Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Þriðjudagur, 16. október 2018
SSV  6 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Október 2018
SMŢMFFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 22:00 SSV 6  4°C
Reykir í Hr 22:00 SV 5  5°C
Reykjavík 22:00 V 6  5°C
Akureyri - 22:00 SSA 2  4°C
Egilsstaðaf 22:00 SSA 4  7°C
Haugur 22:00 SV 3  4°C
Holtavörðuh 22:00 SSV 5  1°C
Þverárfjall 22:00 SV 4  3°C
Laxárdalshe 22:00 VSV 9  3°C
Brúsastaðir 22:00 SSA 2  4°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 22:40 SSV 6 2°C
Laxárdalsh. 22:40 VSV 8 3°C
Vatnsskarđ 22:30 SSV 4 2°C
Ţverárfjall 22:40 VSV 6 3°C
Kjalarnes 22:40 V 11 5°C
Hafnarfjall 22:40 VNV 7 5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
15. október 2018
Nú myrkrið læðist að
Gaman var að heyra að menningarverðlaun DV fyrir 2017 í flokki myndlistar, voru veitt húsráðendum á Kleifum þeim Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari Arnarssyni en þau hafa síðastliðin tvö sumur staðið fyrir frumlegum og áhugaverðum sýningum í gömlu fjárhúsunum á Kleifum.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
15. október 2018
Eftir Magnús Ólafsson
09. október 2018
Eftir Magnús Ólafsson
08. október 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
26. september 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
07. september 2018
Eftir Guðmann Jónasson
02. september 2018
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. ágúst 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
27. ágúst 2018
Pistlar | 04. maí 2018 - kl. 14:58
Dagur ljósmæðra
Eftir Guðjón S. Brjánsson

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er 5. maí. Á þessum tímamótum heldur þessa mikilvæga stétt daginn hátíðlegan með blendnum hug vegna kjaradeilna og félagskonur gagnrýna stjórnvöld fyrir fálæti og skilningsleysi.

Lítill en harður kjarni

Íslenskar ljósmæður er ekki fjölmenn stétt, það eru 280 félagar í Ljósmæðrafélagi Íslands. Nýliðun er hæg. Að jafnaði ljúka tíu hjúkrunarfræðingar framhaldsmenntun árlega og hljóta réttindi til starfa sem ljósmæður og hafa þá lokið 6 ára háskólamenntun. Hvergi á Norðurlöndum hafa ljósmæður lengra nám að baki og jafn víðtæka þekkingu í heilbrigðisfræðum.

Aðeins fjórar af þeim tíu ljósmæðrum sem ljúka námi hverju sinni skila sér að jafnaði til starfa á Landspítala sem hlýtur að vera sérstakt áhyggjuefni. Nokkrar velja sér starfsvettvang á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu, svo sem á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og í heilsugæslunni og það er jákvætt og nauðsynlegt.  

Deilur um starfskjör

Félagar í Ljósmæðrafélagi Íslands eldast. Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll, það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20% starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað. Ljósmæður sem standa þrískiptar vaktir í fullu starfi mega að auki una því, að á þeim eru brotin mikilvæg ákvæði um hvíldartíma, það eru brotin á þeim lög.  

Aðeins þrjú ár eru liðin síðan ljósmæður fóru í tíu vikna verkfall. Það situr enn í þeim og hefur áhrif inn í þá deilu sem staðið hefur. Þær unnu vinn­una sína samkvæmt skyldu í því verk­falli en var neitað um laun og þótt dómstóll hafi úrskurðað þeim í vil, þá hefur uppgjör enn ekki farið fram.  

Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn, heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun á hverjum tíma.   

Einstakt starf – einstök saga

Sumarið er gengið í garð og í hönd fer einhver annasamasti tími ársins í fæðingum. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö þúsund börn fæðist á landinu í sumar. Við fengum fyrir nokkrum dögum örlítinn smjörþef af því ástandi sem skapast getur þegar heimaþjónusta ljósmæðra féll niður um skamman tíma. Samningar náðust að lokum um þessa mikilvægu þjónustu sem unnin er í verktöku fyrir milligöngu heilbrigðisráðherra.

Vonandi er sá samningur þannig að við framkvæmd hans standi ljósmæður jafnfætis öðrum þeim heilbrigðisstéttum þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert viðlíka verktakasamninga.

Ljósmæður hafa í deilunni verið undir miklu álagi. Bæði hafa þær glímt við þrýsting stjórnvalda og miklar annir í sínu vinnuumhverfi. Þessi gamalgróna stétt sem lifað hefur með þjóðinni í gegnum súrt og sætt, á hverju sem hefur gengið. Alltaf kom ljósmóðirin, hvort sem úti var sól eða regn, vetrarhörkur og mannskaðaveður, hvort sem búið var í bæ, við afskekktan fjörð eða inn til dala, þessi hreinasta kvennastétt í samfélaginu. Þar er enginn karl. 

Skiptir kynið máli?

Er nema von að hugurinn leiti til þess hvort skýringuna á bágum kjörum sé að finna í þessari staðreynd? Erum við að enn að fá staðfest, að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis.   

Myndi það kannski liðka fyrir lausn að þær skiptu um nafn og nefndu sig fæðingarfræðinga eða jafnvel fæðingartæknifræðinga?

Fegursta orðið

Íslendingar völdu fyrir nokkrum árum fegursta orð íslenskrar tungu. Það var orðið ljósmóðir. Það segir mikið um hug landsmanna í þessu efni. það voru líka fögur fyrirheitin sem ríkisstjórnin gaf í stjórnarsáttmála sínum, „að stíga markviss skref til að eyða kynbundnum launamun, að draga muninn betur fram í dagsljósið.“ Hvað þarf að líða langt fram á ljósbjartan sumardaginn?   

Sýnum mikilvægri vel menntaðri kvennastétt sanngirni, sýnum réttlæti í verki og samræmum kjör þeirra með sama hætti og aðrir vel menntaðir faghópar búa við.

Til hamingju með daginn, ljósmæður

Guðjón S. Brjánsson

alþingismaður

Höf. rzg
Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Kormákskonur. Ljósm: FB/kormakurblak
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 20:25
Haldið var blakmót á Hvammstanga í fyrsta sinn um síðustu helgi. Mótið var liður í Íslandsmótinu í blaki í 4. deild kvenna. Kormákur mætti þar til leiks ásamt ellefu öðrum liðum. Mótið fór vel fram og voru gestir ánægðir með framkvæmd þess og umgjörð. Lið Kormáks sigraði tvo leiki, tapaði tveimur í oddahrinu, sem þýðir að stig fékkst úr leikjunum þrátt fyrir tap, og einn leikur tapaðist án þess að stig fengist. Kormákur fékk því samtals 6 stig og situr í 6. sæti. Efst er Keflavík og KA-Skautar.
N1
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 11:36
Það hafa fleiri en verkfræðistofan Efla og Finna Birna Steinsson reynt að telja Vatnsdalshóla, sem hafa reyndar verið álitnir óteljandi. Í byrjun júlí árið 1960 héldu húnvetnskir skátar skátamót fyrir Norðlendinga við Vatnsdalshóla. Um 120 skátar, stúlkur og drengir frá fimm félögum tóku þátt í mótinu. Einkunnarorð mótsins voru: „Það er ekkert ómögulegt. Það sem er erfitt, gerum við strax, en það sem er ómögulegt tekur aðeins lengri tíma.“ Eitt af verkefnum skátanna var að kortleggja og telja Vatnsdalshóla.
Glaðheimar
Fréttir | 16. október 2018 - kl. 10:37
Breyting verður á fyrirkomulagi fuglaveiða í haust á stóru landsvæði vestan Vatnsdals en búið er að leigja Kornsárselsland, Gilhaga, Þingeyraselsland og Fremrihlíð í Víðidalsfjalli til einstaklinga. Fuglaveiði á þessum löndum er því bönnuð nema þeim sem hafa til þess leyfi. Veiðileyfi kostar kr. 7.000 fyrir hvern veiðimann. Veiði verður takmörkuð bæði hvað varðar fjölda veiðimanna hvern dag og eins með fjölda veiddra fugla.
Sameining A-Hún
Tilkynningar | 16. október 2018 - kl. 09:59
Smávirkjanasjóður SSNV auglýsir
Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Tilkynningar | 16. október 2018 - kl. 09:46
Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps heldur hrútasýningu næstkomandi laugardag klukkan 13 að Hvammi 2 í Vatnsdal. Þar verða sýndir lambhrútar í eigu félagsmanna. Keppt verður í þremur flokkum; hvítum hyrndum, hvítum kollóttum og mislitum. Áhorfendur eru velkomnir. Tekið skal fram að þessi sýning er haldin með leyfi héraðsdýralæknis, enda verði sóttvarna gætt og samgangur hrúta lágmarkaður eins og hægt er.
Pistlar | 15. október 2018 - kl. 16:22
Kvenfélagið Vaka er 90 ára gamalt félag, sem við viljum blása nýju lífi í. Við höfum staðið fyrir ýmsum söfnunum til hjálpar í okkar nærumhverfi í gegnum árin og erum enn að. Síðustu ár höfum við safnað m.a fyrir blöðruskanna á sjúkrahúsið, stólum í Félagsheimilið, bókakaupum í bókasafnið í skólanum og spjaldtölvum fyrir börn með fötlun til að nota í leikskólanum. Þá höfum við styrkt dýnukaup fyrir júdóiðkendur og eitt árið styrktum við skólann í dúkkuverkefninu þar sem unglingadeildinn fékk að reyna fyrir sér sem foreldrar ungbarns sem var í formi rafeindabrúðu. Núna síðast keyptum við uppþvottavél fyrir safnaðarheimili kirkjunnar.
Plastmengun í hafinu.
Plastmengun í hafinu.
Fréttir | 15. október 2018 - kl. 14:30
Starfsmenn sjávarlíftæknisetursins BioPol á Skagaströnd vinna nú að því að taka saman skýrslu um losun örplasts fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Markmiðið er að safna saman upplýsingum um losun örplasts hér á landi. Það á við um hversu mikið örplast berst til sjávar, hverjar eru helstu uppsprettur þess og eftir hvaða leiðum það berst til sjávar. Út frá því á að forgangsraða aðgerðum til að draga úr losun örplasts hérlendis. Sagt var frá þessu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.
Frá undirrituninni um fjármögnun.
Frá undirrituninni um fjármögnun.
Fréttir | 15. október 2018 - kl. 13:42
Rúm þrjú ár eru síðan sveitarfélögin á Norðurlandi vestra undirrituðu samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur á 120 þúsund tonna álveri á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Áætlanir gerðu ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álverinu og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma. Undirrituð var viljayfirlýsing í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, um fjármögnun álversins 1. júlí 2015 en fyrirtækin sem stóðu að henni voru Klappir Development og China Nonferrous Metal Industry´s Foreign Engineering and Construction (NFC).
Fréttir | 15. október 2018 - kl. 12:02
Selasetur Íslands á Hvammstanga fékk á þessu ári styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir nýjan sela- og náttúruskoðunarstað á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi. Styrkurinn fékkst vegna vinnu við deiliskipulag og hönnun á aðkomuvegi, bílstæðum, göngustígum, pöllum og fleira. Vatnsnes er þekkt selaskoðunarsvæði og með því að fjölga selaskoðunarstöðum er markmiðið að dreifa álagi ferðaþjónustu á náttúruna.
Tilkynningar | 14. október 2018 - kl. 22:51
Tilkynning frá Blönduósbæ
Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsmann í framtíðarstarf við heimaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf og sé orðinn 30 ára. Vinnutími er samkomulag á milli þjónustuþega og starfsmanns.
Tilkynningar | 14. október 2018 - kl. 22:48
Prjónasamvera verður hjá okkur í félags- og tómstundarstarfi í kjallara Hnitbjargar. Þriðjudaginn 16. október frá kl. 19:30 til 21:30. Prjónasamveran er öllum opið.
Fréttir | 13. október 2018 - kl. 23:22
Enn og aftur kemst Vatnsnesvegur í fréttirnar en lengi hefur verið kvartað undan afleitu ástandi vegarins vegna viðhaldsskorts árum saman. Íbúar á Vatnsnesi héldu fjölmennan íbúafund í vikunni vegna ástandsins en þeir eru orðnir langþreyttir á orðagjálfri ráðamanna sem virðist halda ákaflega fast við budduna og hlusta ekki á fólkið á svæðinu, eins og segir í bókun fundarins.
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Vatnsdalshólar. Ljóms: efla.is.
Fréttir | 13. október 2018 - kl. 08:59
Eins og fram hefur komið í fréttum er verkfræðistofan Efla að freista þess að telja Vatnsdalshólana með hjálp nýjustu tækni og vísinda. Niðurstöður talningarinnar, byggðar á ákveðnum forsendum, verða gefnar upp í Landanum á Ríkissjónvarpinu sunnudaginn 21. október næstkomandi. Nú hefur Efla útbúið gagnvirkan Vatnsdalshólaleik þar sem hæg er að ferðast um svæðið og kasta niður stikum til að telja hólana. Hægt er að hlaða leikinn niður á borð- eða fartölvu með Windows stýrikerfinu.
Fréttir | 13. október 2018 - kl. 08:47
Skotfélagið Markviss stendur fyrir byssusýningu í Félagsheimilinu á Blönduósi um næstu helgi í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Félagsmenn ætla að sýna byssur sínar og verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi m.a. herrifflar, skammbyssur, veiðibyssur, keppnisbyssur, byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni og fleira og fleira.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spurning vikunnar
Hvort er það?
Kótiletta
Kóteletta
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2018 Húnahorniđ