Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Miðvikudagur, 18. júlí 2018
NV  2 m/s
C
Húnavaka 2018
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Júlí 2018
SMŢMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 08:00 NV 2  9°C
Reykir í Hr 08:00 SSV 1  9°C
Reykjavík 08:00 SA 1  10°C
Akureyri - 08:00 N 1  10°C
Egilsstaðaf 08:00 VSV 1  10°C
Haugur 08:00 SSV 6  11°C
Holtavörðuh 08:00 SSV 11  6°C
Þverárfjall 08:00 SV 2  6°C
Laxárdalshe 08:00 V 3  7°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 08:30 SSV 12 7°C
Laxárdalsh. 08:30 V 4 8°C
Vatnsskarđ 08:30 SV 5 10°C
Ţverárfjall 08:30 VSV 1 7°C
Kjalarnes 08:30 A 5 10°C
Hafnarfjall 08:30 SSA 4 11°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. júní 2018
Mikið um að vera á Blönduósi
Það er komið sumar, eða er það ekki annars? Oft hefur maður upplifað sólríkari daga en á þessu vori, en við skulum ekki örvænta, sumarið ný byrjað og auðvitað á það eftir að verða frábært. Við kláruðum sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí og sumir eflaust kátari en aðrir eins og gengur. Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvern við fáum sem bæjarstjóra.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Jóhannes Torfason
27. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
22. júní 2018
Eftir Guðmund Arnar Sigurjónsson
12. júní 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
10. júní 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. júní 2018
Eftir Guðmund Hauk Jakobsson
26. maí 2018
Eftir Önnu Margreti Sigurðardóttur
25. maí 2018
Eftir Birnu Ágústsdóttur
25. maí 2018
Pistlar | 28. janúar 2018 - kl. 21:17
Er smátt virkilega svo fallegt, er stórt virkilega svo ljótt? Stærð, árangur og lýðræði í sveitarfélögum.
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Það er líklega að bera í bakkafullann lækinn að ræða eða skrifa um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu. Mér vitanlega hefur engin slík umræða farið fram. Það er þá helst að sveitarfélögin hafi látið kanna hagkvæmni sameiningar en KPMG vann skýrslu um þetta fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Seinni part sumars komu fréttir um að sveitarfélögin hafi samþykkt að ganga til viðræðna um sameiningu eða samstarfs sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu en svo heyrðist ekkert frekar. Það er vel þekkt að við svona aðstæður heyrast óstaðfestar fréttir. Undirritaður hefur heyrt að sameiningarferlið hafi gengið svona og svona vegna þess að Skagabyggð, Húnavatns-hreppur eða Skagaströnd hafi dregið lappirnar. Þetta hefur þó ekki  verið staðfest mér vitanlega.

Þann 26. janúar s.l. birtist fréttatilkynning á Húnahorninu um að sveitarfélögin í Austur Húnavatnssýslu hafi gert samning við ráðgjafarfyrirtækið Ráðrík ehf um vinnu við framtíðarskipan sveitarfélaga í sýslunni. Svo virðist sem vinnu ráðgjafafyrirtækisins skuli vera lokið fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og að nýjar sveitarstjórnir munu taka afstöðu til tillagna ráðgjafafyrirtækisins eftir kosningar. Skipta þá sveitarstjórnarkosningarnar í vor litlu eða engu máli? Nei síður en svo. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að þekkja skoðanir þeirra sem bjóða sig fram til sveitarstjórnar. Hingað til hafa fulltrúar listanna tveggja sem boðið hafa fram í Húnavatnshreppi ekki viljað sameiningu við önnur sveitarfélög í Austur Húnavatnssýslu eða ekki talið hana tímabæra en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í vor. Kemur fram listi í Húnavatnshreppi sem vill sameina sveitarfélögin og/eða munu listarnir sem fyrir eru skipta um skoðun?

Ég nefni Húnavatnshrepp sérstaklega enda þekki ég best til þar. Það er gott að almenn og opin umræða fari af stað innan sveitarfélaganna því hingað til hefur hún engin verið. Ef sameiningin verður samþykkt af öllum sveitarfélögum eða 2/3 hluta þeirra getur sameiningarferlið haldið áfram. Það er síðan ráðuneyti sveitarstjórnarmála sem tekur ákvörðun um með hvaða hætti sameiningin verður að fenginni tilllögu stjórnar um undirbúning hins nýja sveitarfélags en þar er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að fram fari almenn kosning til sveitarstjórnar um hið nýja sveitarfélag en hin leiðin er að sveitarstjórn eins hinna sameinuðu sveitarfélaga tekur yfir stjórn þess nýja til loka kjörtímabils. 

Hvað kemur fyrirsögnin öllu því framanrituðu við? Fyrirsögnin er fengin að láni úr grein K. Newton, Háskólanum í Dundee. Ég ætla ekki að þreyta nokkurn með því að gera ítarlega grein fyrir að hverju höfundur komst í greininni og afhverju hann komst að þeirri niðurstöðu heldur láta nægja að greina frá niðurstöðum. Niðurstöður höfundar eru að virkni í stærri sveitarfélögum er síst minni og getur verið mun meira en í litlum sveitar-félögum. Jafnframt hallar ekkert á lýðræðið og stærð sveitarfélags og jafnvel er lýðræðið meira í „stórum“ sveitarfélögum en „litlum“.

Það hefur oft komið fram að hagkvæmi stærðar gildir líka í sveitarfélögum. Þetta var helsta niðurstaða KPMG skýslunnar sem unnin var fyrir sveitarfélögin á Austur Húnavatnssýslu og kom út fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðustu. Sveitarfélögin í Austur Húnavatnssýslu eru það lítil að hvert og eitt þeirra hefur ekki bolmagn til að sinna verkefnum sínum eitt og óstutt heldur er það gert í samstarfi við önnur sveitarfélög í sýslunni (byggða-samlög). Er lýðræðishallinn meiri í „stórum“ sveitarfélögum en litlum? Mörg sveitarfélög reka leik- og grunnskóla. Án efa eru þetta stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Hlutverk og verkefni sveitarfélaga er ekki bara að reka leik- og grunnskóla. Nefna má Félags- og skólaþjónustu, Tónlistarskóla og Brunavarnir. Í Húnavatnshreppi eru þessi verkefni leyst með samstarfi við önnur sveitarfélög í sýslunni í byggðasamlögum. Það fara ekki fram kosningar í byggðasamlög heldur ræður meirihlutinn hver er fulltrúi sveitarfélagsins í hinum ýmsu byggðarsamlögum. Fyrir lítið sveitarfélag eins og Húnavatnshrepp er viðbúið að megnið af tekjum hefur þegar verið ráðstafað og sveitarstjórnin hefur í raun mjög lítið fjármagn úr að spila. Að leysa verkefni með samstarfi sem almennur kjósandi hefur engin áhrif á sýnir að það hallar á lýðræði í litlum sveitarfélögum eins og Húnavatnshreppi.

Vonandi gefst  sem flestum kostur á að ræða við fulltrúa ráðgjafafyrirtækisins Ráðríks. Kannski væri ekki úr vegi að halda opin fund um málefnið í sýslunni.

Höf. rzg
Fréttir | 17. júlí 2018 - kl. 13:24
Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar í knattspyrnu karla, 4. deild – D riðli, tekur á móti Vatnaliljum á Blönduósvelli næstkomandi föstudag klukkan 20:00. Gera má ráð fyrir mikilli og góðri stemningu í Blönduósbæ á föstudaginn þar sem Húnavakan verður þá nýhafin og eru allir hvattir til þess að mæta á völlinn og styðja liðið. Meistaraflokksráð mun grilla og selja hamborgara í hálfleik. Þá verður minning Kristjáns Blöndal Jónssonar heiðruð en hann spilaði fótbolta í fjölmörg ár undir merkjum Hvatar.
Lífland
Fréttir | 17. júlí 2018 - kl. 09:19
Einar Kárason mun stíga á stokk í Félagsheimilinu á Blönduósi í kvöld klukkan 20 og flytja eina vinsælustu Íslendingasöguna, söguna um ógæfumanninn Gretti Ásmundsson. Einar setur söguna á sinn einstaka hátt upp í fræðandi og skemmtilega frásögn, þar sem Grettir og það helsta sem á daga hans dreif kviknar til lífsins. Einar er með virtustu rithöfundum og rómuðustu sagnamönnum landsins og hafa sýningar hans um Grettissögu notið mikilla vinsælda í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Kortasjá Byggðastofnunar, thjonustukort.is.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 15:20
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að tryggja öflun, samræmingu og áreiðanleika gagna sem þarf við áframhaldandi þróun þjónustukorts. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti fyrsta áfanga kortsins með opnun vefsjárinnar thjonustukort.is. Starfshópur skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins mun fylgja samþykktinni eftir.
Glaðheimar
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 10:15
Laugardaginn 7. júlí síðastliðinn var sýning Sigurðar Guðjónssona INNLJÓS opnuð að Kleifum við Blönduós. Aðsókn hefur verið mjög góð enda eiga margir leið um Blönduós á ferð sinni eftir hringveginum um hásumarið. Von er á mörgum gestum á Húnavöku sem haldin verður um næstu helgi og líklegt að einhverjir leggi leið sína að Kleifum til að upplifa sýninguna. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 10 til 22 fram til sunnudagsins 22. júlí næstkomandi.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:37
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Markmið samstarfsins er m.a. að þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika.
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Frá Landsmótinu. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 16. júlí 2018 - kl. 09:25
Landsmót á vegum UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um helgina og var í fyrsta sinn haldið með nýju og breyttu sniði. Mótið var opið fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa gaman af því að hreyfa sig og stunda íþróttir. Þátttakendur gátu valið úr tæplega 40 greinum allt frá nýjungum á borð við körfubolti 3:3, biathlon, brennó og fjallahjólreiða, bogfimi og pútts. Stígvélakast var að sjálfsögðu á sínum stað á síðasta degi mótsins.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:40
Það sem af er ári hefur reglulega verið sagt frá því í fréttum að kærur og sektir vegna hraðaksturs á Norðurlandi vestra hafi fjölgað mikið. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag og þar kemur fram að útgefnar kærur á árinu voru í gær orðnar alls 3.689 talsins, samanborið við 1.417 á sama tíma fyrir ári og 602 árið 2016. Rætt er við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón, sem segir þetta vera háar tölur í öllu samhengi.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 15:15
Ekki var einhugur á fundi sveitarstjórn Blönduósbæjar í gær þegar fjallað var um ráðningu nýs sveitarstjóra. Ástæðan var ekki neikvæð afstaða til sveitarstjórans sjálfs heldur ráðningarferlið. Óslistinn, sem er í minni hluta í sveitarstjórn, taldi aðkomu sína að ráðningarferlinu hafa verið takmarkaða, þrátt fyrir ríkan og yfirlýstan vilja til samstarfs við fulltrúa meirihlutans, L-listans. Afstaðan olli meirihlutanum vonbrigðum.
Sameining A-Hún
Tilkynningar | 13. júlí 2018 - kl. 10:28
Frá Önnu Margreti Valgeirsdóttur
Ágætu Blönduósingar. Sumrin notum við gjarnarn til að dytta að því sem þarf að laga og fegra í umhverfi okkar. Blönduósbær er þar engin undantekning. Meðal þess sem þarf að gera er að lagfæra gangstéttar, stundum af því að þær eru illa farnar en stundum af því að það þarf að koma fyrir nýjum lögnum eða öðru.
Fréttir | 13. júlí 2018 - kl. 09:18
Sveitarstjórn Blönduósbæjar ákvað í gær að ráða Valdimar O Hermannsson í starf sveitarstjóra. Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt, meðal annars sem verkefnastjóri, nú síðast fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Sveitarstjórn Blönduósbæjar fagnar ráðningu Valdimars og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru í samstarfi við hann. Hann mun hefja störf 14. ágúst næstkomandi samkvæmt samkomulagi þar um, að því er segir í tilkynningu frá Blönduósbæ.
Frá byggingarstað í dag.
Frá byggingarstað í dag.
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 20:34
Byrjað er að reisa fyrstu veggina í fyrsta gagnavershúsinu við Svínvetningabraut og áætlað er að búið verði að reisa húsið í næstu viku ef allt gengur að óskum. Verkstjóri verksins á vinnustað er Einar Bjarni Björnsson en það Húsheild ehf. sem reisir húsið.
Sigurvegarar mótsins Umf. Fram á Skagaströnd
Sigurvegarar mótsins Umf. Fram á Skagaströnd
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 20:11
Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram í gær og fyrradag á Blönduósvelli. Umf. Fram stóð uppi sem sigurvegari með 388,5 stig.
Laxveiði í Blöndu
Laxveiði í Blöndu
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 14:41
Laxveiðin í húnvetnsku ánum fór almennt líflega af stað í sumar en er lakari nú miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga um laxveiði í helstu ám landsins hafa 515 laxar veiðst í Miðfjarará sem af er sumri en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst um 749 laxar. Vikuveiðin var 195 laxar á 10 stangir. Blanda er komin í 417 laxa en í fyrra höfðu veiðst 514 laxar. Vikuveiðin var 118 laxar á 14 stangir.
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga.
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 13:47
Vegagerðin hefur ákveðið að úthluta 1,8 milljón króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á þessu ári og er það sama fjárhæð og í fyrra. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2018 er samþykkt að veita þremur milljónum til styrkvega og er því heildarfjárhæðin til viðhalds 4,8 milljónir króna. Samþykkt var að skipta fjárhæðinni niður á eftirfarandi vegi:
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
13. desember 2017
#MeToo
Umræðan um kynferðislega og kynbundna áreitni í anda #MeToo byltingarinnar er mikið fagnaðarefni. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á aldrei að líða. Með byltingunni er þögnin rofin, sem er gott og karlar kallaðir til ábyrgðar. Sögurnar fjalla allar um slæm eða óeðlileg samskipti.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ