Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Miðvikudagur, 18. júlí 2018
NV  2 m/s
C
Húnavaka 2018
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Júlí 2018
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 08:00 NV 2  9°C
Reykir í Hr 08:00 SSV 1  9°C
Reykjavík 08:00 SA 1  10°C
Akureyri - 08:00 N 1  10°C
Egilsstaðaf 08:00 VSV 1  10°C
Haugur 08:00 SSV 6  11°C
Holtavörðuh 08:00 SSV 11  6°C
Þverárfjall 08:00 SV 2  6°C
Laxárdalshe 08:00 V 3  7°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 08:30 SSV 12 7°C
Laxárdalsh. 08:30 V 4 8°C
Vatnsskarđ 08:20 SSV 5 9°C
Ţverárfjall 08:30 VSV 1 7°C
Kjalarnes 08:30 A 5 10°C
Hafnarfjall 08:30 SSA 4 11°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2018
Mikið um að vera á Blönduósi
Það er komið sumar, eða er það ekki annars? Oft hefur maður upplifað sólríkari daga en á þessu vori, en við skulum ekki örvænta, sumarið ný byrjað og auðvitað á það eftir að verða frábært. Við kláruðum sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí og sumir eflaust kátari en aðrir eins og gengur. Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvern við fáum sem bæjarstjóra.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Jóhannes Torfason
27. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
22. júní 2018
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
12. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. júní 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. júní 2018
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson
26. maí 2018
Eftir Önnu Margreti Sigurðardóttur
25. maí 2018
Eftir Birnu Ágústsdóttur
25. maí 2018
Séð heim að Gautsdal, fjöllin upp af Mörk og Hvammi ber hátt við Gautsdalsbæinn. Ljósm: stikill.123.is.
Séð heim að Gautsdal, fjöllin upp af Mörk og Hvammi ber hátt við Gautsdalsbæinn. Ljósm: stikill.123.is.
Pistlar | 03. október 2017 - kl. 14:49
Stökuspjall: Mörk nú prýðir Guðmundur
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Athugagjarn og orðvar sért
einkum þegar þú reiður ert.
Formæling illan finnur stað
fást mega dæmin upp á það.

Þar birtist lesendum vísa úr skáldgarði sr. Hallgríms í Saurbæ sem Þórður í Skógum setur í nýja bók sína, Um þjóðfræði mannslíkamans. Þórður fjallar um þann flein í íslenskri þjóðarsál, sem reiði, skammir og skammaryrði geta verið. 

Þórður segir:„Ákveðin orð tóku mið af storminum sem blés um landið. Maður var fjúkandi vondur, fokvondur, fokillur. Til veðurs eru einnig sótt orðin bálvondur, bálillur, bálreiður (smb. bálviðri). Mið var tekið af eldi: Funi í skapi, funabráður, funavondur, funareiður. Snösur nefndust vægir óveðurskaflar að vetri og stóðu stutt. Til þeirra er sótt reiðiorðið snösur. Það snasaðist í hann var sagt er manni rann í skap og rann svo fljótt reiðin. Reiði hófst oft af söguburði manna milli. Mönnum er misjafnlega lagið að segja satt og rétt frá öllu. Sannindi og ósannindi eru miklar andstæður. Fólk sem dreifði sögum, sönnum eða lognum, var ekki vel séð. „Sögusmella, rægirófa" heitir það í gamalli vísu. Manngerðina hefur Jón Thoroddsen leitt inn í íslenska þjóðarsál í bók sinni, Pilti og stúlku:„Ólyginn sagði mér en berðu mig samt ekki fyrir því," sagði Gróa á Leiti." 

Snjöll vísa Jakobs Ólafs frá Hranastöðum erjar í sama akri:

Er lygin um loftið flýgur
og langvegu hæglega smýgur
um byggðir og víðavang
sannleikur seinn á fæti
um sveitir og borgarstræti
lötrar sinn lestargang.

Lestargangur merkir gönguhraði klyfjahesta, svo fræðir orðabókin.

Laxdælingurinn Erlendur á Mörk fræðir lesendur um hvernig var að sitja hjá og smala kvíaánum og segir frá ferðalagi með foreldrum sínum norður á Sauðárkrók: „Lagt var af stað um kvöld og var það venjan. Þegar kom út fyrir Hryggjabæinn, þangað sem fyrst sést á sjóinn, kom ég auga á eitthvað er mér sýndist helst bláleit þoka og spurði hvað þetta væri. Svaraði þá Jón Sigvaldason bóndi á Vesturá að þetta væri sjórinn. Þá varð ég hissa. Þegar nokkuð kom ofan fyrir Kringlu hefur kl. verið um 2, en gagnslaust að koma ofan í Krókinn fyrr en klukkan 6. Var farið af baki og áð, en ferðafólkið lagði sig fyrir og held ég flestir hafi sofnað, en það gat ég ekki skilið að nokkrum manni gæti komið dúr á auga, með hugann úttroðinn af eftirvæntingu og ekki hefði ég getað það þó ég hefði átt víst að losast við hjásetuna. Þessa nótt heyrði ég í fyrsta sinn til spóa því þeir komu aldrei í Laxárdalinn hver svo sem er orsök til þess. 

Snemma um morguninn var haldið ofan í Krókinn. Þegar kom svo langt ofan á Móana að masturstopparnir smástigu upp fyrir brekkubrúnina og ekki síður er við komum fram á brúnina sjálfa og höfðum þar allt í fanginu í senn, sjóinn, skipin, fólk og hross og fyrstu kofana, átti ég engin orð til að lýsa því uppnámi sem hugurinn komst í. Ekki man ég hvert ár þetta var, helst 1873. Þá var nýbúið að að reisa fyrsta verslunarhúsið á Sauðárkrók. Þar var og torfbær og seldar þar veitingar. Hét eigandinn Árni Árnason járnsmiður og rak hvorutveggja samhliða, járnsmíðar og drykkjuskap. Tvo eða þrjú kaupskip lága á höfninni og rugguðu sér ofurvært í logninu. Lausabryggjur frá skipunum voru skammt fyrir innan Eyrina og við þær lentu bátarnir sem gengu milli lands og skipa." Erlendur heldur áfram að lýsa því sem bar fyrir barnsaugum, á ofhlöðnum báti út til skips og krambúðarlyktinni ofan í lestinni/búðinni þar sem hann fékk þyngsli í höfuðið:„Mér gekk illa að komast upp stigann, hann var stöðugt á hreyfingu. Þegar ég kom upp var komin stinnings hafgola og öldurnar komnar miklu stærri en ég hafði séð á Móbergsselstjörninni." 

Leikfélagi Erlendar á Mörk var Ketilríður Friðgeirsdóttir í Móbergsseli, en faðir hennar, Friðgeir í Hvammi var sveitarskáld Hlíðhreppinga á sinni tíð og kvað vísur um alla búendur í sveitinni. Fjórar vísur þurfti í upptakt, mansönginn, svo hefst ríman hjá Guðmundi Klemenssyni í Bólstaðarhlíð, á þingstað sveitarinnar, telur þá bændur út að Strjúgi, ysta bæ í hreppnum, snýr þar upp Strjúgsskarðið, upp á Laxárdal í 13. vísu, Guðmundur á Mörk fékk 15. vísuna en skáldið sjálft þá 16. og sparar ekki að úthúða sjálfum sér:

15. Eyðir kvíða örlátur,
er sá lýðum geðfelldur
meiðir skíða menntaður,
Mörk nú prýðir Guðmundur.

16. Í Hvammi nú er sagt að sé
syndum búið ómenne,
þessum snúið frá er fé,
fyrðar trúi sögunne.

28. Metið glaða góðmenne
greiðahraður þjóð veitte
böl er það að brestur fé
Botnastaða Illuge.

42. Hrósið ber af bændunum,
bestu hér að kenningum,
mjög óþver í manndyggðum
Markús séra á Bergsstöðum.

60. Hjörleif, prestinn Hólum frá,
heyrði eg bestan lofstír fá,
helgra lestur syngur sá,
sama flestir um það tjá.

Tvær seinustu vísurnar eru um prestana í sveitinni, séra Hjörleif Einarsson, föður Einars og Tryggva Kvaran er sat þá í Blöndudalshólum, en síðar lengi að Undirfelli og kom þá mjög við sögu Kvennaskólans. Hinn er Bergsstaðapresturinn, sem einnig þjónaði Bólstaðarhlíðarkirkju, en Hólaprestur þjónaði Holtastöðum – og þar mörgum Laxdælingum.

Miðvísan er um mág Arnljóts Ólafssonar frá Auðólfsstöðum, söðlasmiðinn Illuga Jónasson á Botnastöðum sem flæmdur var af jörðinni vegna tengdasonar jarðeigandans. Jónas Illugason segir frá þessu í þætti sínum Eitt ár, sem birtist í Troðningum og tóftarbrotum. Þessi fræðaþulur Húnvetninga fer þar á kostum í frásögn sinni af  erfidrykkju eftir Björn bónda í Tungu, móðurbróður sinn. Þessi mannfundur í Finnstungu stóð fram undir morgun og snerist þá mjög um skuldaskil Guðmundar á Bollastöðum við sveitungana. Skráir Jónas vísur úr Andrarímum sem sveitarhöfðinginn sögufróði hafði sér til trausts í þrætubókum um fjárhag hreppsins. Uppi í Skyttudal, að baki Hlíðarfjalls, fundu þessir öndvegismenn sveitar sinnar sér svo jarðnæði, þó bauðst þeim ekki nema þriðjungur af þessu kotbýli, sem okkur þykir nú afskekkt en liggur milli höfuðbólanna í Þverárdal og Mjóadal. 

Tilvísanir:
Sæmundur/Um þjóðfræði mannslíkamans: https://www.facebook.com/bokakaffid/
Hallgrímur Pétursson 28. passíusálmur: http://bragi.info/ljod.php?ID=1410
Jakob Ólafur Pétursson frá Hranastöðum: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=26840
Nokkur orð um kjaftasögur: http://bragi.info/hunafloi/vardveisla.php?ID=8085
Bændaríma Friðgeirs í Hvammi: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=f0&ID=2202
Blöndudalshólar, Bergsstaðir og Auðkúlu prestatal: http://stikill.123.is/blog/record/454453/
Bj.Jónasson/Hólaprestar um 1850: http://stikill.123.is/blog/record/532617/
Meiri Erlendur á Mörk: http://stikill.123.is/blog/record/504051/
Um sr. Arnljót á Sauðanes: http://stikill.123.is/blog/2011/10/18/547408/
Illugason segir frá Guðmundi á Bollastöðum: http://stikill.123.is/blog/record/504272/

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Fréttir | 17. júlí 2018 - kl. 13:24
Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar í knattspyrnu karla, 4. deild – D riðli, tekur á móti Vatnaliljum á Blönduósvelli næstkomandi föstudag klukkan 20:00. Gera má ráð fyrir mikilli og góðri stemningu í Blönduósbæ á föstudaginn þar sem Húnavakan verður þá nýhafin og eru allir hvattir til þess að mæta á völlinn og styðja liðið. Meistaraflokksráð mun grilla og selja hamborgara í hálfleik. Þá verður minning Kristjáns Blöndal Jónssonar heiðruð en hann spilaði fótbolta í fjölmörg ár undir merkjum Hvatar.
Lífland
Fréttir | 17. júlí 2018 - kl. 09:19
Einar Kárason mun stíga á stokk í Félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld klukkan 20 og flytja eina vinsælustu Íslendingasöguna, söguna um ógæfumanninn Gretti Ásmundsson. Einar setur söguna á sinn einstaka hátt upp í fræðandi og skemmtilega frásögn, þar sem Grettir og það helsta sem á daga hans dreif kviknar til lífsins. Einar er með virtustu rithöfundum og rómuðustu sagnamönnum landsins og hafa sýningar hans um Grettissögu notið mikilla vinsælda í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 15:20
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að tryggja öflun, samræmingu og áreiðanleika gagna sem þarf við áframhaldandi þróun þjónustukorts. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti fyrsta áfanga kortsins með opnun vefsjárinnar thjonustukort.is. Starfshópur skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins mun fylgja samþykktinni eftir.
Glaðheimar
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 10:15
Laugardaginn 7. júlí síðastliðinn var sýning Sigurðar Guðjónssona INNLJÓS opnuð að Kleifum við Blönduós. Aðsókn hefur verið mjög góð enda eiga margir leið um Blönduós á ferð sinni eftir hringveginum um hásumarið. Von er á mörgum gestum á Húnavöku sem haldin verður um næstu helgi og líklegt að einhverjir leggi leið sína að Kleifum til að upplifa sýninguna. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 10 til 22 fram til sunnudagsins 22. júlí næstkomandi.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:37
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið samstarfsins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika.
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:25
Landsmót á vegum UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um helgina og var í fyrsta sinn haldið með nýju og breyttu sniði. Mótið var opið fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa gaman af því að hreyfa sig og stunda íþróttir. Þátttakendur gátu valið úr tæplega 40 greinum allt frá nýjungum á borð við körfubolti 3:3, biathlon, brennó og fjallahjólreiða, bogfimi og pútts. Stígvélakast var að sjálfsögðu á sínum stað á síðasta degi mótsins.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:40
Það sem af er ári hefur reglulega verið sagt frá því í fréttum að kærur og sektir vegna hraðaksturs á Norðurlandi vestra hafi fjölgað mikið. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag og þar kemur fram að útgefnar kærur á árinu voru í gær orðnar alls 3.689 talsins, samanborið við 1.417 á sama tíma fyrir ári og 602 árið 2016. Rætt er við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón, sem segir þetta vera háar tölur í öllu samhengi.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:15
Ekki var einhugur á fundi sveitarstjórn Blönduósbæjar í gær þegar fjallað var um ráðningu nýs sveitarstjóra. Ástæðan var ekki neikvæð afstaða til sveitarstjórans sjálfs heldur ráðningarferlið. Óslistinn, sem er í minni hluta í sveitarstjórn, taldi aðkomu sína að ráðningarferlinu hafa verið takmarkaða, þrátt fyrir ríkan og yfirlýstan vilja til samstarfs við fulltrúa meirihlutans, L-listans. Afstaðan olli meirihlutanum vonbrigðum.
Sameining A-Hún
Tilkynningar | 13. júlí 2018 - kl. 10:28
Frá Önnu Margreti Valgeirsdóttur
Ágætu Blönduósingar. Sumrin notum við gjarnarn til að dytta að því sem þarf að laga og fegra í umhverfi okkar. Blönduósbær er þar engin undantekning. Meðal þess sem þarf að gera er að lagfæra gangstéttar, stundum af því að þær eru illa farnar en stundum af því að það þarf að koma fyrir nýjum lögnum eða öðru.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 09:18
Sveitarstjórn Blönduósbæjar ákvað í gær að ráða Valdimar O Hermannsson í starf sveitarstjóra. Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar ráðningu Valdimars og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru í samstarfi við hann. Hann mun hefja störf 14. ágúst næstkomandi samkvæmt samkomulagi þar um, að því er segir í tilkynningu frá Blönduósbæ.
Frá byggingarstað í dag.
Frá byggingarstað í dag.
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 20:34
Byrjað er að reisa fyrstu veggina í fyrsta gagnavershúsinu við Svínvetningabraut og áætlað er að búið verði að reisa húsið í næstu viku ef allt gengur að óskum. Verkstjóri verksins á vinnustað er Einar Bjarni Björnsson en það Húsheild ehf. sem reisir húsið.
Sigurvegarar mótsins Umf. Fram á Skagaströnd
Sigurvegarar mótsins Umf. Fram á Skagaströnd
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 20:11
Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram í gær og fyrradag á Blönduósvelli. Umf. Fram stóð uppi sem sigurvegari með 388,5 stig.
Laxveiði í Blöndu
Laxveiði í Blöndu
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 14:41
Laxveiðin í húnvetnsku ánum fór almennt líflega af stað í sumar en er lakari nú miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga um laxveiði í helstu ám landsins hafa 515 laxar veiðst í Miðfjarará sem af er sumri en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst um 749 laxar. Vikuveiðin var 195 laxar á 10 stangir. Blanda er komin í 417 laxa en í fyrra höfðu veiðst 514 laxar. Vikuveiðin var 118 laxar á 14 stangir.
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga.
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 13:47
Vegagerðin hefur ákveðið að úthluta 1,8 milljón króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á þessu ári og er það sama fjárhæð og í fyrra. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2018 er samþykkt að veita þremur milljónum til styrkvega og er því heildarfjárhæðin til viðhalds 4,8 milljónir króna. Samþykkt var að skipta fjárhæðinni niður á eftirfarandi vegi:
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ