Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 19. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 03:09 0 0°C
Laxárdalsh. 03:09 0 0°C
Vatnsskarð 03:09 0 0°C
Þverárfjall 03:09 0 0°C
Kjalarnes 03:09 0 0°C
Hafnarfjall 03:09 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
70. þáttur. Eftir Jón Torfason
09. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. mars 2024
Pistlar | 28. janúar 2018 - kl. 21:17
Er smátt virkilega svo fallegt, er stórt virkilega svo ljótt? Stærð, árangur og lýðræði í sveitarfélögum.
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Það er líklega að bera í bakkafullann lækinn að ræða eða skrifa um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu. Mér vitanlega hefur engin slík umræða farið fram. Það er þá helst að sveitarfélögin hafi látið kanna hagkvæmni sameiningar en KPMG vann skýrslu um þetta fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Seinni part sumars komu fréttir um að sveitarfélögin hafi samþykkt að ganga til viðræðna um sameiningu eða samstarfs sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu en svo heyrðist ekkert frekar. Það er vel þekkt að við svona aðstæður heyrast óstaðfestar fréttir. Undirritaður hefur heyrt að sameiningarferlið hafi gengið svona og svona vegna þess að Skagabyggð, Húnavatns-hreppur eða Skagaströnd hafi dregið lappirnar. Þetta hefur þó ekki  verið staðfest mér vitanlega.

Þann 26. janúar s.l. birtist fréttatilkynning á Húnahorninu um að sveitarfélögin í Austur Húnavatnssýslu hafi gert samning við ráðgjafarfyrirtækið Ráðrík ehf um vinnu við framtíðarskipan sveitarfélaga í sýslunni. Svo virðist sem vinnu ráðgjafafyrirtækisins skuli vera lokið fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og að nýjar sveitarstjórnir munu taka afstöðu til tillagna ráðgjafafyrirtækisins eftir kosningar. Skipta þá sveitarstjórnarkosningarnar í vor litlu eða engu máli? Nei síður en svo. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að þekkja skoðanir þeirra sem bjóða sig fram til sveitarstjórnar. Hingað til hafa fulltrúar listanna tveggja sem boðið hafa fram í Húnavatnshreppi ekki viljað sameiningu við önnur sveitarfélög í Austur Húnavatnssýslu eða ekki talið hana tímabæra en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í vor. Kemur fram listi í Húnavatnshreppi sem vill sameina sveitarfélögin og/eða munu listarnir sem fyrir eru skipta um skoðun?

Ég nefni Húnavatnshrepp sérstaklega enda þekki ég best til þar. Það er gott að almenn og opin umræða fari af stað innan sveitarfélaganna því hingað til hefur hún engin verið. Ef sameiningin verður samþykkt af öllum sveitarfélögum eða 2/3 hluta þeirra getur sameiningarferlið haldið áfram. Það er síðan ráðuneyti sveitarstjórnarmála sem tekur ákvörðun um með hvaða hætti sameiningin verður að fenginni tilllögu stjórnar um undirbúning hins nýja sveitarfélags en þar er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að fram fari almenn kosning til sveitarstjórnar um hið nýja sveitarfélag en hin leiðin er að sveitarstjórn eins hinna sameinuðu sveitarfélaga tekur yfir stjórn þess nýja til loka kjörtímabils. 

Hvað kemur fyrirsögnin öllu því framanrituðu við? Fyrirsögnin er fengin að láni úr grein K. Newton, Háskólanum í Dundee. Ég ætla ekki að þreyta nokkurn með því að gera ítarlega grein fyrir að hverju höfundur komst í greininni og afhverju hann komst að þeirri niðurstöðu heldur láta nægja að greina frá niðurstöðum. Niðurstöður höfundar eru að virkni í stærri sveitarfélögum er síst minni og getur verið mun meira en í litlum sveitar-félögum. Jafnframt hallar ekkert á lýðræðið og stærð sveitarfélags og jafnvel er lýðræðið meira í „stórum“ sveitarfélögum en „litlum“.

Það hefur oft komið fram að hagkvæmi stærðar gildir líka í sveitarfélögum. Þetta var helsta niðurstaða KPMG skýslunnar sem unnin var fyrir sveitarfélögin á Austur Húnavatnssýslu og kom út fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðustu. Sveitarfélögin í Austur Húnavatnssýslu eru það lítil að hvert og eitt þeirra hefur ekki bolmagn til að sinna verkefnum sínum eitt og óstutt heldur er það gert í samstarfi við önnur sveitarfélög í sýslunni (byggða-samlög). Er lýðræðishallinn meiri í „stórum“ sveitarfélögum en litlum? Mörg sveitarfélög reka leik- og grunnskóla. Án efa eru þetta stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Hlutverk og verkefni sveitarfélaga er ekki bara að reka leik- og grunnskóla. Nefna má Félags- og skólaþjónustu, Tónlistarskóla og Brunavarnir. Í Húnavatnshreppi eru þessi verkefni leyst með samstarfi við önnur sveitarfélög í sýslunni í byggðasamlögum. Það fara ekki fram kosningar í byggðasamlög heldur ræður meirihlutinn hver er fulltrúi sveitarfélagsins í hinum ýmsu byggðarsamlögum. Fyrir lítið sveitarfélag eins og Húnavatnshrepp er viðbúið að megnið af tekjum hefur þegar verið ráðstafað og sveitarstjórnin hefur í raun mjög lítið fjármagn úr að spila. Að leysa verkefni með samstarfi sem almennur kjósandi hefur engin áhrif á sýnir að það hallar á lýðræði í litlum sveitarfélögum eins og Húnavatnshreppi.

Vonandi gefst  sem flestum kostur á að ræða við fulltrúa ráðgjafafyrirtækisins Ráðríks. Kannski væri ekki úr vegi að halda opin fund um málefnið í sýslunni.

Höf. rzg
Brún í Svartárdal 1928. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Brún í Svartárdal 1928. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Pistlar | 18. mars 2024 - kl. 16:05
Anna Hannesdóttir á Brún var flutt til Akureyrar síðla vetrar 1904. Hún var veik af berklum. Þar var Guðmundur bróðir hennar, síðar prófessor, þá héraðslæknir. En sú för reyndist erindisleysa. Jóni á Brún, manni hennar barst bréf snemma á slætti þar sem Guðmundur læknir tjáði honum að Anna biði dauðans. Þar væri um hann einan að ræða um úrlausnir á vandamálum hennar. En þessari fregn fylgdi það og, að Anna óskaði þess að sjá Jón áður en yfir lyki sem ekki gæti oltið á löngum tíma.
Glaðheimar
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Fréttir | 18. mars 2024 - kl. 15:45
Húsfriðunarsjóður úthlutaði nýverið styrkjum til 176 verkefna, samtals að upphæð 297,6 milljónum króna. Fjölmörg verkefni í Húnavatnssýslum fengu styrki. Í flokki friðlýstra kirkna fengu m.a. Auðkúlukirkja, gamla kirkjan á Blönduósi, Holtastaðakirkja og Þingeyraklausturskirkja styrk. Í flokki friðaðra húsa og mannvirkja fengust styrkir m.a. til gamla sæluhússins á Hveravöllum, gamla læknisbústaðarins á Blönduósi og gamla Spítalans á Blönduósi. Í flokknum rannsóknir og húsakannanir fékk verkefnið Torfhús í Húnavatnssýslum styrk að fjárhæð 2,5 milljónir króna.
Landsvirkjun sumarstörf
Tilkynningar | 18. mars 2024 - kl. 09:06
Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið vorið 2024 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan. Með brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og draga þannig verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins. Áhersla er lögð á að konur nýti sér þjónustuna sem er að jafnaði í boði á hverjum stað árlega eða á tveggja ára fresti.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 17. mars 2024 - kl. 11:42
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra sem gildi í sólarhring frá hádegi í dag. Spáð er norðaustan hríð, 13-18 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Pistlar | 17. mars 2024 - kl. 11:34
Eftir Bjarna Jónsson
Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif.
Pistlar | 15. mars 2024 - kl. 15:08
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Meðan takast menn á hér / og margir saknæmt rausa / yfir vaka vil ég þér / Vigdís makalausa (JG). Vigdísarvor kallaði Guðmundur Bergsstaðaskáld vorið 1980, en það sáum við ekki fyrir hvernig þróaðist frekar en veður á ókomnum vikum eða mánuðum, já og áratugum því Vigdís, stjarnan okkar, hefur bæði orðið langlíf, heilladrjúg og áhrif hennar og starfa hennar hafa breiðst víða.
Frá undirritun samkomulags ríkisins og Húnaþings vestra í Hörpu. Mynd: stjornarradid.is
Frá undirritun samkomulags ríkisins og Húnaþings vestra í Hörpu. Mynd: stjornarradid.is
Fréttir | 14. mars 2024 - kl. 15:41
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, undirrituðu í dag samkomulag um að auka framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu á tímabilinu 2024-2029 og fjármagna uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði. Stefnt er að því að byggðar verði rúmlega 50 íbúðir á fimm árum og þar af verði 19 þeirra byggðar án hagnaðarsjónarmiða fyrir fólk undir tilteknum tekju- og eignamörkum, íbúðir sem falla undir skilyrði hlutdeildarlána.
Tilkynningar | 14. mars 2024 - kl. 13:15
SSNV, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa laust til umsóknar starf verkefnastjóra. Leitað er að drífandi, framsýnum og sjálfstæðum verkefnastjóra sem býr yfir einstökum hæfileikum í mannlegum samskiptum. Við óskum eftir samstarfsfélaga sem hefur ástríðu fyrir uppbyggingu samfélagsins sem við búum í og vill taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem heyra undir málaflokka landshlutasamtakanna. Við lofum góðu starfsumhverfi og metnaðarfullum verkefnum.
Tilkynningar | 14. mars 2024 - kl. 13:11
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi
Ákveðið er að fara í leikhúsferð 5. apríl nk., á Gaukshreiðrið í Freyvangsleikhúsinu Eyjafirði. Farið verður með rútu kl. 15.00 frá Félagsheimilinu á Blönduósi. Stansað á Akureyri og þar getur fólk fengið sér kvöldmat. Áætluð heimkoma stuttu eftir miðnætti ef veður og færð eru góð. Pantanir þurfað að berast sem fyrst en í síðasta lagi á skírdag.
Fréttir | 13. mars 2024 - kl. 15:29
Öruggara Norðurland vestra er heiti á vinnustofu sem haldin verður í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 20. mars næstkomandi klukkan 08:30-15:00. Um er að ræða svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa. Á vinnustofunni verða fjölmörg örerindi um málefni barna og ungmenna, jaðarsetta hópa, þjónustu við fólk með geðrænan vanda sem og ofbeldi í nánum samböndum.
Húnaskóli
Húnaskóli
Fréttir | 13. mars 2024 - kl. 11:37
Sveitarstjórn Húnabyggðar fagnar því að samningar hafa náðst á vinnumarkaði og er reiðubúin til að leggjast á árarnar um að samstaða náist um mál er varða aðkomu sveitarfélaga á samningunum. Sveitarstjórn ætlar að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn frá og með næsta hausti og til loka samningstíma samninganna en með þeim fyrirvara að ríkisvaldið komið að málum eins og lagt er upp með. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á að tryggja þurfi aðkomu ríkisins til framtíðar að málaflokknum svo kostnaður hafni ekki í fanginu á sveitarfélögum að samningstímanum loknum.
Barnabær á Blönduósi. Mynd: hunabyggd.is
Barnabær á Blönduósi. Mynd: hunabyggd.is
Fréttir | 13. mars 2024 - kl. 11:19
Í undirbúningi er að byggja nýjan 685 fermetra leikskóla á Blönduósi sem staðsettur yrði norðan við núverandi leikskóla. Nýta á núverandi húsnæði áfram fyrir elstu árganga en því breytt, m.a. verður eldhúsi breytt í listasmiðju. Nýbyggingin er ætluð fyrir yngri árganga ásamt móttökueldhúsi og matsal sem nýtist leikskólanum í heild ásamt starfsmannarými. Breyta á skólalóð í tengslum við nýbygginguna og er gert ráð fyrir ungbarnaleiksvæði.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 13. mars 2024 - kl. 10:59
Áætlað er að byggðar verði 12 íbúðir í Húnaþingi vestra á þessi ári og allt að 40 íbúðir á næstu fjórum árum þar á eftir. Gert er ráð fyrir að hluti íbúðanna verði seldur á almennum markaði en hluti verði leiguíbúðir fyrir tekjulægri einstaklinga. Áform þessi eru í samræmi við samkomulag milli innviðaráðuneytisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Húnaþings vestra um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.
Riishús á Borðeyri
Riishús á Borðeyri
Fréttir | 13. mars 2024 - kl. 09:12
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ákveðið að þær gjaldskrár sem hækkaðar voru um 5,5% um áramótin verði lækkaðar í sem nemur 3,5% hækkun frá árinu 2023. Sérstaklega verði horft til gjaldskrár sem varða barnafjölskyldur, einkum skólastofnana og íþróttamiðstöðvar. Þá ætlar sveitarfélagið að bjóða gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta hausti. Tilefnið er nýlega gerður kjarasamningur milli félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið