Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Fimmtudagur, 22. mars 2018
SA  4 m/s
C
Landbankinn
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Mars 2018
SMŢMFFL
25262728123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 02:00 SA 4  3°C
Reykir í Hr 02:00 SA 4  3°C
Reykjavík 02:00 SA 2  4°C
Akureyri - 02:00 SA 6  4°C
Egilsstaðaf 02:00 A 1  0°C
Haugur 02:00 Logn 0  3°C
Holtavörðuh 02:00 SSV 6  0°C
Þverárfjall 02:00 SA 4  1°C
Laxárdalshe 02:00 SSA 6  2°C
Brúsastaðir 02:00 S 2  3°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 02:10 SSV 5 1°C
Laxárdalsh. 02:10 SA 5 2°C
Vatnsskarđ 02:10 SSA 6 1°C
Ţverárfjall 02:10 SA 4 1°C
Kjalarnes 02:10 A 8 4°C
Hafnarfjall 02:10 ASA 4 5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
09. mars 2018
Marsnöldur
Veturinn styttist nú með hverjum deginum sem líður. Vorjafndægur er 20. mars og þá byrjar einmánuður. Síðasta vika mánaðarins er svo dymbilvika, því páskadagur er 1. apríl. Þetta er því allt á réttri leið og við getum farið að hlakka til að sjá blóm í haga og sæta langa sumardaga.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Sigþrúði Sigfúsdóttur og Huldu Leifsdóttur
21. mars 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. mars 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
04. mars 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
25. febrúar 2018
Eftir Jón Pálmason og Björn Guðmundsson
04. febrúar 2018
Pistlar | 24. ágúst 2017 - kl. 09:16
Sauðfjárrækt - atvinnugrein eða áhugamál?
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Enn og aftur kvörtum við sauðfjárbændur yfir verðlagningu afurðastöðva á innlegginu okkar á hausti komanda. Ástæður er margar segja forsvarsmenn afurðastöðva s.s. að erlendir markaðir eru lokaðir og framleiðslan er langt umfram eftirspurn. Hvernig bregðumst við við? Jú við förum til stjórnvalda og biðjum um að þeir fari í aðgerðir til að bæta þetta ástand og það strax nú í haust. Ég hef fylgst með og verið innan sauðfjárgeirans frá því um 1980. Ég man ekki annað en framleiðslan hafi verið umfram eftirspurn. Einn þingmaður og ráðherra kom með þá snildarlausn að við skildum éta vandann en sú lausn hefur ekki verið notuð enn. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafanna til að minnka framleiðsluna. Sauðfjárframleiðslan var kvótasett ein kjötgreina og það hamlaði mjög þróun í greininni. Um 1990 var heimiluð viðskipti með kvóta m.a. til að fækka framleiðendum og stækka búin sem eftir yrðu svona svipað og þróunin varð í mjólkurframleiðslunni. Þetta breytti litlu. Búum fækkaði lítið og þau stækkuðu lítið. Það var svo 1995 sem kvótinn í sauðfjárrækt var afnumin og framleiðslan gefin frjáls. Þannig var beingreiðsluhlutinn sem stýritæki tekið úr sambandi. Í “samningnum” frá 1995 var ákvarðað hvert ásetningshlutfallið skyldi vera án þess að beingreiðslur skertust. Tekin var upp útflutningsskylda sem bændur gátu verið undanskildir ef þeir áttu 0,7 vetrarfóðraðar kind per. ærgildi greiðslumarks. Ráðist var í öfluga markaðsetningu á lambakjöti í gegnum Áform átaksverkefni. Verkefnið skilaði nokkrum árangri en mörg mistök voru gerð. Samfara þessu var farið í að skipta beingreiðslunum þannig að hluti þeirra var eyrnamerktur gæðastýringarálagi. Það er merkilegt með gæðastýringu í sauðfjárrækt að greitt er fyrir ákveðnar skráningar s. s. áburðanotkun, lyfjanotkun og nú er skylda að vera með sauðféð í skýrsluhaldinu Fjárvís. Fyrir þetta koma greiðslur frá ríkinu sem miðast við framleiðslumagn en ekki af gæðum framleiðslunnar.

            Hvernig skildi standa á því að við sauðfjárbændur röflum við eldhúsborðið en þegjum þunnu hljóði út á við. Getur verið að mestur hluti sauðfjárbænda líta á sauðfjárrækt sem lífstíl eða áhugamál? Er það eðlilegt að notað er skattfé til að greiða fyrir áhugmál eða lífstíl? Mér skilst að það er dýrt að stunda golf en samt stunda margir þá íþrótt. Mér er ekki kunnugt um að ríkið greiði fólki fyrir að spila golf. Það er að vísu líklegt að golffélög fái styrk hjá sveitarfélögunum en sá styrkur fer ekki til einstaklinga. Annað sem vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi er að aldur sauðfjárbænda er hár og það getur líka verið skýring á því afhverju þagað er þunnu hljóði. Eldri bændurnir búa (hokra) líka flestir á skuldlausum eignum og þola meiri skerðingar.

            Við fjölskyldan búum með um 250 fjár. Þegar við hjónin hófum búskap réði það mestu um ákvörðunina að ég fór í fullt starf. Annars hefðum við aldrei farið í búskapinn. Ég hef oft heyrt að ég sé hobbý bóndi en það er bóndi sem stundar vinnu utan bús skilst mér. Það skiptir engu máli hve margt sauðfjár viðkomandi er með svo framarlega sem unnið er utan bús.  Ég hef líka oft sagt mera í gamni að ég er í fullu starfi utan bús til að hafa efni á að stunda sauðfjárrækt. Hvað þarf sauðfjárbúið að vera stórt til að það skili einstaklingi sómasamlegum tekjum. Ég myndi halda að bústærðin verður að vera í kringum 800 vetrarfóðraðar kindur svo einstaklingur geti haft sómasamlegt viðurværi af atvinnugreininni. Auðvitað skiptir frjósemi og afurðasemi fjárins miklu máli líka. Hinn makinn verður þá að finna sér starf við eitthvað annað innan búsins eða utan. Við erum langt frá því að vera með bústærð af þessarri stærðargráðu. Er meðalbúið ekki um 300 vetrarfóðraðar kindur? Það sem mér finnst líka hamlandi fyrir greinina er þessi sífellda tenging við byggðapólitíkina. Ekki er í sauðfjársamningnum veittur byggðastuðningur. Að vísu er í 8 gr. samningsins gert ráð fyrir svæðisbundnum stuðningi sem nemur um 3% af heildarstuðningnum á samningstímabilinu en framleiðslutengdur stuðningur nemur 59%. Er nema von að bændur horfi til fjölgunar fjár til að viðhalda svipuðum tekjum?

            Hver er vandi sauðfjárræktar og hvernig verður tekið á honum? Flestir eru sammála að framleiðslan er of mikil. Forstjóri SS og Landbúnaðarráðherra hafa nefnt að fækka þurfi ám um 20% og ég get alveg verið sammála því. Hvernig fækkum við fénu. Ein leið gæti verið að ríkið gerði samninga við bændur um fækkun fjár gegn greiðslu á 2-3 árum sem gilti út samningstímann. Fyrir hverja á sem fækkað er um verði greitt t. d. skattmat. Standi menn ekki við gerða samninga koma sektir á móti. Gera verður breytingar á núverandi búvörusamningi ef þessi leið er valin og breyta samningnum þannig að ekki verður greitt út á grip eða býli heldur fái bændur greitt fyrir t. d. landgræðsluverkefni. Þá verður að breyta álagsgreiðslum vegna gæðastýringar þannig að tekið verði mið af gæðum framleiðslunnar fyrst og fremst. Margir bændur sem ég hef talað við finnst afurðastöðvarnar ekki gera neitt eða allavega ekki nóg til að auka söluna. Yfir sumartímann eru allir kælar í verslunum troðfullir af þurrkrydduðu lambakjöti ætlað á grillið. Ef sumarið verður vott og kalt þá bregst salan af því að engin grillar. Ég hef heyrt að það er ógjörningur að selja uppþýtt kjöt nema að krydda það þannig að kjötsafinn sjáist ekki. Costco selur líka íslenskt lambakjöt sem hefur verið þýtt upp. Þeir krydda það ekki en það lítur ljómandi vel út. Þarna er eitthvað sem kjötiðnaðarmennirnir okkar geta lært s. s. hvernig kjötið er skorið.

            Í desember 2015 var gefin út skýrsla sem KOM ráðgjöf vann, líklega fyrir LS og/eða Markaðsráðs Skýrslan heitir STEFNUMÖRKUN UM MARKAÐSÓKN ÍSLENSKRA SAUÐFJÁRAFURÐA. Skýrslan var m. a. unnin til að leggja fram stefnumörkun og framkvæmdaáætlun til frekari vinnu. Markmiðin voru  að hagsmunaaðilar geti rýnt í markaðinn til að finna tækifæri og möguleika og á þann hátt aukið framlegð sauðfjárbænda. Í skýrslunni var lagt til að sett yrði á laggirnar Markaðsstofa sauðfjárafurða með fimm manna stjórn, 3 tilnefndum af LS, 1 tilnefndur af BÍ og 1 frá samtökum sláturleyfishafa. Ekki skil ég afhverju var ekki hægt að nýta Markaðsráðið og fjölga í stjórn þess. Skýrslan er yfirgripsmikill og ekki vantar hugmyndir. Mér er ekki kunnugt um að þessi stefnumótun hafi verið raungerð enn og full ástæða til að dusta rykið af henni.

            Eitt er ljóst. Við getum ekki haldið áfram að framleiða og framleiða kindakjöt ef engin vill borða það. Það er líka ekki réttlátt að skattgreiðendur verði látnir bera meiri og meiri byrðar vegna offramleiðslu kindakjöts. Sauðfjárrækt er þrátt fyrir allt atvinnugrein og lítur lögmálum markaðarins.

Gunnar Rúnar Kristjánsson
Sauðfjárbóndi

Höf. rzg
Úrslit í smala. F.v. Elísabet Nótt, Kristín Erla, Magnús og Salka Kristín. Þórdísi og Bríet vantar á myndina.
Úrslit í smala. F.v. Elísabet Nótt, Kristín Erla, Magnús og Salka Kristín. Þórdísi og Bríet vantar á myndina.
Fréttir | 21. mars 2018 - kl. 15:24
Á sunnudaginn stóð æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Neista fyrir Æskulýðsmóti í reiðhöllinni Arnargerði. Þátttaka var góð en 14 börn á aldrinum 8-12 ára kepptu í barnaflokki og níu börn á aldrinum 3-6 ára komu fram í pollaflokki. Í barnaflokki var keppt í smala, tölti og þrígangi og pollar sýndu smala og frjálsa ferð. Á vef Neista segir að mótið hafi tekist vel og hafi verið skemmtilegt fyrir ungu knapana og áhorfendur. „Krakkarnir voru til fyrirmyndar, kát og glöð, á hreinum hestum og létu sko ekki bíða eftir sér,“ segir á vefnum.
Sameining A-Hún
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Frá Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 21. mars 2018 - kl. 13:06
Um mánaðamótin lætur Arnar Þór Sævarsson af störfum sem sveitarstjóri Blönduósbæjar. Arnar Þór var ráðinn í starfið 9. október árið 2007 í kjölfar þess að Jóna Fanney Friðriksdóttir sagði upp starfinu eftir tæp sex ár sem sveitarstjóri. Á sveitarstjórnarfundi Blönduósbæjar í gær var Arnari Þór þakkað fyrir vel unnin störf fyrir sveitarfélagið síðustu ellefu ár. Á fundinum var samþykkt að Anna Margrét Jónsdóttir verði forseti sveitarstjórnar í stað Valgarðs Hilmarssonar sem tekur við starfi sveitarstjóra 1. apríl næstkomandi.
Glaðheimar
Sigþrúður Sigfúsdóttir
Sigþrúður Sigfúsdóttir
Pistlar | 21. mars 2018 - kl. 12:13
Eftir Sigþrúði Sigfúsdóttur og Huldu Leifsdóttur
Kæru Blönduósbúar, er ekki vert að kynna sér betur hvað stendur á bak við verndarsvæði í byggð í gamla bænum á Blönduósi?  Á dögunum var haldinn fyrsti formlegi fundur í íbúa- og hagsmunasamtaka gamla bæjarins á Blönduósi. Samtök þessi hafa það að leiðarljósi að gamli bærinn fái þá fyrri reisn, sem hann bjó yfir, þegar hann var fallegi miðbærinn við þjóðveginn. 
Gamla Pósthúsið
Gamla Pósthúsið
Fréttir | 21. mars 2018 - kl. 10:36
Húsfriðunarsjóður úthlutaði á dögunum styrkjum vegna ársins 2018. Alls voru veittir 215 styrkir en fjöldi umsókna var 252. Úthlutað var rúmlega 340 milljónum króna en sótt var um styrki að fjárhæð tæplega 775 milljónum króna. Nokkur hús í Húnavatnssýslum fengu styrkir, m.a. Möllershús á Hvammstanga, Pétursborg á Blönduósi, Skólahúsið við Sveinsstaði og Litla Fell á Skagaströnd.
Fréttir | 21. mars 2018 - kl. 09:32
Tilkynning frá mótanefnd Neista
Töltmót verður haldið föstudaginn 23. mars kl. 19:00 í Reiðhöllinni. Keppt verður í barnaflokki 13 ára og yngri, unglingaflokki 14 til 17 ára, áhugamannaflokki og opnum flokki. Fyrirkomulag: Einn hringur hægt tölt svo snúið við, einn hringur tölt með hraðamun og einn hringur fegurðartölt.
Jóhanna í heimsókn í Húnavallaskóla.
Jóhanna í heimsókn í Húnavallaskóla.
Fréttir | 20. mars 2018 - kl. 11:34
Húnavallaskóli tekur þátt í skemmtilegu verkefni á vegum Textílsetursins. Markmiðið er að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta því fyrir sér hversu mikilvægt fullveldið og prjónaskapur er fyrir Íslendinga. Um leið er aukin þekking á prjóni og mikilvægi þessa þjóðarfs í sögu landsins. Nemendur vinna verk sem hefur tilvísun í fullveldisafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri. Verkið verður sýnt á Prjónagleði 2018, sem haldin verður á Blönduósi í júní, og síðan mun það prýða súlu í Leifsstöð.
Frá tónleikum í Guðríðarkirkju. Ljósm: FB/Karlak.Bólstaðarhlíðarhr.
Frá tónleikum í Guðríðarkirkju. Ljósm: FB/Karlak.Bólstaðarhlíðarhr.
Fréttir | 20. mars 2018 - kl. 10:08
Rúmlega fjögur hundruð manns sóttu tvenna tónleika Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps um síðustu helgi. Kórinn hélt tónleika á Akranesi á föstudagskvöldinu og í Guðríðarkirkju í Reykjavík á laugardeginum og var húsfyllir á báðum tónleikunum. Efnisskráin kallaðist „Bó og meira til“, blönduð af almennum karlakórssöng og léttara efni með hljómsveit. Einsöngvarar á tónleikunum voru Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Guðmundur Rúnar Halldórsson. Hljómsveiti Skarphéðins Einarssonar lék með.
Kristján varaformaður og Atli starfsmaður Storms. Ljósm: FB/Húnar.
Kristján varaformaður og Atli starfsmaður Storms. Ljósm: FB/Húnar.
Fréttir | 20. mars 2018 - kl. 09:23
Björgunarsveitin Húnar fékk nýverið afhent tvö ný Polaris X2 Nordic fjórhjól frá Stormi. Þau leysa af eldri Suzuki hjól sem hafa verið seld. Hjólin verða meðal annars á beltum þegar tíðarfar og færð bíður upp á það. Þessa dagana er verið að gera hjólin útkallsklár, að því er segir á Facebook síðu Húna, þaðan sem meðfylgjandi mynd er tekin.
Tilkynningar | 20. mars 2018 - kl. 09:04
Tilkynning
Ráðrík ehf. hefur fundað með ýmsum félagasamtökum og heimsótt fyrirtæki á svæðinu til að kalla fram viðhorf íbúa. Til að tryggja það að allir sem vilja koma að umræðunni hafi til þess möguleika verður einnig efnt til opinna funda strax eftir páska sem þið eruð hvött til að nýta ykkur. Þið getir valið hvaða fund þið kjósið að sækja.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 19. mars 2018 - kl. 15:21
Blönduósbær auglýsir eftir flokksstjórum og sumarstarfsmönnum til starfa í Þjónustumiðstöð bæjarins og vinnuskólann frá 15. maí næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Í auglýsingu á vef bæjarins segir að æskilegt sé að umsækjendur um störf flokksstjóra séu 20 ára eða eldri. Þá vantar starfsfólk til sumarstarfa, 17 ára og eldri. Umsóknareyðublöð má finna á vef Blönduósbæjar eða með því að smella hér og á bæjarskrifstofunni á Hnjúkabyggð 33. Umsóknarfrestur er til 10. apríl næstkomandi.
Kvennaskólinn á Blönduósi
Kvennaskólinn á Blönduósi
Fréttir | 19. mars 2018 - kl. 15:06
Á vef Þekkingarsetursins segir frá því að mikil eftirspurn sé eftir kennslu og vinnuaðstöðu fyrir nemendur á sviði textíls í Kvennaskólanum. Uppbygging náms á sviði textíl, fræðslumiðlun og efling samstarfs við innlenda og erlenda skóla hefur verið eitt af áhersluverkefnum Þekkingarsetursins og Textílsetursins síðan 2013.
Rúnar formaður USAH og Jón Gíslason, sem tók við verðlaunum Ásdísar Brynju.
Rúnar formaður USAH og Jón Gíslason, sem tók við verðlaunum Ásdísar Brynju.
Fréttir | 19. mars 2018 - kl. 14:06
101. ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga fór fram í gær á Húnavöllum. Mættir voru fulltrúar frá öllum aðildarfélögum nema einu auk gesta frá UMFÍ. Rúnar A. Pétursson, formaður USAH, setti þingið og bauð alla velkomna og fór yfir starfsemi sambandsins á síðasta ári en fjölmargt var gert og mörg afrek unnin hjá félögum í USAH.
Fréttir | 19. mars 2018 - kl. 10:02
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til kaupa á nauðsynlegum aðbúnaði fyrir Akureyrarflugvöll svo ekki þurfi í framtíðinni að vísa flugumferð frá Akureyri til Keflavíkur. Þá bendir stjórn SSNV á mikilvægi þess að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók verði byggður upp sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og skorar stjórnin á stjórnvöld að láta kanna kosti þess. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn SSNV samþykkti á fundi sínum 20. febrúar síðastliðinn.
Pistlar | 18. mars 2018 - kl. 21:18
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Ég er einn þeirra óteljandi mörgu sem hafa notið þeirrar náðar að hafa fengið að velja það að ylja mér við hin guðdómlegu orð og fyrirheit sem frelsarinn okkar Jesús Kristur flutti okkur og gaf með veru sinni og lífi. Fengið að njóta fegurðar þeirra og leyft þeim að leika um mig og setjast að í hjarta mínu. Þau hafa einstaka himneska nærveru og dásamlega jarðtengingu.
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ