Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Föstudagur, 18. janúar 2019
S  2 m/s
-3°C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Janúar 2019
SMŢMFFL
303112345
6789101112
13141516171819
20212223242526
272829303112
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 19:00 S 2  -3°C
Reykir í Hr 19:00 SSA 2  -2°C
Reykjavík 19:00 SA 5  4°C
Akureyri - 19:00 S 2  -4°C
Egilsstaðaf 19:00 NNV 4  -2°C
Haugur 19:00 SSV 1  -4°C
Holtavörðuh 19:00 NV 2  -4°C
Þverárfjall 19:00 ASA 3  -3°C
Laxárdalshe 11:00 A 5  -3°C
Brúsastaðir 19:00 ANA 1  -4°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 19:40 NNV 0 -4°C
Laxárdalsh. 19:54 0 0°C
Vatnsskarđ 19:40 SA 4 -0°C
Ţverárfjall 19:40 A 4 -3°C
Kjalarnes 19:40 A 10 5°C
Hafnarfjall 19:40 ASA 8 5°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
14. janúar 2019
Nýtt spennandi ár
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir samfylgdina á árinu sem var að ljúka. Nú er úr vöndu að ráða. Um hvað er hægt að nöldra á þeim góðæristímum sem við Blönduósingar lifum nú. Samkvæmt fréttum er hér allt að gerast.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
17. janúar 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
15. janúar 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. janúar 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
09. janúar 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
05. janúar 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
06. desember 2018
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson
30. nóvember 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. nóvember 2018
Pistlar | 04. maí 2018 - kl. 14:58
Dagur ljósmæðra
Eftir Guðjón S. Brjánsson

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er 5. maí. Á þessum tímamótum heldur þessa mikilvæga stétt daginn hátíðlegan með blendnum hug vegna kjaradeilna og félagskonur gagnrýna stjórnvöld fyrir fálæti og skilningsleysi.

Lítill en harður kjarni

Íslenskar ljósmæður er ekki fjölmenn stétt, það eru 280 félagar í Ljósmæðrafélagi Íslands. Nýliðun er hæg. Að jafnaði ljúka tíu hjúkrunarfræðingar framhaldsmenntun árlega og hljóta réttindi til starfa sem ljósmæður og hafa þá lokið 6 ára háskólamenntun. Hvergi á Norðurlöndum hafa ljósmæður lengra nám að baki og jafn víðtæka þekkingu í heilbrigðisfræðum.

Aðeins fjórar af þeim tíu ljósmæðrum sem ljúka námi hverju sinni skila sér að jafnaði til starfa á Landspítala sem hlýtur að vera sérstakt áhyggjuefni. Nokkrar velja sér starfsvettvang á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu, svo sem á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og í heilsugæslunni og það er jákvætt og nauðsynlegt.  

Deilur um starfskjör

Félagar í Ljósmæðrafélagi Íslands eldast. Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll, það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20% starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað. Ljósmæður sem standa þrískiptar vaktir í fullu starfi mega að auki una því, að á þeim eru brotin mikilvæg ákvæði um hvíldartíma, það eru brotin á þeim lög.  

Aðeins þrjú ár eru liðin síðan ljósmæður fóru í tíu vikna verkfall. Það situr enn í þeim og hefur áhrif inn í þá deilu sem staðið hefur. Þær unnu vinn­una sína samkvæmt skyldu í því verk­falli en var neitað um laun og þótt dómstóll hafi úrskurðað þeim í vil, þá hefur uppgjör enn ekki farið fram.  

Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn, heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun á hverjum tíma.   

Einstakt starf – einstök saga

Sumarið er gengið í garð og í hönd fer einhver annasamasti tími ársins í fæðingum. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö þúsund börn fæðist á landinu í sumar. Við fengum fyrir nokkrum dögum örlítinn smjörþef af því ástandi sem skapast getur þegar heimaþjónusta ljósmæðra féll niður um skamman tíma. Samningar náðust að lokum um þessa mikilvægu þjónustu sem unnin er í verktöku fyrir milligöngu heilbrigðisráðherra.

Vonandi er sá samningur þannig að við framkvæmd hans standi ljósmæður jafnfætis öðrum þeim heilbrigðisstéttum þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert viðlíka verktakasamninga.

Ljósmæður hafa í deilunni verið undir miklu álagi. Bæði hafa þær glímt við þrýsting stjórnvalda og miklar annir í sínu vinnuumhverfi. Þessi gamalgróna stétt sem lifað hefur með þjóðinni í gegnum súrt og sætt, á hverju sem hefur gengið. Alltaf kom ljósmóðirin, hvort sem úti var sól eða regn, vetrarhörkur og mannskaðaveður, hvort sem búið var í bæ, við afskekktan fjörð eða inn til dala, þessi hreinasta kvennastétt í samfélaginu. Þar er enginn karl. 

Skiptir kynið máli?

Er nema von að hugurinn leiti til þess hvort skýringuna á bágum kjörum sé að finna í þessari staðreynd? Erum við að enn að fá staðfest, að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis.   

Myndi það kannski liðka fyrir lausn að þær skiptu um nafn og nefndu sig fæðingarfræðinga eða jafnvel fæðingartæknifræðinga?

Fegursta orðið

Íslendingar völdu fyrir nokkrum árum fegursta orð íslenskrar tungu. Það var orðið ljósmóðir. Það segir mikið um hug landsmanna í þessu efni. það voru líka fögur fyrirheitin sem ríkisstjórnin gaf í stjórnarsáttmála sínum, „að stíga markviss skref til að eyða kynbundnum launamun, að draga muninn betur fram í dagsljósið.“ Hvað þarf að líða langt fram á ljósbjartan sumardaginn?   

Sýnum mikilvægri vel menntaðri kvennastétt sanngirni, sýnum réttlæti í verki og samræmum kjör þeirra með sama hætti og aðrir vel menntaðir faghópar búa við.

Til hamingju með daginn, ljósmæður

Guðjón S. Brjánsson

alþingismaður

Höf. rzg
Tilkynningar | 18. janúar 2019 - kl. 11:48
Tilkynning frá Blönduósbæ
Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsfólk í framtíðarstarf við heimaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf og sé orðinn 25 ára. Vinnutími er samkomulag á milli þjónustuþega. Urząd miasta Blönduósbær chce zatrudnić na stałe pracownika na stanowisko pomoc domowa ,głównie osobom starszym.Wymagane jest aby osoba ta posiadała prawo jazdy i miała ukończone 25 lat. Wymagana znajomość języka islandzkiego .
Maður ársins 2018
Fréttir | 18. janúar 2019 - kl. 10:59
Það getur verið heppilegt að koma við í Staðarskála á ferðalaginu hvort sem verið er að fara norður eða suður. Hjón að norðan áttu leið fram hjá Staðarskála síðasta laugardag og þegar hungrið sagði skyndilega til sína var ákveðið að stoppa og fá sér pylsu. Þau voru að klára að borga þegar að konan allt í einu mundi eftir því að hún hafi ætlað sér að kaupa Lottómiða fyrir helgina. Honum var því bætt við á síðustu stundu og sem betur fer, því á miðanum leyndust rétt tæpar 22 milljónir.
Glaðheimar
Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: FB/Edda.
Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: FB/Edda.
Fréttir | 17. janúar 2019 - kl. 13:10
Markaðsstofur landshlutanna, í samstarfi við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp Mannamót í sjötta sinn í Kórnum í Kópavogi í dag frá klukkan 12-17. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem landshlutarnir bjóða uppá.
Sameining A-Hún
Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 17. janúar 2019 - kl. 13:05
Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 var nýverið á Blönduósi og heimsótti Kvennaskólann þar sem Textílmiðstöð Íslands – þekkingarsetur á Blönduósi er til húsa. Í þættinum er rætt við Katarina Schneider verkefnastjóra um listamiðstöðina og þá starfsemi sem fram fer á Blönduósi í tengslum við textíl.
HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Fréttir | 17. janúar 2019 - kl. 08:18
Hollvinasamtök HSN Blönduósi munu afhenda heilbrigðisstofnunni fullbúna aðstandendaíbúð laugardaginn 19. janúar næstkomandi, klukkan 14:00. Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða íbúðina milli klukkan 14:30 til 16:00. Athugið að gengið er um B innganginn, annarri hæð.
Pistlar | 17. janúar 2019 - kl. 07:46
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Unnur og Þorleifur. Mynd: visir.is/Stöð2
Unnur og Þorleifur. Mynd: visir.is/Stöð2
Fréttir | 16. janúar 2019 - kl. 16:16
Sveitarstjórnarmenn af landsbyggðinni mætti á fund umhverfis- og samgöngunefndar í gær til að ræða um veggjöld. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um málið og m.a. rætt við fulltrúa Norðurlands vestra, þau Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Þorleif Karl Eggertsson, formann samtakanna og oddvita Húnaþings vestra. Þau færðu þingnefndinni þau skilaboð að meira fé þyrfti í vegi eins og Skagastrandarveg og Vatnsnesveg.
Frá undirbúningi afmælishátíðar 1988. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Frá undirbúningi afmælishátíðar 1988. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Fréttir | 16. janúar 2019 - kl. 15:26
Grunnskóli Húnaþings vestra leitar að myndum frá undirbúningsvinnu og sýningum í skólanum á Hvammstanga í tilefni afmælishátíðar Hvammstangahrepps árið 1988. Þeir sem eiga myndir eru vinsamlegst beðnir um að senda þær á netfang skólans eða koma með þær í skólann þar sem hægt er að taka afrit af þeim. „Við leitum bara að myndum sem tengjast skólanum, gerð líkana, sýningum o.þ.h. en ekki frá öðrum viðburðum á Hvammstanga,“ segir á vef skólans.
Sögustund á Breiðabólstað.
Sögustund á Breiðabólstað.
Fréttir | 16. janúar 2019 - kl. 15:15
Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum hefur ákveðið að bjóða upp á a.m.k. tvær hestaferðir, á komandi sumri, um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftökunnar á Íslandi. Magnús stóð fyrir sambærilegum ferðum síðasta sumar sem voru fjölmennar og vinsælar. Ferðirnar í fyrra urðu þrjár en hver ferð tók fimm daga og gat fólk riðið með einn dag eða svo marga sem það kaus. Sama fyrirkomulag verður á ferðunum í sumar. Fyrri ferðin hefst 27. júní en sú síðari 27. júlí.
Pistlar | 15. janúar 2019 - kl. 20:58
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Bara svo því sé nú haldið til haga þá tel ég mig vera all nokkurn bæna mann. Fel Guði reglulega og jafnvel oft á dag mig og mína og það sem ég fæst við hverju sinni. Mér finnst gott að biðja. Ég finn fyrir friði og öryggi sem ég get ekki tekið mér sjálfur. Ég tek það þó fram að ég kann bara alls ekkert að biðja. Ég kann engar formúlur í þeim efnum.
Fréttir | 15. janúar 2019 - kl. 14:04
Þorrablót Blönduósinga verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi 2. febrúar næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19 og borðhald hefst stundvíslega hálftíma síðar. Skemmtilega nefndin sér um skemmtiatriði að vanda með annál fyrir árið 2018. Og nú er spurning hverjir verða þess heiðurs aðnjótandi að verða teknir fyrir að þessu sinni.
Fréttir | 14. janúar 2019 - kl. 16:51
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við sveitarfélög í Húnavatnssýslum, leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs á svæðinu. Í auglýsingu segir að þátttakendur fái leiðsögn og fræðslu í áætlanagerð, vöruþróun og frumgerðasmíð. Verkefnið hefst í febrúar og skila þátttakendur viðskiptaáætlun um verkefni sín í lok apríl. Besta viðskiptahugmyndin fær allt að 1.000.000 krónur í verðlaun.
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Pistlar | 14. janúar 2019 - kl. 09:36
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á nýju ári kvikna nýjar sögur, nýjar samkomur og sambönd, kannski ný ljóð og vísur. Húnvetningar nokkrir og Jón á Kirkjubóli í Steingrímsfirði sendu frá sér bækur í vetur og þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir flutti fyrirlestur með veggspjaldasýningunni: Skessur sem éta karla.
HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Fréttir | 12. janúar 2019 - kl. 10:57
Vegna framkvæmda í biðstofu og móttöku heilsugæslunnar á Blönduósi verður inngangur A lokaður um tíma frá og með 10. janúar. Inngangur í Lyfju verður óbreyttur. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi segir að þeir sem komi á heilsugæsluna á dagvinnutíma gangi inn um innganginn sem snýr að Svínvetningabraut, suðvestan megin á byggingunni, við hliðina á sjúkrabílainnkeyrslunni.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ