Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Viđ notum vefkökur (e. cookies) til ţess ađ bćta upplifun ţína og greina umferđ um síđuna.
Međ ţví ađ nota vefsíđuna samţykkir ţú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahorniđ
Open Menu Close Menu
Húnahorniđ
Mánudagur, 21. janúar 2019
ASA  4 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Á döfinni
Janúar 2019
SMŢMFFL
303112345
6789101112
13141516171819
20212223242526
272829303112
FyrriNúnaNćsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 10:00 ASA 4  0°C
Reykir í Hr 10:00 SSA 4  0°C
Reykjavík 10:00 SSV 1  -2°C
Akureyri - 10:00 SA 5  1°C
Egilsstaðaf 10:00 SSA 7  4°C
Haugur 10:00 S 3  -1°C
Holtavörðuh 10:00 S 3  -3°C
Þverárfjall 10:00 SA 4  -1°C
Laxárdalshe 10:00 SSA 4  -2°C
Brúsastaðir 10:00 S 3  0°C
Vegagerðin
Holtavörđuh. 10:20 S 4 -4°C
Laxárdalsh. 10:20 SSA 3 -2°C
Vatnsskarđ 10:20 A 2 -3°C
Ţverárfjall 10:20 A 3 -2°C
Kjalarnes 10:20 SA 1 -2°C
Hafnarfjall 10:20 SA 6 -1°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
14. janúar 2019
Nýtt spennandi ár
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir samfylgdina á árinu sem var að ljúka. Nú er úr vöndu að ráða. Um hvað er hægt að nöldra á þeim góðæristímum sem við Blönduósingar lifum nú. Samkvæmt fréttum er hér allt að gerast.
::Lesa

Northwest.is


SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
17. janúar 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
15. janúar 2019
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. janúar 2019
Eftir Guðjón S. Brjánsson
09. janúar 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
05. janúar 2019
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
06. desember 2018
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson
30. nóvember 2018
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. nóvember 2018
Stofnfélagaskrá.
Stofnfélagaskrá.
Fyrsta skóflustungan tekin að riffilbraut.
Fyrsta skóflustungan tekin að riffilbraut.
Pallarnir sópaðir fyrir NLM-OPEN 2018.
Pallarnir sópaðir fyrir NLM-OPEN 2018.
Riffilbraut
Riffilbraut
Sett upp skilti 2018.
Sett upp skilti 2018.
Unnið við salernisaðstöðu 2014.
Unnið við salernisaðstöðu 2014.
Unnið við skjólveggi 2017.
Unnið við skjólveggi 2017.
Þökulagning 2015.
Þökulagning 2015.
Pistlar | 02. september 2018 - kl. 08:58
Skotfélagið Markviss er þrjátíu ára í dag
Eftir Guðmann Jónasson

Það var þennan dag, annan september 1988 sem nokkrir áhugasamir einstaklingar komu saman á Hótel Blönduósi og stofnuðu Skotfélagið Markviss. Fundarstjóri var Þorsteinn Ásgeirsson formaður Skotíþróttasambands Íslands og honum til aðstoðar Ferdinand Hansen formaður Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Tillaga kom frá Ágúst Sigurðssyni frá Geitaskarði um nafnið Markviss, og var það samþykkt af fundargestum.

Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð að formaður var Arnbjörn Arason,gjaldkeri Vignir Björnsson og ritari Björn Logi Björnsson.

Hafist var handa við að finna hentuga staðsetningu fyrir skotæfingasvæði hins nýstofnaða félags, ýmsir kostir voru skoðaðir en að endingu var félaginu úthlutað svæði austan flugvallarins og hefur verið þar allar götur síðan. Samningur milli Skotf.Markviss og Blönduóssbæjar um afnot svæðisins var undirritaður í nóvember 1989.

Fyrstu árin var mikil starfsemi innan félagsins, haldin voru landsmót , félagið sá um verklega kennslu á skotvopnanámskeiðum og svo mætti lengi telja.

Þegar leið að aldamótum höfðu ýmsir af virkustu félagsmönnum Markviss dregið sig í hlé eða flutt úr heimahögunum og starfsemi félagsins orðin í lágmarki. Árin 2000 til 2004 óx starfsemin jafnt og þétt og það er svo árið 2005 sem fyrsta mótið er haldið á skotsvæði Markviss eftir lagt hlé, þar var um að ræða Norðurlandsmeistaramót í Skeet en það er haldið árlega af skotfélögum hér norðan heiða. 2006 er svo haldið Landsmót STÍ á svæðinu eftir 10 ára hlé, og hefur það verið árviss viðburður æ síðan.

Árið 2009 festi félagið kaup á nýjum kastvélum enda ekki vanþörf á þar sem þær sem fyrir voru höfðu verið fengnar notaðar þegar völlurinn var settur upp um 1990 og voru orðnar úr sér gengnar. Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað á skotsvæði Markviss, byggður var pallur umhverfis félagsaðstöðuna 2013,Byggt var salernishús 2014. Skeet völlurinn þökulagður 2015. Keyptur gámur, settur upp og klæddur að utan árið 2016 og grafin langþráð 300m riffilbraut haustið 2017.

Það sem af er ári 2018 er búið að girða af það landsvæði sem Skotfélaginu er ætlað til iðkunar sinna íþróttagreina, setja upp yfirskotsvörn í riffilbraut og undirbúa byggingu aðstöðu skýlis í enda hennar. Stefnt er að því að vinnu við riffilbraut ljúki árið 2019. Þá er í ferli að koma upp aðstöðu til iðkunar fleiri haglagreina og ber þar fyrst að nefna Norrænt Trap og Compak Sporting en báðar þessar greinar eru tiltölulega nýjar keppnisgreinar innan Skotíþróttasambands Íslands og njóta vaxandi vinsælda hérlendis sem og erlendis.

Skotfélagið Markviss er í dag eitt af virkustu aðildarfélögum STÍ og á keppnisfólk í fremstu röð bæði í hagla- og kúlugreinum. Félagið er eitt af fyrirmyndarfélögum Íþrótta og Ólympíusambands Íslands og var fyrst aðildarfélaga USAH til að hljóta þá nafnbót árið 2016.

Hér hefur aðeins verið drepið á því helsta í sögu félagsins. Stefna félagsins hefur ávallt verið að bjóða félagsmönnum og öðru áhugafólki um iðkun skotíþrótta upp á bestu aðstöðu til æfinga og keppni og mun engin breyting verða þar á.  Með tilkomu aðstöðu fyrir fleiri greinar munu skapast möguleikar á auknu mótahaldi og æfingabúðum fyrir keppendur annarra félaga innlendra sem erlendra

Eins og fyrr greinir er vinna í gangi við lokafrágang riffilbrautar og undirbúningur hafinn við uppsetningu Trap og Compak Sporting vallar, einnig eru uppi hugmyndir um aukna skógrækt umhverfis skotsvæðið.

 Sú uppbygging sem verið hefur á svæðinu og árangur okkar keppnisfólks kemur ekki af sjálfu sér. Félagið hefur notið velvilja ýmissa fyrirtækja og einstaklinga hér í sýslunni  auk þess sem bæjaryfirvöld Blönduóssbæjar hafa staðið þétt við bak félagsins líkt og annarra íþróttafélaga sem starfa innan sveitarfélagsins, þessir aðilar eiga miklar þakkir skildar og  þá einnig  félagsmenn sem lagt hafa hönd á plóg við að gera félagið og aðstöðu þess að  því sem hún er í dag.

F.h. stjórnar Skotf.Markviss

Guðmann Jónasson

Höf. rzg
Fréttir | 20. janúar 2019 - kl. 22:18
Lesendur Húnahornsins völdu á dögunum best skreytta húsið á Blönduósi og var góð þátttaka í valinu. Nokkur hús komu til greina en það hús sem fékk flest atkvæði var Hólabraut 11 en eigendur hússins eru þau Gunnhildur Þórmundsdóttir og Elmar Sveinsson.
Maður ársins 2018
Fréttir | 20. janúar 2019 - kl. 21:31
Hollvinasamtök HSN á Blönduósi afhentu stofnuninni aðstandendaíbúð á laugardaginn sem mun nýtast vel þeim aðstandendum sem þurfa að dveljast um lengri eða skemri tíma hjá sjúklingum sjúkrahússins. Íbúðin er á annarri hæð heilbrigðisstofnunarinnar og er öll hin veglegasta.
Glaðheimar
Fréttir | 19. janúar 2019 - kl. 20:24
Þorrablót Bólhlíðinga og Svínvetninga árið 2019 verður haldið í Húnaverið 2. febrúar næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk og boðið verður upp á að smella einni „sjálfu“ fyrir borðhaldið sem hefst klukkan 20:00. Freyja Ólafsdóttir matreiðslumeistari sér um að framreiða girnilegan þorramat. Veislustjóri verður séra Hjálmar Jónsson. Hljómsveitin Span sér um að halda uppi fjörinu. Miðaverð er kr. 8.000 kr. Ekki verður posi á staðnum.
Sameining A-Hún
Fréttir | 19. janúar 2019 - kl. 11:43
Textílmiðstöð Íslands – þekkingarsetur á Blönduósi hefur opnað nýja heimasíðu, textilmidstod.is. Einnig hefur miðstöðin opnað Facebook síðu. Á henni kemur fram að spennandi tímar séu framundan, m.a. séu nemendur úr hönnunardeild Listaháskólans á leiðinni í miðstöðina í næstu viku og svo hafi borist fréttir um að hægt yrði að fara í öll þau verkefni sem búið var að sækja styrkir fyrir hjá Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra en þeir nema samtals 3,5 milljónum króna.
Verðlaunahafar í yngri flokki. Ljósm: Grunnskóli Húnaþings vestra.
Verðlaunahafar í yngri flokki. Ljósm: Grunnskóli Húnaþings vestra.
Fréttir | 19. janúar 2019 - kl. 11:17
Árleg Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í vikunni með glæsibrag. Þar stigu nemendur á stokk, hver öðrum betri og frambærilegri, með stórgóða skemmtun fyrir áhorfendur. Í yngri flokki sigraði Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, Elvar Orri Sæmundsson varð í öðru sæti og Ísey Lilja Waage og Valgerður Alda Heiðarsdóttir í því þriðja. Þá fengu Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Einar Örn Sigurðsson verðlaun fyrir sviðsframkomu.
Tilkynningar | 18. janúar 2019 - kl. 11:48
Tilkynning frá Blönduósbæ
Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsfólk í framtíðarstarf við heimaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf og sé orðinn 25 ára. Vinnutími er samkomulag á milli þjónustuþega. Urząd miasta Blönduósbær chce zatrudnić na stałe pracownika na stanowisko pomoc domowa ,głównie osobom starszym.Wymagane jest aby osoba ta posiadała prawo jazdy i miała ukończone 25 lat. Wymagana znajomość języka islandzkiego .
Fréttir | 18. janúar 2019 - kl. 10:59
Það getur verið heppilegt að koma við í Staðarskála á ferðalaginu hvort sem verið er að fara norður eða suður. Hjón að norðan áttu leið fram hjá Staðarskála síðasta laugardag og þegar hungrið sagði skyndilega til sína var ákveðið að stoppa og fá sér pylsu. Þau voru að klára að borga þegar að konan allt í einu mundi eftir því að hún hafi ætlað sér að kaupa Lottómiða fyrir helgina. Honum var því bætt við á síðustu stundu og sem betur fer, því á miðanum leyndust rétt tæpar 22 milljónir.
Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: FB/Edda.
Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: FB/Edda.
Fréttir | 17. janúar 2019 - kl. 13:10
Markaðsstofur landshlutanna, í samstarfi við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp Mannamót í sjötta sinn í Kórnum í Kópavogi í dag frá klukkan 12-17. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem landshlutarnir bjóða uppá.
Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 17. janúar 2019 - kl. 13:05
Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 var nýverið á Blönduósi og heimsótti Kvennaskólann þar sem Textílmiðstöð Íslands – þekkingarsetur á Blönduósi er til húsa. Í þættinum er rætt við Katarina Schneider verkefnastjóra um listamiðstöðina og þá starfsemi sem fram fer á Blönduósi í tengslum við textíl.
HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Fréttir | 17. janúar 2019 - kl. 08:18
Hollvinasamtök HSN Blönduósi munu afhenda heilbrigðisstofnunni fullbúna aðstandendaíbúð laugardaginn 19. janúar næstkomandi, klukkan 14:00. Gestum og gangandi gefst kostur á að skoða íbúðina milli klukkan 14:30 til 16:00. Athugið að gengið er um B innganginn, annarri hæð.
Pistlar | 17. janúar 2019 - kl. 07:46
Eftir Arnheiði Jóhannsdóttur
Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Unnur og Þorleifur. Mynd: visir.is/Stöð2
Unnur og Þorleifur. Mynd: visir.is/Stöð2
Fréttir | 16. janúar 2019 - kl. 16:16
Sveitarstjórnarmenn af landsbyggðinni mætti á fund umhverfis- og samgöngunefndar í gær til að ræða um veggjöld. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um málið og m.a. rætt við fulltrúa Norðurlands vestra, þau Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Þorleif Karl Eggertsson, formann samtakanna og oddvita Húnaþings vestra. Þau færðu þingnefndinni þau skilaboð að meira fé þyrfti í vegi eins og Skagastrandarveg og Vatnsnesveg.
Frá undirbúningi afmælishátíðar 1988. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Frá undirbúningi afmælishátíðar 1988. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Fréttir | 16. janúar 2019 - kl. 15:26
Grunnskóli Húnaþings vestra leitar að myndum frá undirbúningsvinnu og sýningum í skólanum á Hvammstanga í tilefni afmælishátíðar Hvammstangahrepps árið 1988. Þeir sem eiga myndir eru vinsamlegst beðnir um að senda þær á netfang skólans eða koma með þær í skólann þar sem hægt er að taka afrit af þeim. „Við leitum bara að myndum sem tengjast skólanum, gerð líkana, sýningum o.þ.h. en ekki frá öðrum viðburðum á Hvammstanga,“ segir á vef skólans.
Sögustund á Breiðabólstað.
Sögustund á Breiðabólstað.
Fréttir | 16. janúar 2019 - kl. 15:15
Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum hefur ákveðið að bjóða upp á a.m.k. tvær hestaferðir, á komandi sumri, um söguslóðir morðanna á Illugastöðum og síðustu aftökunnar á Íslandi. Magnús stóð fyrir sambærilegum ferðum síðasta sumar sem voru fjölmennar og vinsælar. Ferðirnar í fyrra urðu þrjár en hver ferð tók fimm daga og gat fólk riðið með einn dag eða svo marga sem það kaus. Sama fyrirkomulag verður á ferðunum í sumar. Fyrri ferðin hefst 27. júní en sú síðari 27. júlí.
 
Prenta Prenta  
 
 
Húsfrúin
14. september 2018
Samfélagsmiðlar eru mikilvægir fyrirtækjum
Flest öllum notum við samfélagsmiðla eins og Facebook en þeir hjálpa okkur m.a. að vera í góðu sambandi við vini, ættingja, félagasamtök og fyrirtæki. Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari þáttur í að viðhalda góðu sambandi milli fyrirtækja og neytenda. Samfélagsmiðlar hafa látið mikið til sín taka á stuttum tíma og má búast við að vægi þeirra og áhrif verði mun áþreifanlegri í framtíðinni.
::Lesa
Spaugið
24. janúar 2018
Lögfræðingurinn
Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að enda við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum.
::Lesa
©2019 Húnahorniđ