Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 10:56 0 0°C
Laxárdalsh. 10:56 0 0°C
Vatnsskarð 10:56 0 0°C
Þverárfjall 10:56 0 0°C
Kjalarnes 10:56 0 0°C
Hafnarfjall 10:56 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Séð heim að Gautsdal, fjöllin upp af Mörk og Hvammi ber hátt við Gautsdalsbæinn. Ljósm: stikill.123.is.
Séð heim að Gautsdal, fjöllin upp af Mörk og Hvammi ber hátt við Gautsdalsbæinn. Ljósm: stikill.123.is.
Pistlar | 03. október 2017 - kl. 14:49
Stökuspjall: Mörk nú prýðir Guðmundur
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Athugagjarn og orðvar sért
einkum þegar þú reiður ert.
Formæling illan finnur stað
fást mega dæmin upp á það.

Þar birtist lesendum vísa úr skáldgarði sr. Hallgríms í Saurbæ sem Þórður í Skógum setur í nýja bók sína, Um þjóðfræði mannslíkamans. Þórður fjallar um þann flein í íslenskri þjóðarsál, sem reiði, skammir og skammaryrði geta verið. 

Þórður segir:„Ákveðin orð tóku mið af storminum sem blés um landið. Maður var fjúkandi vondur, fokvondur, fokillur. Til veðurs eru einnig sótt orðin bálvondur, bálillur, bálreiður (smb. bálviðri). Mið var tekið af eldi: Funi í skapi, funabráður, funavondur, funareiður. Snösur nefndust vægir óveðurskaflar að vetri og stóðu stutt. Til þeirra er sótt reiðiorðið snösur. Það snasaðist í hann var sagt er manni rann í skap og rann svo fljótt reiðin. Reiði hófst oft af söguburði manna milli. Mönnum er misjafnlega lagið að segja satt og rétt frá öllu. Sannindi og ósannindi eru miklar andstæður. Fólk sem dreifði sögum, sönnum eða lognum, var ekki vel séð. „Sögusmella, rægirófa" heitir það í gamalli vísu. Manngerðina hefur Jón Thoroddsen leitt inn í íslenska þjóðarsál í bók sinni, Pilti og stúlku:„Ólyginn sagði mér en berðu mig samt ekki fyrir því," sagði Gróa á Leiti." 

Snjöll vísa Jakobs Ólafs frá Hranastöðum erjar í sama akri:

Er lygin um loftið flýgur
og langvegu hæglega smýgur
um byggðir og víðavang
sannleikur seinn á fæti
um sveitir og borgarstræti
lötrar sinn lestargang.

Lestargangur merkir gönguhraði klyfjahesta, svo fræðir orðabókin.

Laxdælingurinn Erlendur á Mörk fræðir lesendur um hvernig var að sitja hjá og smala kvíaánum og segir frá ferðalagi með foreldrum sínum norður á Sauðárkrók: „Lagt var af stað um kvöld og var það venjan. Þegar kom út fyrir Hryggjabæinn, þangað sem fyrst sést á sjóinn, kom ég auga á eitthvað er mér sýndist helst bláleit þoka og spurði hvað þetta væri. Svaraði þá Jón Sigvaldason bóndi á Vesturá að þetta væri sjórinn. Þá varð ég hissa. Þegar nokkuð kom ofan fyrir Kringlu hefur kl. verið um 2, en gagnslaust að koma ofan í Krókinn fyrr en klukkan 6. Var farið af baki og áð, en ferðafólkið lagði sig fyrir og held ég flestir hafi sofnað, en það gat ég ekki skilið að nokkrum manni gæti komið dúr á auga, með hugann úttroðinn af eftirvæntingu og ekki hefði ég getað það þó ég hefði átt víst að losast við hjásetuna. Þessa nótt heyrði ég í fyrsta sinn til spóa því þeir komu aldrei í Laxárdalinn hver svo sem er orsök til þess. 

Snemma um morguninn var haldið ofan í Krókinn. Þegar kom svo langt ofan á Móana að masturstopparnir smástigu upp fyrir brekkubrúnina og ekki síður er við komum fram á brúnina sjálfa og höfðum þar allt í fanginu í senn, sjóinn, skipin, fólk og hross og fyrstu kofana, átti ég engin orð til að lýsa því uppnámi sem hugurinn komst í. Ekki man ég hvert ár þetta var, helst 1873. Þá var nýbúið að að reisa fyrsta verslunarhúsið á Sauðárkrók. Þar var og torfbær og seldar þar veitingar. Hét eigandinn Árni Árnason járnsmiður og rak hvorutveggja samhliða, járnsmíðar og drykkjuskap. Tvo eða þrjú kaupskip lága á höfninni og rugguðu sér ofurvært í logninu. Lausabryggjur frá skipunum voru skammt fyrir innan Eyrina og við þær lentu bátarnir sem gengu milli lands og skipa." Erlendur heldur áfram að lýsa því sem bar fyrir barnsaugum, á ofhlöðnum báti út til skips og krambúðarlyktinni ofan í lestinni/búðinni þar sem hann fékk þyngsli í höfuðið:„Mér gekk illa að komast upp stigann, hann var stöðugt á hreyfingu. Þegar ég kom upp var komin stinnings hafgola og öldurnar komnar miklu stærri en ég hafði séð á Móbergsselstjörninni." 

Leikfélagi Erlendar á Mörk var Ketilríður Friðgeirsdóttir í Móbergsseli, en faðir hennar, Friðgeir í Hvammi var sveitarskáld Hlíðhreppinga á sinni tíð og kvað vísur um alla búendur í sveitinni. Fjórar vísur þurfti í upptakt, mansönginn, svo hefst ríman hjá Guðmundi Klemenssyni í Bólstaðarhlíð, á þingstað sveitarinnar, telur þá bændur út að Strjúgi, ysta bæ í hreppnum, snýr þar upp Strjúgsskarðið, upp á Laxárdal í 13. vísu, Guðmundur á Mörk fékk 15. vísuna en skáldið sjálft þá 16. og sparar ekki að úthúða sjálfum sér:

15. Eyðir kvíða örlátur,
er sá lýðum geðfelldur
meiðir skíða menntaður,
Mörk nú prýðir Guðmundur.

16. Í Hvammi nú er sagt að sé
syndum búið ómenne,
þessum snúið frá er fé,
fyrðar trúi sögunne.

28. Metið glaða góðmenne
greiðahraður þjóð veitte
böl er það að brestur fé
Botnastaða Illuge.

42. Hrósið ber af bændunum,
bestu hér að kenningum,
mjög óþver í manndyggðum
Markús séra á Bergsstöðum.

60. Hjörleif, prestinn Hólum frá,
heyrði eg bestan lofstír fá,
helgra lestur syngur sá,
sama flestir um það tjá.

Tvær seinustu vísurnar eru um prestana í sveitinni, séra Hjörleif Einarsson, föður Einars og Tryggva Kvaran er sat þá í Blöndudalshólum, en síðar lengi að Undirfelli og kom þá mjög við sögu Kvennaskólans. Hinn er Bergsstaðapresturinn, sem einnig þjónaði Bólstaðarhlíðarkirkju, en Hólaprestur þjónaði Holtastöðum – og þar mörgum Laxdælingum.

Miðvísan er um mág Arnljóts Ólafssonar frá Auðólfsstöðum, söðlasmiðinn Illuga Jónasson á Botnastöðum sem flæmdur var af jörðinni vegna tengdasonar jarðeigandans. Jónas Illugason segir frá þessu í þætti sínum Eitt ár, sem birtist í Troðningum og tóftarbrotum. Þessi fræðaþulur Húnvetninga fer þar á kostum í frásögn sinni af  erfidrykkju eftir Björn bónda í Tungu, móðurbróður sinn. Þessi mannfundur í Finnstungu stóð fram undir morgun og snerist þá mjög um skuldaskil Guðmundar á Bollastöðum við sveitungana. Skráir Jónas vísur úr Andrarímum sem sveitarhöfðinginn sögufróði hafði sér til trausts í þrætubókum um fjárhag hreppsins. Uppi í Skyttudal, að baki Hlíðarfjalls, fundu þessir öndvegismenn sveitar sinnar sér svo jarðnæði, þó bauðst þeim ekki nema þriðjungur af þessu kotbýli, sem okkur þykir nú afskekkt en liggur milli höfuðbólanna í Þverárdal og Mjóadal. 

Tilvísanir:
Sæmundur/Um þjóðfræði mannslíkamans: https://www.facebook.com/bokakaffid/
Hallgrímur Pétursson 28. passíusálmur: http://bragi.info/ljod.php?ID=1410
Jakob Ólafur Pétursson frá Hranastöðum: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=26840
Nokkur orð um kjaftasögur: http://bragi.info/hunafloi/vardveisla.php?ID=8085
Bændaríma Friðgeirs í Hvammi: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=f0&ID=2202
Blöndudalshólar, Bergsstaðir og Auðkúlu prestatal: http://stikill.123.is/blog/record/454453/
Bj.Jónasson/Hólaprestar um 1850: http://stikill.123.is/blog/record/532617/
Meiri Erlendur á Mörk: http://stikill.123.is/blog/record/504051/
Um sr. Arnljót á Sauðanes: http://stikill.123.is/blog/2011/10/18/547408/
Illugason segir frá Guðmundi á Bollastöðum: http://stikill.123.is/blog/record/504272/

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Glaðheimar
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið