21. júlí og verður ræst klukkan 11 við útibú Arion banka að Húnabraut 5 á Blönduósi. Vegalengdir verða 2,5 km, 5,0 km og 10 km. Skráning í hlaupið fer fram í anddyri Félagsheimilisins á Blönduósi klukkan 10 á hlaupadag en einnig er hægt að forskrá sig í hlaupið með því að senda tölvupóst á usah540@simnet.is.
Glaðheimar
Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 12:02
Blönduósbær auglýsir á vef sínum eftir tilboðum í skólamáltíðir skólaárið 2018-2019. Verkið felst í framleiðslu hádegisverða fyrir nemendur og starfsfólk, flutningi frá framleiðslustað til skóla og frá skóla að matarhléi loknu hvern dag. Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós frá 19. júlí 2018. Tilboð verða opnuð á sama stað klukkan 11:00 þann 30. júlí næstkomandi.
Norðurland vestra
Norðurland vestra
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 11:00
Konur eru 47% sveitarstjórnarfulltrúa á Norðurlandi vestra samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili og nýliðar í sveitarstjórnum eru nú 67% samanborið við 51% áður. Með nýliðum er átt við fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið á undan en í þeim hópi eru einhverjir sem eru að koma inn í sveitarstjórnir að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða fleiri. Þessar upplýsingar voru lagðar fram á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 10. júlí síðastliðinn.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 09:31
Í tilefni Húnavöku um helgina ætlar Þekkingarsetrið að bjóða upp á listasmiðju – þrykknámskeið í Kvennaskólanum föstudaginn 20. júlí frá klukkan 16-18. Listasmiðjan er fyrir börn fædd árin 2004-2008. Elsa Arnardóttir forstöðumaður Þekkingarsetursins og listkennari hefur umsjón með námskeiðinu. Athygli er vakin á því að skráning er skilyrði og fjöldi takmarkaður.
Frá Þingvöllum. Ljósm: MJ.
Frá Þingvöllum. Ljósm: MJ.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 09:11
Í dag verður haldinn hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum en þann 18. júlí árið 1918 var samningur um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember sama ár. Þingfundurinn er hugsaður eins og fundir á Þingvöllum hafa verið á hátíðar- og minningarstundum í sögu þjóðarinnar og er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.
Fréttir | 17. júlí 2018 - kl. 13:24
Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar í knattspyrnu karla, 4. deild – D riðli, tekur á móti Vatnaliljum á Blönduósvelli næstkomandi föstudag klukkan 20:00. Gera má ráð fyrir mikilli og góðri stemningu í Blönduósbæ á föstudaginn þar sem Húnavakan verður þá nýhafin og eru allir hvattir til þess að mæta á völlinn og styðja liðið. Meistaraflokksráð mun grilla og selja hamborgara í hálfleik. Þá verður minning Kristjáns Blöndal Jónssonar heiðruð en hann spilaði fótbolta í fjölmörg ár undir merkjum Hvatar.
Fréttir | 17. júlí 2018 - kl. 09:19
Einar Kárason mun stíga á stokk í Félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld klukkan 20 og flytja eina vinsælustu Íslendingasöguna, söguna um ógæfumanninn Gretti Ásmundsson. Einar setur söguna á sinn einstaka hátt upp í fræðandi og skemmtilega frásögn, þar sem Grettir og það helsta sem á daga hans dreif kviknar til lífsins. Einar er með virtustu rithöfundum og rómuðustu sagnamönnum landsins og hafa sýningar hans um Grettissögu notið mikilla vinsælda í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Sameining A-Hún
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 15:20
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að tryggja öflun, samræmingu og áreiðanleika gagna sem þarf við áframhaldandi þróun þjónustukorts. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti fyrsta áfanga kortsins með opnun vefsjárinnar thjonustukort.is. Starfshópur skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins mun fylgja samþykktinni eftir.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 10:15
Laugardaginn 7. júlí síðastliðinn var sýning Sigurðar Guðjónssona INNLJÓS opnuð að Kleifum við Blönduós. Aðsókn hefur verið mjög góð enda eiga margir leið um Blönduós á ferð sinni eftir hringveginum um hásumarið. Von er á mörgum gestum á Húnavöku sem haldin verður um næstu helgi og líklegt að einhverjir leggi leið sína að Kleifum til að upplifa sýninguna. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 10 til 22 fram til sunnudagsins 22. júlí næstkomandi.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:37
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið samstarfsins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika.
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:25
Landsmót á vegum UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um helgina og var í fyrsta sinn haldið með nýju og breyttu sniði. Mótið var opið fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa gaman af því að hreyfa sig og stunda íþróttir. Þátttakendur gátu valið úr tæplega 40 greinum allt frá nýjungum á borð við körfubolti 3:3, biathlon, brennó og fjallahjólreiða, bogfimi og pútts. Stígvélakast var að sjálfsögðu á sínum stað á síðasta degi mótsins.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:40
Það sem af er ári hefur reglulega verið sagt frá því í fréttum að kærur og sektir vegna hraðaksturs á Norðurlandi vestra hafi fjölgað mikið. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag og þar kemur fram að útgefnar kærur á árinu voru í gær orðnar alls 3.689 talsins, samanborið við 1.417 á sama tíma fyrir ári og 602 árið 2016. Rætt er við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón, sem segir þetta vera háar tölur í öllu samhengi.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:15
Ekki var einhugur á fundi sveitarstjórn Blönduósbæjar í gær þegar fjallað var um ráðningu nýs sveitarstjóra. Ástæðan var ekki neikvæð afstaða til sveitarstjórans sjálfs heldur ráðningarferlið. Óslistinn, sem er í minni hluta í sveitarstjórn, taldi aðkomu sína að ráðningarferlinu hafa verið takmarkaða, þrátt fyrir ríkan og yfirlýstan vilja til samstarfs við fulltrúa meirihlutans, L-listans. Afstaðan olli meirihlutanum vonbrigðum.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ