Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Fimmtudagur, 12. desember 2019
NNA  9 m/s
-4°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Desember 2019
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 18:00 NNA 9  -4°C
Reykir í Hr 18:00 NNA 10  -4°C
Reykjavík 18:00 NA 4  -1°C
Akureyri - 18:00 NNA 9  -4°C
Egilsstaðaf 18:00 N 10  -3°C
Haugur 18:00 NNA 10  -4°C
Holtavörðuh 18:00 NNA 11  -6°C
Þverárfjall 18:00 NA 12  -6°C
Laxárdalshe 18:00 NNA 14 -4°C
Brúsastaðir 18:00 VNV 4  -3°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 18:30 NNA 9 -7°C
Laxárdalsh. 18:30 NNA 14 -5°C
Vatnsskarđ 18:30 N 11 -8°C
Ţverárfjall 18:30 NA 12 -7°C
Kjalarnes 18:30 NNA17 -3°C
Hafnarfjall 18:30 NA16 -3°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. nóvember 2019
Eldhúshillur valda yfirliði
Ég er mikill áhugamaður um kökur og allskonar sætabrauð ásamt góðum mat og nú er sá tími runninn upp þegar uppskriftir af girnilegum jólabakstri og allskonar gómsætum mat prýða síður blaða og tímarita.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
08. desember 2019
Eftir Anton Scheel Birgisson
03. desember 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
30. nóvember 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
24. nóvember 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
20. nóvember 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
11. nóvember 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
11. nóvember 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
05. nóvember 2019
Spaugiđ | 24. janúar 2018 - kl. 12:35
Lögfræðingurinn

Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum. Þeir heilsast og tala saman en eftir það segist bóndinn nú eiga þessa rjúpu. Það samþykkir lögfræðingurinn ekki og segist þekkja sinn rétt .....…og hann hafi skotið hana og því eigi hann rjúpuna. Þá spyr bóndinn hvort að þeir eigi bara ekki að útkljá þetta með þriggja sparka reglunni, sem að er algengt hér í Borgarfirðinum.

Lögfræðingurinn verður þá svolítið forvitinn og vill fá að vita meira. Bóndinn segir honum að fyrst sparki hann í lögfræðinginn þrisvar og síðan sparki lögfræðingurinn í hann þrisvar og svona gengur það þangað til að annar gefst upp. Lögfræðingurinn samþykkir það og segir bóndanum að sparka. Bóndinn byrjar að sparka í magann á honum og lögfræðingurinn hnígur niður við það, næst sparkar bóndinn í sköflunginn á honum, og er lögfræðingurinn orðinn svolítð sár en tekur samt við þriðja sparkinu sem að er mjög fast í punginn. Eftir að lögfræðingurinn er búinn að jafna sig segir hann: „Jæja nú er komið að mér” og býr sig til að sparka. Þá heyrist í bóndanum: „Nei, mér er andskotans sama um eina rjúpu, þú mátt bara eiga hana”.

Höf. Spaugiđ
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 18:35
Sveitarstjórn Skagastrandar lét færa til bókar, á sveitarstjórnarfundi sínum í dag, þakkir til allra viðbragðsaðila sem tryggðu öryggi íbúa og komu í veg fyrir stórfellt eignatjón í sveitarfélaginu í veðurhamnum sem gekk yfir landið síðustu daga. Íbúum er einnig hrósað fyrir góðan frágang á lausamunum þar sem ekki sé vitað til þess að nokkurt tjón hafi orðið af völdum foks.
Lífland jól
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 18:17
Sveitarstjórn Húnaþings vestra lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og telur ljóst að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins hafi brugðust í því veðuráhlaupi sem nú gengur yfir. Húnaþing vestra hefur verið rafmagnslaust í rúmlega 40 klukkustundir, hluti sveitarfélagsins er ekki enn kominn með rafmagn og ekki vitað hversu lengi það ástand varir. Ljóst er að nú þegar hefur orðið talsvert tjón hjá íbúum og eykst það eftir því sem tíminn líður.
Jólahús 2019
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 14:31
Leikflokkur Húnaþings vestra ætlaði að frumsýna barnaleikritið Skógarlíf í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, föstudaginn 13. desember. Frumsýningunni hefur verið frestað um einn dag og verður laugardaginn 14. desember. Leikritið er sett upp í nýrri leikgerð leikstjórans Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður. Um heimsfrumsýningu er því að ræða. Leikgerðin er byggð á The Jungle book eftir Rudyard Kipling.
Glaðheimar
Frá fundinum á Blönduósi. Ljósm: ssnv.is
Frá fundinum á Blönduósi. Ljósm: ssnv.is
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 14:25
Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, sem verið hefur að störfum síðustu 12 mánuði eða svo, hefur að mestu lokið störfum og stefnir á að halda ráðstefnu um úrgangsmál á Akureyri í ársbyrjun 2020. Hópurinn er samstarfsverkefni Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Eyþings – Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Á mánudaginn var haldin kynning á starfi hópsins fyrir sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 14:11
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að rafmagnsleysi og stopult símasamband vera farið að hafa alvarlegar afleiðingar. Hún sagði ástandið slæmt í öllu sveitarfélaginu en einna verst í Hrútafirði og á Vatnsnesi. „Ástandið hérna er bara mjög alvarlegt. Rafmagnsleysið auðvitað bagalegt og þá er einnig stopult símasamband sem gerir hlutina enn erfiðari,“ sagði Ragnheiður Jóna.
Tilkynningar | 12. desember 2019 - kl. 13:06
Einar Kristján Jónsson formaður
Fyrir hönd Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna vil ég þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum, svo sem björgunarsveitum, lögreglunni, starfsmönnum Rarik, starfsmönnum Vegagerðarinnar og öllum öðrum sem hafa lagt sig fram, síðustu daga við að aðstoða íbúa Húnavatnssýslna í því veðri sem gengið hefur yfir. Það er í raun ótrúlegt að heyra af æðruleysi fólks gagnvart því sem hefur gengið á.
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 11:24
100 ára afmæli sjúkrahúss Hvammstanga
Í tilefni af 100 ára afmæli sjúkrahúss Hvammstanga býður Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga í afmæliskaffi í dag milli klukkan 14 og 18 í húsnæði sjúkrahússins að Spítalastíg 1. Árið 1919 var tekin í notkun fyrsta byggingin sem var sérstaklega reist fyrir heilbrigðisþjónustu á svæðinu, læknisbústaður sem stendur við Spítalastíg 1. Áður hafði héraðslæknir sinnt sjúklingum á heimili sínu.
Snjómoksturstæki að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Snjómoksturstæki að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 10:19
Samkvæmt Vegagerðinni eru láglendisvegir í Húnavatnssýslum að opnast en ennþá er ófært eða lokað á flestum fjallavegum og unnið að hreinsun. Vatnsskarð er lokað en unnið að hreinsun. Þverárfjall er lokað. Holtavörðuheiði er opin. Þá liggur allt skólahald niðri á Skagaströnd og í Húnavatnshreppi í dag. Unnið er að snjómokstri innanbæjar á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd. Vindur blæs nú að norðaustan 10-18 m/s og éljagangur. Frost er frá 1 til 7 stigum. Draga á úr vindi síðdegis.
Sameining A-Hún
Enn er rafmagnslaust víða og viðbragðsaðilar að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Enn er rafmagnslaust víða og viðbragðsaðilar að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 09:57
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar á Hvammstanga. Hún er fyrir fólk sem getur ekki dvalið heima hjá sér vegna kulda, sem rekja má til langvarandi rafmagnsleysis af völdum óveðursins. „Við vitum í rauninni ekki hvað við búumst við mörgum. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við RÚV að beiðni hafi borist um að opna fjöldahjálparstöðina, sérstaklega vegna fólks sem býr í sveitunum í kring.
Langidalur. Mynd frá því í vor.
Langidalur. Mynd frá því í vor.
Fréttir | 11. desember 2019 - kl. 14:06
Snjóflóð féll á veginn í Langadal norðan við brúna yfir Svartá. Flóðið er um fimmtíu metrar að breidd og tveggja metra djúpt. Ófært er í Langadal og allur snjómokstur í biðstöðu að sögn Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. Sagt er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að ekkert verði aðhafst eins og er en ekki er vitað til þess að nokkur hafi lent í flóðinu, að sögn Landsbjargar.
Blönduskóli. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Blönduskóli. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 11. desember 2019 - kl. 13:14
Mikill snjór er á Blönduósi eftir óveðrið í gær. Sumir bæjarbúar tala um að ekki hafi sést eins mikill snjór í bænum síðan 1995. Ófært var um göturnar í morgun á bílum en unnið er hörðum höndum við að moka helstu götur og horfir allt til betri vega, í bókstaflegri merkingu. Ennþá er hálfgert garg í veðrinu en ekki í neinni líkingu við það sem var í gær. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Róbert Daníel Jónsson og fleiri tóku er alvöru vetur kominn á Blönduós og ekki þörf á meiri jólasnjó.
Skjáskot af N4.
Skjáskot af N4.
Fréttir | 11. desember 2019 - kl. 13:00
Fyrir skömmu var sjónvarpsstöðin N4 á Skagaströnd og heimsótti Magnús Jónsson, fyrrum sveitarstjóra, sem tálgar jólasveina við Sunnuveg sem hann kallar Jólaóróaseggi. En það er ekki bara við Sunnuveginn sem jólasveinar eru tálgaðir því við Bogabraut situr Ólafur Bernódusson stundum löngum stungum og tálgar jólasveina, stóra og smáa, beina og bogna, glaða og fýlda. N4 heimsótti Ólaf líka og afraksturinn má sjá á Facebook síðu sjónvarpsstöðvarinnar.
Ljósm: rarik.is
Ljósm: rarik.is
Fréttir | 11. desember 2019 - kl. 11:28
Á vef RARIK er birt staðan á truflunum í dreifikerfinu vegna óveðurs. Klukkan 8:30 var staðan þessi í Austur-Húnavatnssýslu: Talsvert hefur verið um truflanir frá því í gærdag. Rafmagn frá byggðalínu á Laxárvatni hefur verið að slá inn og út. Allt inni í augnablikinu nema Langidalur og Svínadalur sem eru báðir úti og ekki vitað hvenær hægt verður að koma rafmagn á þar. Í Vestur-Húnavatnssýslu var staðan þessi: Aðveitustöðin við Hrútatungu fór út um miðjan dag í gær og þar með var rafmagnslaust að stórum hluta í Húnaþingi vestra. Við það rofnaði allt fjarskiptasamband við stöðina og ekki var hægt að fjarstýra stöðinni.
Við Íþróttamiðstöðina á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Við Íþróttamiðstöðina á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 11. desember 2019 - kl. 07:52
Veður er ennþá vont í Húnavatnssýslum og liggur allt skólahald í leik- og grunnskólum niðri í dag. Þá er í Íþróttamiðstöðin á Blönduósi lokuð vegna veðurs. Samkvæmt Vegagerðinni er Holtavörðuheiði lokuð vegna veðurs og sömu sögu má segja um Þverárfjall og Vatnsskarð. Veðrið á að ganga niður í kvöld samkvæmt spám Veðurstofunnar.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
09. ágúst 2019
Aldurssmánun samtímans
Margrét S. Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein á visir.is fyrr á þessu ári þar sem hún talar um aldurssmánun samtímans. Í greinninni fjallar hún um mestu sóun okkar, sóun á reynsluþekkingu. Lítil samfélög hafa ekki efni á að sóa áratuga reynsluþekkingu þeirra sem eldri eru.
::Lesa
Spaugið
28. október 2019
Farandverkamaðurinn
Farandverkamaður í Neskaupstað fékk tölvupóst frá kærustu sinni í Reykjavík sem hljóðaði svona: Kæri Jón. Ég get bara ekki lengur verið með þér. Fjarlægðin er bara allt of mikil.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ