Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Laugardagur, 21. júlí 2018
NV  3 m/s
C
Húnavaka 2018
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Júlí 2018
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 21:00 NV 3  9°C
Reykir í Hr 21:00 NNA 2  9°C
Reykjavík 21:00 VSV 4  9°C
Akureyri - 21:00 NV 3  10°C
Egilsstaðaf 21:00 N 6  10°C
Haugur 21:00 N 2  9°C
Holtavörðuh 21:00 SSV 7  7°C
Þverárfjall 21:00 VSV 3  9°C
Laxárdalshe 21:00 VSV 6  8°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 21:00 SSV 7 8°C
Laxárdalsh. 21:00 VSV 6 8°C
Vatnsskarđ 21:00 VNV 3 9°C
Ţverárfjall 21:00 VSV 3 9°C
Kjalarnes 21:00 V 5 9°C
Hafnarfjall 21:00 SV 4 9°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2018
Mikið um að vera á Blönduósi
Það er komið sumar, eða er það ekki annars? Oft hefur maður upplifað sólríkari daga en á þessu vori, en við skulum ekki örvænta, sumarið ný byrjað og auðvitað á það eftir að verða frábært. Við kláruðum sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí og sumir eflaust kátari en aðrir eins og gengur. Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvern við fáum sem bæjarstjóra.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Jóhannes Torfason
27. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
22. júní 2018
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
12. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. júní 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. júní 2018
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson
26. maí 2018
Eftir Önnu Margreti Sigurðardóttur
25. maí 2018
Eftir Birnu Ágústsdóttur
25. maí 2018
Pistlar | 18. desember 2017 - kl. 09:22
Skáld-Rósa
Eftir Magnús Ólafsson

Skáld Rósa var talandi skáld strax á unga aldri og sagt var að hún hefði ort jafn hratt og hún talaði. Þess vegna var hún jafnan kölluð Skáld Rósa. Stundum var hún líka kölluð Vatnsenda Rósa enda lifði hún mestu umbrotaár í lífi sínu á Vatnsenda í Vesturhópi. Þar bankaði stóra ástin á dyr, þar var hún, þegar Natan Ketilsson sveik hana, maðurinn sem hún elskaði, fyrir aðra konu, þar orti hún einstakan ljóðabálk um samskipti sín við þennan elskhuga þar sem hún gerði upp lífshlaup þeirra og þar bjó hún þegar elskuginn fyrrverandi var myrtur.

Nú er spurning hvaða sess Skáld Rósa fær í kvikmyndinni Burial rites, eða Náðarstund. Hún kemur í bókinn við sögu m.a. með þessum hugleiðingum Agnesar.

- Kenske við Rósa hefðum getað orðið vinkonur hefðum við kynnst með öðrum hætti. Natan sagði alltaf að við værum eins líkar og álft og hrafn en þar hafði hann rangt fyrir sér. Til dæmis elskuðum við hann báðar. Og eins og ég segi prestinum þá lögðu ljóð Rósu eld að næfrum sálar minnar og lýstu mig upp innanfrá. Natan hætti aldrei að elska hana. Hvernig átti hann að geta það? Ljóð hennar gerðu ljósker úr fólki.

Skáld Rósa var fædd í Eyjafirði og að Möðruvöllum kom ungur sveinn, Páll Melsted, vestan úr Miðfirði og gerðist skrifari hjá amtmanni. Til hans orti hún margar sínar fegurstu ástarvísur og hún var á hans heimili á Völlum eftir að hann fékk veitingu sem sýslumaður fyrir Múlasýslu. Brynjólfur á Minna Núpi fullyrðir í sinni sögu um Rósu og Natan Ketilsson að hún hafi komið þangað fullviss að hún yrði fyrr en síðar húsfrú sýslumanns, allavega verið með þær vonir og þrár í brjósti.  Amtmaðurinn á Möðruvöllum hafið hins vegar kostað Pál til náms í Danmörku og átt þátt í að hann fengi gott embætti. Sá amtmaður átti dóttur sem hann vildi gifta Páli og tókst það. Brynjólfur segir þann drama í sinni sögu að þegar þau voru gift reið sýslumaður með brúði sína austur að Völlum. Þangað kom hann seint um kvöld þegar fólk var sofnað. Engan vakti Páll, spretti sjálfur af hestum sínum en gekk til sængur með brúið sína.

Þegar fólk vaknaði næsta morgun og hestar sýslumanns sáust í túni var ljóst að hann væri kominn heim. Rósa tók þá til morgunverð fyrir vin sinn eins og hún var vön og gekk með hann til herbergis Páls, eins og hún var vön þá hann var heima. Mikið brá henni í brún þegar önnur kona hvíldi í rekkjunni ofan við Pál. Páll var ekki maður margra orða eða langra útskýringa og sagði því aðeins. „Einhvern tíman var þér ætlaður staður þarna Rósa mín“.

Hvort Rósa flutti á sýslumannsheimilið með eitthvað annað í huga en fá þar góða vist skal ósagt látið. Þó bendir margt til þess m.a. vísur sem frá henni komu síðar á lífsleiðinni að hún hafi unnað Páli heitt þó önnur kona væri orðin ektakona hans. Sá Rósa eitthvað annað í stöðunni en una orðnum hlut? Var ást hennar til Páls jafnvel það mikil að hún taldi að vinur hennar hefði orðið að kaupa frama sinn dýru verði? Án aðstoðar amtmanns hefði hann aldrei getað gengið menntaveginn eða fengið þetta gott embætti. Það að kvænast annarri konu var gjaldið sem vinur hennar varð að greiða til að ná í menntun og embætti.

Fannst henni jafnvel að nú yrði hún að sína sinn styrk? Láta ekki á neinu bera og alls ekki gera neitt sem gæti vakið grun konu Páls á þeim hug sem hún bar til hans eða henni yrði á nokkurn hátt ljós þeirra fyrra samband. Hjónabandshamingja Páls gat verið undir því komin. Það var mikil fórn sem hún þannig sýndi. Var það til þess að gera vini sínum lífið sem auðveldast eða vildi hún alls ekki missa af því að vera sem næst Páli vini sínum.

Rósa var kyrr á heimili sýslumannshjóna en þegar hún varð þess áskynja að hún væri ekki kona einsömul segir Brynjólfur í sinni sögu að hún hafi farið til sýslumanns og tjáð honum hvernig komið væri. Þá sagði hann aðeins. „Nú verður þú að giftast Ólafi“.

Þessi Ólafur var vinnumaður hjá sýslumanni og hafði ýtrekað gert hosur sínar grænar fyrir Rósu. Engan áhuga mun hún hafa haft á Ólafi, taldi þau vera mjög ólík. Hann var þó fjármaður þokkalegur, smiður góður og vefari eins og segir í heimildum frá þessum tíma. Hann var hins vegar ekki skáldmæltur eða á nokkurn annan hátt maður sem Rósa heillaðist af.  Sr. Gísli Kolbeins prestur á Melstað í Miðfirði ver löngum kafla í bók sinni um Rósu að það hafi ekkert ástarsamband verið milli Páls og Rósu. Hún hafi vitað allt um samband Páls við Sigríði Önnu amtmannsdóttur og hefði átt að vera það ljóst áður en hún réði sig að Völlum.  Fráleitt væri að hún hefði haft nokkurn hug á að verða þar nokkur hjónadjöfull.

Sr. Gísli  segir í bók sinni frá brúðkaupi Ólafs og Rósu.

- „Um kvöldið hafa þau Ólafur og Rósa háttað í sama rúm. Þau hafa eignast maka af sínu eigin standi. Hvorugt hefur eignast maka af hærri stigum og ekki heldur af lægri stigum. Það er jafnræði með hjónunum ungu. Rétt er að gera ráð fyrir tilfinningahita í hugum beggja á brúðkaupskveldi, hvort sem nefnt er að þau séu ástfangin eða ekki.“

Ólafur fer næsta vor með konu sína vestur í Vatnsdal. Hefur örugglega viljað koma henni sem lengst frá Páli og ekki haft nokkurn hug á að þau hefðu nokkuð saman að sælda. Vestur í Vatnsdal eignast Rósa barnið sem hún gekk með og var það skýrt Pálína. Brynjólfur á Minna Núpi segir að hún hafi viljað skýra stúlkuna Pálínu Melentínu en ljósmóðirin sem fór með barnið til kirkju meðan Rósa lá enn á sæng hafi gleymt seinna nafninu. Sr Gísli bendir hins vegar á að ekkert væri óeðlilegt að Rósa vildi skýra barnið nafni Páls, enda hefðu þau verið vinir lengi án nokkurs ástarsambands. Páll hefði t.d. verið vígsluvottur þá þau Ólafur og Rósa gengu í hjónaband.

Sambúð þeirra Ólafs og Rósu var þokkaleg í byrjun, enda bæði talin geðgóð. Fljótlega fór hins vegar gleðimaður úr dalnum, Steingrímur að nafni, að venja komur sínar á heimili þeirra. Fór vel á með Rósu og honum enda bæði lífsglöð. Ekki undi Ólafur þessu vel og hafði orð á við konu sína, kærði sig ekki um að hann væri að heimsækja Rósu, allavega ekki þegar hann væri sjálfur ekki heima. Vildi að Rósa nefndi þetta við Steingrím. Rósa svaraði: „Ég get svo sem gert það, en þá er bara annar Steingrímur“. Var það haft að orðatiltæki í Vatnsdal lengi á eftir.

Hugsanlega var það til að skapa fjarlægð milli Rósu og Steingríms að Ólafur fer að leita að búsetu í Víðidal og fær hluta af Lækjamóti á leigu. Þar var rúmur húsakostur og Natan Ketilsson fer að leita eftir því við Ólaf að hann fái þar samastað og vildi borga vel fyrir. Ólafur sá mikinn kost við þetta, ekki auðvelt að fá peninga á þessum tíma. En Rósa var mjög andvíg og vildi alls ekki að Natan gisti í sínum húsum. Taldi að af því leiddi ekkert gott.

Auðvitað réði bóndinn. Natan fékk vistina en fljótlega tókust góð kynni með Rósu og Natani. Hann var skáldmæltur eins og Rósa, höfðingi í allri framkomu og heillaði Rósu eins og hann heillaði flestar konur. Þegar þau hjón fluttu frá Lækjamóti að Vatnsenda fór Natan þangað með þeim. Altalað var samband Rósu og Natans, ekki síst eftir ferð sem þau fóru ríðandi saman til Akureyrar. Talið var að sum börn Rósu væru börn Natans. Einn sona sinna skýrði Rósa, Rósant Berthold. Mál manna var að hann væri sonur Natans, allavega varð fleyg þessi vísa Rósu, sem hún á að hafa kveðið til Natans.

Seinna nafnið sonar míns,
sífellt á þig minni,
að oft var fáklædd, eyja líns
upp í hvílu þinni.

Staðreynd er það að Blöndal sýslumaður setti rétt yfir Rósu þar sem hún var látin sverja að eitt barna hennar væri barn Natans og stúlka sem hún átti var í vist á Illugastöðum þegar morðin voru framin og bærinn brenndur.

Áður er í pistli þessum vikið að kvikmyndinni sem væntanleg er. Hvaða sess Rósa fær þar vitum við ekki. Á einum stað í bókinni Náðarstund lætur Hanna Kenth, Agnesi segja:

-  Ég vissi meira um Rósu en hún um mig. „Hún er einstök kona,“sagði Natan einu sinni við mig og lítill agnúi afbrýði sleit brjóst mitt innan. „Hún er góð yfiretukona, mikið skáld“ Hann var faðir að barni hennar! Dóttir hans var með þetta hvassa augnaráð hans sem lét ekkert fram hjá sér fara. En hann róaði mig. „Hún kúldraði mig,“ sagði hann. „Hún vildi að ég settist að hjá henni og manni hennar. En ég varð að móta mér eigið líf. Og hér hef ég það. Minn eigin bæ. Er sjálfs mín ráðandi“.

Svo lýsir Hanna Kenth þegar Skáld Rósa er komiðn með barn sitt að Illugastöðum og þeim hita og orðahnippingum sem þar verður, einkum milli Agnesar og Rósu. Hún telur að Natan hafi varla verið um það gefið að sjá fyrrverandi og núverandi ástkonum hans lenda saman.

- „Svona Rósa, fáum okkur kaffi“ segir Natan. Hlátur hennar verður kvellur. „Já, já! Það þætti þér gaman. Allar þínar skækjur að samdrykkju undir þínu þaki. Nei takk.“ Rósa sneri sig úr greip hans og bjóst til að fara. Hún sagði dálítið við mig áður en hún gekk á dyr.

- „Viltu vera góð við Þórönnu. Gerðu það“. Ég kinkaði kolli og allt í einu laut Rósa að mér. Hún lagði hönd létt á handlegg minn. „Brennt barn forðast eldinn“. Röddin var mild, stillileg. Hún fór án þess að líta við.

Mér er vel ljóst að ýmsum finnst Skáld Rósa ætti skilið að fá sitt eigið kvikmyndaverk, saga hennar er stórmerk og hennir hæfir vart aukahlutverk að mati margra. Staðreynd er hins vegar að morðin á Illugastöðum og forleikurinn að því ásamt eftirmálum er stórbrotin saga. Sé saga Agnesar tekin og sögð er óhjákvæmilegt að taka Skáld Rósu inn í þá sögu.

Hvað sem hver segir tel ég að ást og hatur hafi verið ein sterkasta undirrótin að morðunum á Illugastöðum. Áður en Natan kom þangað hafði hann átt í miklu ástarsambandi við Skáld Rósu. Agnes fór þangað vegna ástar á Natani. Natan fór illa með báðar eins og hann fór jafnan með konur, eftir að hans fyrsta ást sveik hann og tók saman við annan mann meðan hann var að mennta sig í Kaupmannahöfn.

Það gneistaði milli þessara kvenna. Skáld-Rósa var þekkt fyrir að yrkja sig frá ýmsum málum og varðveist hefur ljóðabréf, sem hún sendi Natan þegar hann var búinn að snúa við henni baki og taka Agnesi á sitt heimili. Þar kemur m.a. fyrir þessi vísa. 

Glöggur maður gáðu að þér
gæfu mun það varða.
Máske þyrna beitta ber
blómið Kiðjaskarða.

Altalað er að „blómið Kiðjaskarða“ sé skáldlíking og hér eigi hún við Agnesi, sem þá var kominn frá Geitaskarði í Illugastaði.  Agnes, sem einnig varð yfir sig ástfangin af Natani brást á annan hátt við þegar hún komst að því að hann liti eigi síður á aðrar konur og hafði engan hug á að elska hana eina. Ástin snerist upp í óstjórnlegt hatur. Það hatur magnaðist þennan spennuþrungna vetur á Illugastöðum. Drottnarinn Natan beitti bæði Agnesi og barnið Sigríði valdi og kynferðislegu ofbeldi, jafnvel þegar báðar voru í þessari litlu baðstofu. Ofbeldið og ófögnuðurinn var afgerandi. Saga þessara þriggja kvenna er sterk undirrót að morðunum á Illugastöðum. Friðrik var verkfæri í höndum kvennanna. Þó að hann hafi ásælst auð Natans og Blöndal sýslumaður taldi það vera orsök morðanna er ég ekki í vafa um að ástin og hatrið var frumorsök alls þessa harmleiks.

Magnús Ólafsson

Höf. rzg
Fréttir | 21. júlí 2018 - kl. 10:20
Húnavökuhátíðin á Blönduósi fer vel af stað þó svo að rignt hafi hressilega síðdegis í gær. Veðrið í dag er fínt, hægur andvari og ágætis hiti og er vonandi að sólin láti sjá sig þegar líður á daginn. Stóri fyrirtækjadagurinn var haldinn í gær en þá kynntu fyrirtæki, söfn og setur, starfsemi sína fyrir Húnavökugestum. Um 220 manns mættu á Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun í Félagsheimilinu í gærkvöldi og skemmtu sér frábærlega. Þá vann Kormákur/Hvöt stórsigur á Vatnaliljunum í gærkvöldi á Blönduósvelli 6-1. Mikið verður um að vera í Blönduósbæ í allan dag.
Lífland
Frá fyrstu prjónagöngunni árið 2015
Frá fyrstu prjónagöngunni árið 2015
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:53
Frá Textílsetri Íslands
Klukkan 12:00 sunnudaginn 22. júlí verður árleg prjónaganga Textílseturs Íslands. Gengið verður sem leið liggur frá Hótel Blöndu eftir Blöndubyggð, áfram yfir brúna, gengið eftir Húnabraut og Árbraut og endað í Kvennaskólanum þar sem verður opið hús í verkstæðum textíllistamanna sem dvelja í listamiðstöðinni í júlí.
Glaðheimar
Stóri fyrirtækjadagurinn 2016.
Stóri fyrirtækjadagurinn 2016.
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:48
Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun í Félagsheimilinu
Húnavakan er hafin og stendur hún yfir alla helgina. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti og gangandi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í dag verður opið hús hjá fyrirtækjum á Blönduósi og ýmisleg spennandi Húnavökutilboð í gangi. Heimilisiðnaðarsafnið, Textílsetrið, Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á Refla taka á móti gestum í dag og kynna starfsemina. Risa kótelettukvöld og kvöldskemmtun verður í Félagsheimilinu í kvöld.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:31
Íbúum Blönduóss heldur áfram að fjölga og eru þeir nú orðnir 930 talsins í lok 2. ársfjórðungs 2018. Um síðustu áramót var íbúafjöldi Blönduóss 890 talsins og nemur því fjölgunin um 40 íbúa á hálfu ári. Íbúum Skagastrandar fækkar aftur á móti um 30. Um síðustu áramót voru þeir 480 en voru í lok júní 450. Íbúafjöldi í Skagabyggð og Húnavatnshreppi hefur ekki breyst frá áramótum en alls búa 90 í fyrrnefnda sveitarfélaginu og 380 í því síðarnefnda. Íbúum Húnaþings vestra fækkar um 10 íbúa, fjöldinn fer úr 1.190 um áramótin niður í 1.180 í lok júní.
Upplýsingaskilti sett upp í kirkjugarðinum. Ljósm: Valdimar Guðmannsson.
Upplýsingaskilti sett upp í kirkjugarðinum. Ljósm: Valdimar Guðmannsson.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 22:52
Frá stjórn kirkjugarðsins á Blönduósi
Sunnudaginn 22. júlí, klukkan 13:00 verður athöfn í kirkjugarðinum á Blönduósi. Afhjúpað verður upplýsingaskilti um sögu garðsins frá þeim tíma sem hann var á Hjaltabakka og þar til nýr garður var tekinn í notkun á Blönduósi. Félagarnir Skarphéðinn Ragnarsson, fráfarandi formaður stjórnar kirkjugarðsins og hvatamaður að uppsetningu skiltinsins ásamt Hávarði Sigurjónssyni umsjónamanns garðsins til margra ára, munu afhjúpa skiltið. Að því loknu fer séra Sveinbjörn Einarsson sóknarprestur með bæn.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 12:35
Húnavökuhátíðin á Blönduósi hefst formlega á morgun en síðdegis í dag ætla íbúar bæjarins í þéttbýli og dreifbýli að skreyta hús sín og nágrenni hátt og lágt. Þemað er sameiginlegt og eru allir hvattir til að notast við rauðan lit og ísbjarnarlógó. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið á kvöldvöku hátíðarinnar á laugardaginn. Íbúar í götum og hverfum eru hvattir til að grilla saman í kvöld eftir að hafa sett upp skreytingarnar.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 10:32
Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra hefur verið falið að hafa umsjón með hundakosti lögreglunnar hér á landi. Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hefur verið ráðinn til starfa og er það lögreglumaðurinn Steinar Gunnarsson á Sauðárkróki. Morgunblaðið hefur síðustu daga fjallað aðgerðarleysi í málefnum fíkniefnahunda hér á landi en áður voru þeir á snærum ríkislögreglustjóra.
Einn vænn úr Vatnsdalnum.
Einn vænn úr Vatnsdalnum.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 10:15
Engin laxveiðiá í Húnavatnssýslum er komin yfir þúsund veidda laxa miðað við nýjar veiðitölur frá Landssambandi veiðifélaga sem birtar eru á vefnum angling.is. Veiðin hefur oft verið meiri í húnvetnsku ánum og má í því sambandi benda á Blöndu en í gærkvöldi höfðust veiðst samtals 515 laxar í ánni frá opnun og var vikuveiðin 98 laxar. Þann 18. júlí í fyrra höfðu veiðst 745 laxar og var vikuveiðin 231 lax og á svipuðum tíma árið 2016 voru 1.492 laxar komnir á land.
Sameining A-Hún
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 09:25
Húnavökumótið í golfi verður haldið á Vatnahverfisvelli við Blönduós laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og verður einn almennur flokkur. Hámarksleikforgjöf karla og kvenna er 36. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 9:00. Nándarverðlaun í boði.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 09:16
Nes listamiðstöðin á Skagaströnd efnir til kvikmyndahátíðar í dag. Skagstrendingar eru hvattir til að líta við í Nesi á leið heim frá vinnu og horfa á stuttmyndir eftir fyrrverandi Nes listamenn. Sjá má meðal annars nokkur kunnugleg andlit heimamanna og stuttmynd af tilurð skúlptúrs eftir Ólaf Bernódusson sem er nú í Listasafni ríkisins í Osaka í Japan.
Það verður líf og fjör á Húnavöku.
Það verður líf og fjör á Húnavöku.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 15:53
Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin í 15 sinn nú um helgina. Hátíðin hét áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlífi Húnvetninga. Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, býður alla velkomna til Blönduóss um helgina til að njóta vel þeirrar dagskrár sem boðið verður upp á.
Frá Blönduhlaupi í fyrra.
Frá Blönduhlaupi í fyrra.
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 13:02
Hið árlega Blönduhlaup verður haldið á Húnavöku, laugardaginn 21. júlí og verður ræst klukkan 11 við útibú Arion banka að Húnabraut 5 á Blönduósi. Vegalengdir verða 2,5 km, 5,0 km og 10 km. Skráning í hlaupið fer fram í anddyri Félagsheimilisins á Blönduósi klukkan 10 á hlaupadag en einnig er hægt að forskrá sig í hlaupið með því að senda tölvupóst á usah540@simnet.is.
Blönduskóli
Blönduskóli
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 12:02
Blönduósbær auglýsir á vef sínum eftir tilboðum í skólamáltíðir skólaárið 2018-2019. Verkið felst í framleiðslu hádegisverða fyrir nemendur og starfsfólk, flutningi frá framleiðslustað til skóla og frá skóla að matarhléi loknu hvern dag. Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós frá 19. júlí 2018. Tilboð verða opnuð á sama stað klukkan 11:00 þann 30. júlí næstkomandi.
Norðurland vestra
Norðurland vestra
Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 11:00
Konur eru 47% sveitarstjórnarfulltrúa á Norðurlandi vestra samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili og nýliðar í sveitarstjórnum eru nú 67% samanborið við 51% áður. Með nýliðum er átt við fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið á undan en í þeim hópi eru einhverjir sem eru að koma inn í sveitarstjórnir að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða fleiri. Þessar upplýsingar voru lagðar fram á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 10. júlí síðastliðinn.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ