Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 20. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 14:24 0 0°C
Laxárdalsh. 14:24 0 0°C
Vatnsskarð 14:24 0 0°C
Þverárfjall 14:24 0 0°C
Kjalarnes 14:24 0 0°C
Hafnarfjall 14:24 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
Bókakaffi í Varsjá. Ljósm: Ingimundur G. Axelsson.
Bókakaffi í Varsjá. Ljósm: Ingimundur G. Axelsson.
Pistlar | 06. nóvember 2017 - kl. 11:42
Stökuspjall: Með allan heim að baki
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Að mér læðast hlýtt og hljótt
hugðar kæru efnin.
Þessi varð mér vökunótt
verðmætari en svefninn.

Höfundurinn Björn Leví Gestsson bjó á Refsstöðum, alinn upp á Björnólfsstöðum og bróðir Bjarna bónda þar. Um búskap Björns Leví á Laxárdal segir: Björn er mikill dugnaðarmaður og stórhuga, húsaði bæinn að nýju og reisti mikil peningshús. Gerði og fleiri jarðarbætur. Björn Leví flutti suður og seinasti bóndi á Refsstöðum var Sveinn Hannesson skáld frá Elivogum. Björn Leví er langafi Heiðrúnar Dóru bókavarðar á Selfossi og nafni hans og afkomandi er Björn Leví Gunnarsson, sem var þingmaður fyrir pírata. Björn á Refstöðum orti:

Ég finn hvergi gullin gull,
gremju fergjast málin.
Lífsins ergifullu full
friðlaus bergir sálin.

Engum glaður uni stað
ógnir skaðakjara.
Hugann laða leiðum að
lífsins svaðilfara.

Björn Leví hampar hringhendunni að vonum:

Hugann yngir að ég ber
ást á hringhendunni.
Hún óþvinguð þykir mér
þæg og slyng í munni.

Búferli til borgarinnar eru allt annað og minna fyrirtæki en vesturfarirnar fyrir 1900 en strangt hefur þó verið að hverfa frá húsum sínum og lendum sem lítt seldust og þá lágu verði og eins þeim sem eftir dvöldu að sjá á eftir góðum vinum og grönnum. Gunnar prestur á Æsustöðum sem skrifaði ágætan þátt af búskap og menningu á Laxárdal og vitnað er til hér að ofan, hann sá byggðina grisjast og flutti eftir nær þrjátíu ára þjónustu í dölunum suður til Kópavogs, en hélt áfram að hlúa að Sögufélaginu og fleiri menningarmálum Húnvetninga þrátt fyrir að þjóna bæði Kópavogs- og Bústaðasóknum.

Á ferð um slóðir Einar Ben í Herdísarvík kvað prestur:

Hér við ystu úthafsströnd
með allan heim að baki
rétti skáldi Herrann hönd
hinsta flugs í taki.

Lára á Botnastöðum, öldungur úr Hlíðarhreppi lést 4. okt. á 102 ári og vinir og vandamenn minntust hennar eins og maklegt var á jarðarfarardegi í Mbl. 20. okt. Söngvarinn og fóstursonur hennar, Stefán Hilmarsson, ritaði eftir ömmu sína:„Amma átti óvenju langa ævi, naut ágætrar heilsu lengst af og hugurinn var skarpur fram á lokasprettinn. Það leit þó ekki alltaf út fyrir langlífi, á unglingsárunum veiktist hún af berklum, en sá sjúkdómur lagði marga í gröfina. Föður sinn missti hún á áttunda árinu en hann lést úr lungnabólgu. Greip þá skiljanlega um sig örvænting í torfbænum á Botnastöðum hvar amma og fjögur systkini hennar fæddust, en tvö voru látin, eins árs og fimm ára drengir, sem báðir hétu Stefán. En með góðra vina hjálp hélt búskapurinn áfram."

Frá Stefáni í Vatnshlíð f. 1820, afa Stefáns Sveinssonar ráðsmanns á Botnastöðum og fornbókasala, langafa Láru heitinnar og afa Péturs í Vatnshlíð eru Stefánsnöfnin komin, þar fóru bókhneigðir, greindir, skemmtilegir og skapandi húmanistar. Stefán söngvari sýnist þar enginn ættleri fremur en Lára amma hans.

Margrét organistadóttir frá Bergsstöðum, hún Gréta Gísla, var fermingarsystir Láru og gaman var að heyra Láru rifja upp ferð þeirra stallsystra til prestsins út að Æsustöðum til spurninganna, sem nú er kallað fermingarundirbúningur. Komið var fram á vor, Hlíðaráin í vexti og búið að brúa hana. En í galsaskap unglingsins beina þær hestunum að ánni langt fyrir neðan brúna og komast þar klakklaust yfir.

Í síðasta mánuði tók ritari þátt í 8 daga kúltúrferð til Varsjár, Vilníus og Vítebsk en þar fæddist málarinn og gyðingurinn Marc Chagall. Myndir hans voru sýndar í Reykjavík á Listahátíð 1988 og þá var gefin út bók með málverkum hans og sögu. Í Varsjá eiga þeir bókakaffi eins og finna má í Árborg. Á Selfossi er Bjarni Harðar bóksali að gefa gömul merkisrit eins og Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu og sögu Monika á Merkigili.

Fundalota í Húnabúð/Skeifunni 11 þann 15, 22. og 29. nóv.
mi. 15.11 kl. 17  Tómas R Einarsson bassaleikari segir frá afa sínum og nafna og ömmu á Blönduósi, fer með ljóð og vísur eftir þau og flytur eigin tónlist af diskum og myndskjá.
mi. 22.11 kl. 17 dr. Vilhelm Vilhelmsson fjallar um nýja bók sína, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. 
mi. 22.11 kl.17  Hvar er ljóðið mitt? Nokkrir ljóðaunnendur lesa uppáhaldsljóð sitt.

Kaffisopi og kökuflís í fundarlok.  Ætli við leggjum ekki 1000 kall í kaffisjóð! 

Tilvísanir:
Björn á Refsstöðum: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=30296
Stökuspjall um sr. Gunnar á vondu ferðalagi: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12589
Sr. Gunnar í Herdísarvík: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=24989
Eldra stökuspjall, m. a. Um Láru Gunnarsdóttur og Stefán söngvara, sem ber nafn ömmubræðra sinna: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=14138
Málarinn Marc Chagall: https://en.wikipedia.org/wiki/Marc_Chagall
Bókakaffið á Selfossi: https://www.facebook.com/bokakaffid/

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Glaðheimar
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 20:56
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til málstofu um húsnæðis- og kjaramál, laugardaginn 20. apríl klukkan 09:00 í húsnæði stéttarfélagsins Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Frummælendur verða Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Samstöðu og núverandi formaður Félags eldri borgara á Blönduósi og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða.
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið